„Fer enginn í fjölmiðla og reynir að sverta mitt mannorð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2023 09:01 Kristófer Acox fagnar sigri í leiknum í gær. Vísir/Bára Kristófer Acox, leikmaður Vals, ræddi ásakanir Lárusar Jónssonar, þjálfara Þórs, í sinn garð eftir oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld. Kristófer og félagar hans í Val eru komnir í úrslitaeinvígið á móti Tindastóli eftir að hafa unnið upp 2-0 forskot Þórsara og tryggt sér sigur í einvíginu með sjö stiga sigri í oddaleik. Jordan Semple, lykilmaður Þórsliðsins, meiddist í leik þrjú eftir samskipti við Kristfór. Lárus sakaði hann um að meiða Semple viljandi en baðst síðan afsökunar á því daginn eftir. KKÍ gaf síðan frá sér yfirlýsingu um að ekki hafi átt að refsa Kristófer fyrir atvikið. Kristófer og Lárus fóru yfir málin út á gólfi eftir oddaleikinn og Kristófer var spurður út í þau samskipti í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Kristófer ræddi lengi við Lárus og hann var spurður út í það hvort þeir væru búnir að hreinsa loftið almennilega? „Já, ég held það. Þetta var ekkert alvarlegt. Við bara spjölluðum aðeins saman. Ég talaði aðeins við hann af því að ég var ekkert búinn að tjá mig um þetta persónulega eftir þessi viðtöl hans eftir leik fjögur,“ sagði Kristófer Acox. „Hann sá að sér daginn eftir náttúrulega og ég sagði honum að ég virði það að sjálfsögðu. Það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarlegt finnst mér,“ sagði Kristófer. „Ég veit það sjálfur og betur en allir og betur en allt fólkið á Facebook og alls staðar að ég var að sjálfsögðu ekki að reyna að meiða leikmanninn. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert og stend ekki fyrir,“ sagði Kristófer. „Það er búið núna og áfram gakk. Ég held að hann viti það líka sjálfur og við erum bara góðir,“ sagði Kristófer. Var þetta kannski einhver hugarleikur hjá Þórsþjálfaranum að reyna að komast inn í huga hans og huga dómarana? „Ég veit það ekki. Ég spurði hann ekki að því og það skiptir mig engu máli. Við hugsum bara um okkur númer eitt, tvö og þrjú. Við hlustum ekki á eitthvað utanaðkomandi rugl. Við þurfum að spila okkar leik en auðvitað var þetta mikill missir fyrir þá að missa bæði Pablo og Semple,“ sagði Kristófer. „Það er ekkert sem við gerum í. Við þurfum að mæta hvort sem er að mæta og spila með okkar fimm leikmenn inn á. Við getum ekki stjórnað hvað er að gerast hjá hinum liðunum, bara hjá okkur,“ sagði Kristófer Klippa: Kristófer Acox: Þetta var orðið óþægilegt Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33 Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30 Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07 „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Kristófer og félagar hans í Val eru komnir í úrslitaeinvígið á móti Tindastóli eftir að hafa unnið upp 2-0 forskot Þórsara og tryggt sér sigur í einvíginu með sjö stiga sigri í oddaleik. Jordan Semple, lykilmaður Þórsliðsins, meiddist í leik þrjú eftir samskipti við Kristfór. Lárus sakaði hann um að meiða Semple viljandi en baðst síðan afsökunar á því daginn eftir. KKÍ gaf síðan frá sér yfirlýsingu um að ekki hafi átt að refsa Kristófer fyrir atvikið. Kristófer og Lárus fóru yfir málin út á gólfi eftir oddaleikinn og Kristófer var spurður út í þau samskipti í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Kristófer ræddi lengi við Lárus og hann var spurður út í það hvort þeir væru búnir að hreinsa loftið almennilega? „Já, ég held það. Þetta var ekkert alvarlegt. Við bara spjölluðum aðeins saman. Ég talaði aðeins við hann af því að ég var ekkert búinn að tjá mig um þetta persónulega eftir þessi viðtöl hans eftir leik fjögur,“ sagði Kristófer Acox. „Hann sá að sér daginn eftir náttúrulega og ég sagði honum að ég virði það að sjálfsögðu. Það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarlegt finnst mér,“ sagði Kristófer. „Ég veit það sjálfur og betur en allir og betur en allt fólkið á Facebook og alls staðar að ég var að sjálfsögðu ekki að reyna að meiða leikmanninn. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert og stend ekki fyrir,“ sagði Kristófer. „Það er búið núna og áfram gakk. Ég held að hann viti það líka sjálfur og við erum bara góðir,“ sagði Kristófer. Var þetta kannski einhver hugarleikur hjá Þórsþjálfaranum að reyna að komast inn í huga hans og huga dómarana? „Ég veit það ekki. Ég spurði hann ekki að því og það skiptir mig engu máli. Við hugsum bara um okkur númer eitt, tvö og þrjú. Við hlustum ekki á eitthvað utanaðkomandi rugl. Við þurfum að spila okkar leik en auðvitað var þetta mikill missir fyrir þá að missa bæði Pablo og Semple,“ sagði Kristófer. „Það er ekkert sem við gerum í. Við þurfum að mæta hvort sem er að mæta og spila með okkar fimm leikmenn inn á. Við getum ekki stjórnað hvað er að gerast hjá hinum liðunum, bara hjá okkur,“ sagði Kristófer Klippa: Kristófer Acox: Þetta var orðið óþægilegt
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33 Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30 Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07 „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33
Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30
Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07
„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15
Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52