Sameining Kvennó og MS? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. maí 2023 08:31 Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. Aðdragandi umfjöllunarinnar voru fyrirmæli menntamálaráðuneytisins til skólanna um að þeir könnuðu hversu fýsilegur kostur samruni eða annað, breytt framtíðarskipulag væri. Tilkynning um þetta kom kennurum skólanna í opna skjöldu og hefur vakið upp mikla umræðu og hörð viðbrögð. Tímasetning málsins vekur nokkra furðu. Fyrirmæli ráðuneytisins bárust nefnilega viku eftir að mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Aðeins nokkrum dögum síðar höfðu skólameistarar átta skóla á framhaldsskólastigi hafið viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn hafa tvær vikur til að framkvæma könnun varðandi samruna. Í lok maí er síðan áætlað að mennta- og barnamálaráðherra taki ákvörðun um framhaldið. Ráðherrann hefur sagt að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum, heldur sé vilji til samtals um málið. Mál sem þessi séu viðkvæm og æskilegt sé að frumkvæðið að lausnum komi innan frá, en ekki að ofan. Skemmst er að minnast fyrri gerðar menntamálaráðuneytisins sem stytti nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég tek því undir orð ráðherrans og vona að þarna verði vandað til verka og ekki anað að neinu. Af þeim sökum hef ég lagt inn fyrirspurn til ráðherrans á Alþingi um þetta mál þar sem ég óska eftir upplýsingum um aðdraganda og tímasetningu málsins. Þá hef ég óskað eftir upplýsingum um forsendur fyrir vali þessara tveggja skóla og um af hverju skólameisturum annarra skóla var ekki falið að hefja sambærilegar viðræður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. Aðdragandi umfjöllunarinnar voru fyrirmæli menntamálaráðuneytisins til skólanna um að þeir könnuðu hversu fýsilegur kostur samruni eða annað, breytt framtíðarskipulag væri. Tilkynning um þetta kom kennurum skólanna í opna skjöldu og hefur vakið upp mikla umræðu og hörð viðbrögð. Tímasetning málsins vekur nokkra furðu. Fyrirmæli ráðuneytisins bárust nefnilega viku eftir að mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Aðeins nokkrum dögum síðar höfðu skólameistarar átta skóla á framhaldsskólastigi hafið viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn hafa tvær vikur til að framkvæma könnun varðandi samruna. Í lok maí er síðan áætlað að mennta- og barnamálaráðherra taki ákvörðun um framhaldið. Ráðherrann hefur sagt að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum, heldur sé vilji til samtals um málið. Mál sem þessi séu viðkvæm og æskilegt sé að frumkvæðið að lausnum komi innan frá, en ekki að ofan. Skemmst er að minnast fyrri gerðar menntamálaráðuneytisins sem stytti nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég tek því undir orð ráðherrans og vona að þarna verði vandað til verka og ekki anað að neinu. Af þeim sökum hef ég lagt inn fyrirspurn til ráðherrans á Alþingi um þetta mál þar sem ég óska eftir upplýsingum um aðdraganda og tímasetningu málsins. Þá hef ég óskað eftir upplýsingum um forsendur fyrir vali þessara tveggja skóla og um af hverju skólameisturum annarra skóla var ekki falið að hefja sambærilegar viðræður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun