Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn Árni Gísli Magnússon skrifar 3. maí 2023 21:20 Elfar Árni skoraði sigurmarkið KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum. „Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu. Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira