„Nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari“ Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 23:03 Katrín Pálsdóttir starfar sem fjármálastjóri Bolungarvíkur. Hún vann heimsmeistaratitil í tvíþraut á Ibiza fyrr í dag. Facebook Katrín Pálsdóttir, hjólreiðakona og fjármálastjóri Bolungarvíkur, varð heimsmeistari í tvíþraut, sund- og hjólreiðakeppni (long distance aquabike), á móti á vegum World Triathlon á spænsku eyjunni Ibiza fyrr í dag. Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín. Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín.
Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira