Að þekkja sinn vitjunartíma Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. maí 2023 14:01 Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Miklar áhyggjur eru af fjármálastöðunni. Skuldir vaxa, fjárfestingar eru miklar og það á þenslutímum og vaxandi þungi afborgana langtímalána eru borgaðar með nýrri lántöku. Þetta endar bara á einn veg ef ekki verður úr bætt, í gjaldþroti. Tímabært er að kalla eftir aðstoð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til. Flokkur fólksins spyr í ljósi alls þessa og margs fleira sem er í ólestri í borginni, hvort þessi meirihluti eigi ekki að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á verkefnum borgarinnar? Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma? Röng forgangsröðun í Reykjavík Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafa verið óþreytandi að benda á að forgangsröðun þessa og síðasta meirihluta í borgarstjórn sé kolröng. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sjaldan frumkvæði að umræðunni um biðlista barna eða hvernig auka megi þjónustu við börnin. Ættu börnin ekki að vera í algerum forgangi? Húsnæðisvandinn er líklega djúpstæðasti vandinn og á borgarmeirihlutinn þátt í hversu slæm staðan er á húsnæðismarkaðinum. Að þétta byggð hefur verið megináhersla hjá meirihlutanum. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og keypt margar eignir sem leigðar eru á okurverði. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavík uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og þar sem innviðir eru til staðar sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja mun meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum. Leigumarkaðurinn er helsjúkur. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak því ljóst er að hvatning til leigusala um að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Þeir sem neyðast til að vera á leigumarkaði og eru ekki með þess hærri tekjur ná engan vegin endum saman. Lítið er eftir ef þá nokkuð þegar búið er að greiða nauðsynjar. Gera þarf betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Í stað þess að einblína á stóru málin og þarfir fólksins er meirihlutinn að sinna öðrum hlutum. Fátækt hefur aukist sem og ójöfnuður. Það er orðið alveg ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki það sem þarf til þess að leysa úr þeim fjárhagsvanda sem fulltrúar hans sjálfs hafa komið borginni í. Óráðsía heldur áfram athugasemdarlaust, samanber glórulausan fjáraustur meirihlutans í stefnulausa tilraunaleiki þjónustu og nýsköpunarsviðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Miklar áhyggjur eru af fjármálastöðunni. Skuldir vaxa, fjárfestingar eru miklar og það á þenslutímum og vaxandi þungi afborgana langtímalána eru borgaðar með nýrri lántöku. Þetta endar bara á einn veg ef ekki verður úr bætt, í gjaldþroti. Tímabært er að kalla eftir aðstoð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til. Flokkur fólksins spyr í ljósi alls þessa og margs fleira sem er í ólestri í borginni, hvort þessi meirihluti eigi ekki að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á verkefnum borgarinnar? Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma? Röng forgangsröðun í Reykjavík Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafa verið óþreytandi að benda á að forgangsröðun þessa og síðasta meirihluta í borgarstjórn sé kolröng. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sjaldan frumkvæði að umræðunni um biðlista barna eða hvernig auka megi þjónustu við börnin. Ættu börnin ekki að vera í algerum forgangi? Húsnæðisvandinn er líklega djúpstæðasti vandinn og á borgarmeirihlutinn þátt í hversu slæm staðan er á húsnæðismarkaðinum. Að þétta byggð hefur verið megináhersla hjá meirihlutanum. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og keypt margar eignir sem leigðar eru á okurverði. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavík uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og þar sem innviðir eru til staðar sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja mun meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum. Leigumarkaðurinn er helsjúkur. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak því ljóst er að hvatning til leigusala um að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Þeir sem neyðast til að vera á leigumarkaði og eru ekki með þess hærri tekjur ná engan vegin endum saman. Lítið er eftir ef þá nokkuð þegar búið er að greiða nauðsynjar. Gera þarf betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Í stað þess að einblína á stóru málin og þarfir fólksins er meirihlutinn að sinna öðrum hlutum. Fátækt hefur aukist sem og ójöfnuður. Það er orðið alveg ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki það sem þarf til þess að leysa úr þeim fjárhagsvanda sem fulltrúar hans sjálfs hafa komið borginni í. Óráðsía heldur áfram athugasemdarlaust, samanber glórulausan fjáraustur meirihlutans í stefnulausa tilraunaleiki þjónustu og nýsköpunarsviðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar