Frekari afglöp við afglæpavæðingu Halldór Auðar Svansson skrifar 2. maí 2023 08:01 Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fíkn Alþingi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar