„Mér finnst við eiga mikið inni“ Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 23:53 Sigurður Egill lagði upp tvö og skoraði eitt í kvöld. vísir/bára Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar. „Þetta var kannski ekki alveg fullkominn leikur, en virkilega góður. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þá vorum við að sundurspila þá og fengum fullt af færum, og ég legg upp tvö og skora eitt, þannig að ég er bara virkilega sáttur,“ sagði Sigurður Egill eftir leik. Valur var meira með boltann allan leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara mjög þægilegur og við vorum virkilega góðir, spiluðum vel og áttum fullt af færum, en hefðum getað haldið betur í boltann í þeim seinni, en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Sigurður Egill. Valur jafnaði Víking að stigum með sigrinum í kvöld, en Víkingar eiga þó leik til góða. „Mér finnst þetta bara flott byrjun á tímabilinu. Þetta eru tólf stig af fimmtán mögulegum en mér finnst við eiga mikið inni. Við verðum bara betri og betri með hverjum leik, og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Sigurður Egill. Valur hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk í kvöld en hefði að sama skapi getað fengið fleiri á sig. Á undirbúningstímabilinu fékk Valur varla á sig mark og varnarleikur þeirra var virkilega sterkur. Meiðsli Hólmars Arnars Eyjólfssonar og Elfars Freys Helgasonar hafa sett strik í reikninginn. „Við erum að skapa fullt af færum og halda vel í boltann. Við þurfum að passa betur upp á markið okkar eins og við gerðum í vetur,“ sagði Sigurður. Besta deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið „Gaman að skora og ég held að allir viti hvað Víkingur er fyrir mér“ Sport Kane afgreiddi Brassana Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Fótbolti Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Fótbolti Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Íslandsmeistarar krýndir á Íslandsmótinu í hestaíþróttum Sport Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Joao Pedro til Chelsea Fótbolti Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM „Mér finnst þetta vera brandari“ Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Stelpurnar okkar mættar í paradísina Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Sjá meira
„Þetta var kannski ekki alveg fullkominn leikur, en virkilega góður. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þá vorum við að sundurspila þá og fengum fullt af færum, og ég legg upp tvö og skora eitt, þannig að ég er bara virkilega sáttur,“ sagði Sigurður Egill eftir leik. Valur var meira með boltann allan leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara mjög þægilegur og við vorum virkilega góðir, spiluðum vel og áttum fullt af færum, en hefðum getað haldið betur í boltann í þeim seinni, en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Sigurður Egill. Valur jafnaði Víking að stigum með sigrinum í kvöld, en Víkingar eiga þó leik til góða. „Mér finnst þetta bara flott byrjun á tímabilinu. Þetta eru tólf stig af fimmtán mögulegum en mér finnst við eiga mikið inni. Við verðum bara betri og betri með hverjum leik, og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Sigurður Egill. Valur hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk í kvöld en hefði að sama skapi getað fengið fleiri á sig. Á undirbúningstímabilinu fékk Valur varla á sig mark og varnarleikur þeirra var virkilega sterkur. Meiðsli Hólmars Arnars Eyjólfssonar og Elfars Freys Helgasonar hafa sett strik í reikninginn. „Við erum að skapa fullt af færum og halda vel í boltann. Við þurfum að passa betur upp á markið okkar eins og við gerðum í vetur,“ sagði Sigurður.
Besta deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið „Gaman að skora og ég held að allir viti hvað Víkingur er fyrir mér“ Sport Kane afgreiddi Brassana Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Fótbolti Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Fótbolti Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Íslandsmeistarar krýndir á Íslandsmótinu í hestaíþróttum Sport Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Joao Pedro til Chelsea Fótbolti Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM „Mér finnst þetta vera brandari“ Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Stelpurnar okkar mættar í paradísina Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10