Aftur á topp lista Benedikta Svavarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Sigfinnur Mikaelsson skrifa 7. maí 2023 17:30 Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hér er vísað í frétt um það . Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru. Bærinn á að fá að dafna áfram á sínum forsendum og njóta sinna sérkenna. Fyrir það er hann þekktur út um allan heim og fyrir það er hann að fá allar þessar viðurkenningar. Nýjasta sérkennið er Baugur Bjólfs, glæsilegur útsýnispallur, við hlið haugsins, sem Bjólfur landnámsmaður og flóttamaður frá Noregi er heygður í. Fórnið ekki uppbyggingu síðustu ára á Seyðisfirði fyrir sjókvíaeldi. Af hverju má ekki gamli bærinn okkar vera eins og hann er? Við minnum á þessa grein, sem sýnir stöðu bæjarins innan nýs sveitarfélags. Hvatning og áskorun til meirihluta Múlaþings og ráðamanna. Verndið Seyðisfjörð fyrir sjókvíaeldi. Sitjum ekki þegjandi hjá og bíðum eftir öllu því neikvæða. Virðið íbúalýðræðið, 75% íbúa segja nei við sjókvíaeldi. Berjist fyrir réttu burðarþolsmati í Seyðisfirði. Það er rangt skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðanda. Takið fullan þátt í að verja helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Annað er lögbrot. Þetta er þjóðaröryggismál. Áhættumat siglinga hefur ekki verið unnið fyrir Seyðisfjörð. Ísland er aðili að alþjóðlegum siglinga- og vitalögum. Það þarf að virða, látið heyra í ykkur. Berjist gegn lögbrotum í firðinum. Hvetjum Múlaþig til að vera í fararbroddi til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur á landi, láði og í lofti. Ofanflóðalög verða brotin í Selstaðavík. Náttúran minnir stöðugt á sig. Seyðfirðingar og Norðfirðingar sluppu vel hvað mannslíf varðar í síðustu náttúruhamförum bæði í desember 2020 og í mars s.l. Seyðisfjörður hefur misst um 50 manns í ofanflóðum þar af 10 í Brimnesfjalli. Sjókvíar eiga ekki heima við það fjall. Komið í veg fyrir það. Að auki er hægt að telja upp úr áliti Skipulagsstofnunar, margt sem sjókvíaeldið hefur neikvæð áhrif á í firðinum. Ferðþjónustu af öllu tagi, náttúruna, nærumhverfið, uppeldisstaði fiska, fuglalíf, smábótasjómenn, kajakræðara og Skálanessetrið. Þessa daganna snýst umræðan mikið um umhverfis- og loftlagsmál og við viljum sem þjóð standa okkur miklu betur í þeim málaflokki.Formaður ”stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum” sem jafnframt er aðstoðar framkvæmdastjóri Ice Fish Farm hefur samt ekki ennþá dregið áform fyrirtækisins um 10 þús tonn í Seyðisfirði til baka. Hann virðist ætla að halda áfram þrátt fyrir að 75% íbúa mótmæli komu þeirra. Við vitum víst öll að það eru miklir hagsmunir í húfi, það þarf að ná leyfunum inn og græða mikið sem fyrst á deyjandi atvinnugrein. Nýlega kom fram að eigandi Arnarlax telur að sjókvíaeldi sé senn á enda á Íslandi eins og fram kemur í greininni. Við Seyðfirðingar þekkjum allt of vel tímabundinn atvinnurekstur lukkuriddara, sem koma til að græða peninga á stuttum tíma, og hlaupa svo í burtu frá öllu saman, sbr. Síldarævintýrið. Við ætlum ekki að láta gabba okkur enn á ný. Viðurkenningin, sem bærinn hlaut á dögunm, segir okkur að við ættum ekki að þurfa að vera að safna peningum til að verjast lögbrotum ríkisins gegn verðmætum ríkiseignum í firðinum. Stjórnsýslan öll hlýtur að geta gert betur en raun ber vitni varðandi strandsvæðaskipulag og sjókvíaeldi. Eftir fundi Ice Fish Farm með yfirvöldum í Múlaþingi,þar sem kynntur var nýr bæklingur fyrirtækisins, bentu þau fyrirtækinu á að kynna stefnu þess fyrir íbúum Seyðisfjarðar. Það hefur ekki verið gert og ekkert nýtt kemur fram í bæklingnum, sem hald er í, nema viðurkenning á fyrirhugðu lögbroti á helgunarsvæði Farice-1. Umræða okkar hefur ekki verið byggð á misskilningi eins og fullyrt er í bæklingnum, né hatrömmum heitum umræðum. Við höfum byggt hana á ýmsum skýrslum og viðtölum, sem eru aðgengileg á netinu. Segið stopp. Við viljum ekki sjá þetta sjókvíaeldi. Það kemst ekki fyrir í Seyðisfirði. Orðspor Seyðisfjarðar er í húfi. F.H. VÁ Benedikta Svavarsdóttir Magnús Guðmundsson Sigfinnur Mikaelsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Magnús Guðmundsson Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hér er vísað í frétt um það . Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru. Bærinn á að fá að dafna áfram á sínum forsendum og njóta sinna sérkenna. Fyrir það er hann þekktur út um allan heim og fyrir það er hann að fá allar þessar viðurkenningar. Nýjasta sérkennið er Baugur Bjólfs, glæsilegur útsýnispallur, við hlið haugsins, sem Bjólfur landnámsmaður og flóttamaður frá Noregi er heygður í. Fórnið ekki uppbyggingu síðustu ára á Seyðisfirði fyrir sjókvíaeldi. Af hverju má ekki gamli bærinn okkar vera eins og hann er? Við minnum á þessa grein, sem sýnir stöðu bæjarins innan nýs sveitarfélags. Hvatning og áskorun til meirihluta Múlaþings og ráðamanna. Verndið Seyðisfjörð fyrir sjókvíaeldi. Sitjum ekki þegjandi hjá og bíðum eftir öllu því neikvæða. Virðið íbúalýðræðið, 75% íbúa segja nei við sjókvíaeldi. Berjist fyrir réttu burðarþolsmati í Seyðisfirði. Það er rangt skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðanda. Takið fullan þátt í að verja helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Annað er lögbrot. Þetta er þjóðaröryggismál. Áhættumat siglinga hefur ekki verið unnið fyrir Seyðisfjörð. Ísland er aðili að alþjóðlegum siglinga- og vitalögum. Það þarf að virða, látið heyra í ykkur. Berjist gegn lögbrotum í firðinum. Hvetjum Múlaþig til að vera í fararbroddi til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur á landi, láði og í lofti. Ofanflóðalög verða brotin í Selstaðavík. Náttúran minnir stöðugt á sig. Seyðfirðingar og Norðfirðingar sluppu vel hvað mannslíf varðar í síðustu náttúruhamförum bæði í desember 2020 og í mars s.l. Seyðisfjörður hefur misst um 50 manns í ofanflóðum þar af 10 í Brimnesfjalli. Sjókvíar eiga ekki heima við það fjall. Komið í veg fyrir það. Að auki er hægt að telja upp úr áliti Skipulagsstofnunar, margt sem sjókvíaeldið hefur neikvæð áhrif á í firðinum. Ferðþjónustu af öllu tagi, náttúruna, nærumhverfið, uppeldisstaði fiska, fuglalíf, smábótasjómenn, kajakræðara og Skálanessetrið. Þessa daganna snýst umræðan mikið um umhverfis- og loftlagsmál og við viljum sem þjóð standa okkur miklu betur í þeim málaflokki.Formaður ”stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum” sem jafnframt er aðstoðar framkvæmdastjóri Ice Fish Farm hefur samt ekki ennþá dregið áform fyrirtækisins um 10 þús tonn í Seyðisfirði til baka. Hann virðist ætla að halda áfram þrátt fyrir að 75% íbúa mótmæli komu þeirra. Við vitum víst öll að það eru miklir hagsmunir í húfi, það þarf að ná leyfunum inn og græða mikið sem fyrst á deyjandi atvinnugrein. Nýlega kom fram að eigandi Arnarlax telur að sjókvíaeldi sé senn á enda á Íslandi eins og fram kemur í greininni. Við Seyðfirðingar þekkjum allt of vel tímabundinn atvinnurekstur lukkuriddara, sem koma til að græða peninga á stuttum tíma, og hlaupa svo í burtu frá öllu saman, sbr. Síldarævintýrið. Við ætlum ekki að láta gabba okkur enn á ný. Viðurkenningin, sem bærinn hlaut á dögunm, segir okkur að við ættum ekki að þurfa að vera að safna peningum til að verjast lögbrotum ríkisins gegn verðmætum ríkiseignum í firðinum. Stjórnsýslan öll hlýtur að geta gert betur en raun ber vitni varðandi strandsvæðaskipulag og sjókvíaeldi. Eftir fundi Ice Fish Farm með yfirvöldum í Múlaþingi,þar sem kynntur var nýr bæklingur fyrirtækisins, bentu þau fyrirtækinu á að kynna stefnu þess fyrir íbúum Seyðisfjarðar. Það hefur ekki verið gert og ekkert nýtt kemur fram í bæklingnum, sem hald er í, nema viðurkenning á fyrirhugðu lögbroti á helgunarsvæði Farice-1. Umræða okkar hefur ekki verið byggð á misskilningi eins og fullyrt er í bæklingnum, né hatrömmum heitum umræðum. Við höfum byggt hana á ýmsum skýrslum og viðtölum, sem eru aðgengileg á netinu. Segið stopp. Við viljum ekki sjá þetta sjókvíaeldi. Það kemst ekki fyrir í Seyðisfirði. Orðspor Seyðisfjarðar er í húfi. F.H. VÁ Benedikta Svavarsdóttir Magnús Guðmundsson Sigfinnur Mikaelsson
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar