Tryggvi fluttur til kæró í Eyjum og lýsir boltanum Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2023 15:25 Tryggvi Guðmundsson í Herjólfi. Kominn til Eyja og byrjaður að skrifa um fótboltaleiki fyrir fotbolti.net. Hann segir enga hættu á því að skrifin verði bullandi hlutdræg. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður á Íslandi frá upphafi, er óhræddur við að taka takast á við ný verkefni. Hann hefur nú tekið að sér að fjalla um leiki ÍBV í sumar fyrir knattspyrnuvefinn fotbolti.net. „Þannig er mál með vexti að ég flutti til Vestmannaeyja aftur og hef náttúrlega starfað fyrir fótbolta.net áður en ekki kannski akkúrat við þetta. Ég þekki Hafliða Breiðfjörð ritstjóra mjög vel og heyri í honum reglulega. Ég sló á þráðinn til hans, fyrst ég væri kominn til Eyja, hvort ég ætti ekki bara að fjalla um leikina hér fyrir fótbolti.net sem ég gerði í fyrsta skipti í gær,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Djúpa laugin sem er ekkert svo djúp Markahrókurinn og nú íþróttafréttamaðurinn segir að fotbolti.net hafi oft átt erfitt með að manna skrifin frá Eyjum og þurft að senda menn alla leið úr borginni til að skrifa um þetta. „Ég þykist vita eitthvað um þessa íþrótt, hélt að þetta væri fín hugmynd og Hafliði var því sammála. Ég mun sem sagt hér eftir, nema ég geri allt of margar skyssur, fjalla um alla heimaleiki ÍBV það sem eftir lifir tímabils. Ég held að frumraun mín hafi verið í lagi.“ Leikurinn í gær, ÍBV gegn toppliði Víkings, var grjótharður og þjálfarinn Hermann Hreiðarsson alveg hoppandi illur og hafði að þessu sinni fulla ástæðu til. Víkingar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndu uppbótartíma. Hádramatískt augnablik eins og sjá má að neðan. „Já, þetta var heimaleikur númer tvö. Þeir sendu einn úr bænum til að skrifa um leik númer eitt sem var gegn Breiðablik. Þá var ég fluga á vegg að fylgjast með því hvernig hann bar sig að, og skrifaði niður punkta. Nú var það bara að hoppa út í djúpu laugina, sem var kannski ekkert svakalega djúp en ég held að mér hafi tekist ágætlega til og mér finnst þetta skemmtilegt.“ Ekki alveg blautur á bak við eyrun Tryggvi er ekki ókunnugur fjölmiðlarekstri. Hann hefur starfað á þeim nokkrum en þá á auglýsingadeildinni. Og þá hafa verið hæg heimatökin fyrir íþróttadeildina að kalla hann inn sem álitsgjafa; á Skjá einum, RÚV og Stöð 2 Sport. Þannig að hann kemur ekki alveg blautur á bak við eyrun að þessu. „En ég hef ekki lýst leikjum. Það er allt öðru vísi. Nú er ég að skrifa um leiki og taka viðtöl. Það hef ég ekki gert áður og er alveg nýtt fyrir mig.“ En þú ert harla ánægður með þig, ert að finna þig vel í þessu nýja hlutverki? „Jájá. Ég hef alltaf verið ágætur í kjaftinum en nú er spurning hvernig ég er sem penni.“ Tryggvi hefur eitthvað fengist við þjálfun undanfarin árin og hitt og þetta í Reykjavík. „Var í hinu og þessu í Reykjavík. En það var ýmislegt sem togaði í mig og eftir að ég flutti aftur til Eyja hef ég verði að fást við þjálfun hjá ÍBV. Og ýmislegt að gerast. Kærastan er að spila með kvennaliði ÍBV og svo er ég enn að leita mér að vinnu því þetta er nú bara eitthvað til hliðar, þjálfun og þetta nýja hjá fotbolti.net.“ Kærasta Tryggva er Kristín Erna Sigurlásdóttir, Eyjamær sem skorar mörk fyrir ÍBV. Fimmtíu mörk í 156 leikjum í efstu deild. Markadrottning eins og kærastinn. Engin hætta á hlutdrægni Þú kannski hyggur á frekari frama í blaðamennskunni? „Nei, eða, það er nú bara einn leikur búinn. Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Ef ég tek eitthvað að mér og ég hef á tilfinningunni að það sé ekki alveg að ganga upp hjá mér, kem ég mér undan því á einhvern hátt. En þetta er mjög gaman og þetta er mitt aðal áhugamál. Kannski að þetta viðtal komi einhverju í gang,“ segir Tryggvi á léttum nótum, spurður hvort hann sé farinn að leita hófana hjá stærri fréttastofum. En er engin hætta á því að þú verðir bullandi hlutdrægur í sínum skrifum um leiki ÍBV? „Nei, alls ekki. Það er bannað í þessu. Ég er bara þarna sem blaðamaður og skrifa það hvernig ég upplifi leikinn. Ég þarf að velja besta leikmanninn, þann næstbesta og svo einhvern sem átti mjög vondan dag. Ég bara skrifa um það sem ég sé. Svo á ég son í deildinni, sem spilar fyrir Val. Ég er strax farinn að hlakka til að skrifa um ÍBV-Valur. Og svo er ekki langt í ÍBV-FH, ég hef líka taugar til Fimleikafélagsins. En það er ekki hægt að hugsa svona, Ég þykist hafa eitthvað vit á þessu og skrifa bara um leikina eins og þeir koma mér fyrir sjónir.“ Besta deild karla Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
„Þannig er mál með vexti að ég flutti til Vestmannaeyja aftur og hef náttúrlega starfað fyrir fótbolta.net áður en ekki kannski akkúrat við þetta. Ég þekki Hafliða Breiðfjörð ritstjóra mjög vel og heyri í honum reglulega. Ég sló á þráðinn til hans, fyrst ég væri kominn til Eyja, hvort ég ætti ekki bara að fjalla um leikina hér fyrir fótbolti.net sem ég gerði í fyrsta skipti í gær,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Djúpa laugin sem er ekkert svo djúp Markahrókurinn og nú íþróttafréttamaðurinn segir að fotbolti.net hafi oft átt erfitt með að manna skrifin frá Eyjum og þurft að senda menn alla leið úr borginni til að skrifa um þetta. „Ég þykist vita eitthvað um þessa íþrótt, hélt að þetta væri fín hugmynd og Hafliði var því sammála. Ég mun sem sagt hér eftir, nema ég geri allt of margar skyssur, fjalla um alla heimaleiki ÍBV það sem eftir lifir tímabils. Ég held að frumraun mín hafi verið í lagi.“ Leikurinn í gær, ÍBV gegn toppliði Víkings, var grjótharður og þjálfarinn Hermann Hreiðarsson alveg hoppandi illur og hafði að þessu sinni fulla ástæðu til. Víkingar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndu uppbótartíma. Hádramatískt augnablik eins og sjá má að neðan. „Já, þetta var heimaleikur númer tvö. Þeir sendu einn úr bænum til að skrifa um leik númer eitt sem var gegn Breiðablik. Þá var ég fluga á vegg að fylgjast með því hvernig hann bar sig að, og skrifaði niður punkta. Nú var það bara að hoppa út í djúpu laugina, sem var kannski ekkert svakalega djúp en ég held að mér hafi tekist ágætlega til og mér finnst þetta skemmtilegt.“ Ekki alveg blautur á bak við eyrun Tryggvi er ekki ókunnugur fjölmiðlarekstri. Hann hefur starfað á þeim nokkrum en þá á auglýsingadeildinni. Og þá hafa verið hæg heimatökin fyrir íþróttadeildina að kalla hann inn sem álitsgjafa; á Skjá einum, RÚV og Stöð 2 Sport. Þannig að hann kemur ekki alveg blautur á bak við eyrun að þessu. „En ég hef ekki lýst leikjum. Það er allt öðru vísi. Nú er ég að skrifa um leiki og taka viðtöl. Það hef ég ekki gert áður og er alveg nýtt fyrir mig.“ En þú ert harla ánægður með þig, ert að finna þig vel í þessu nýja hlutverki? „Jájá. Ég hef alltaf verið ágætur í kjaftinum en nú er spurning hvernig ég er sem penni.“ Tryggvi hefur eitthvað fengist við þjálfun undanfarin árin og hitt og þetta í Reykjavík. „Var í hinu og þessu í Reykjavík. En það var ýmislegt sem togaði í mig og eftir að ég flutti aftur til Eyja hef ég verði að fást við þjálfun hjá ÍBV. Og ýmislegt að gerast. Kærastan er að spila með kvennaliði ÍBV og svo er ég enn að leita mér að vinnu því þetta er nú bara eitthvað til hliðar, þjálfun og þetta nýja hjá fotbolti.net.“ Kærasta Tryggva er Kristín Erna Sigurlásdóttir, Eyjamær sem skorar mörk fyrir ÍBV. Fimmtíu mörk í 156 leikjum í efstu deild. Markadrottning eins og kærastinn. Engin hætta á hlutdrægni Þú kannski hyggur á frekari frama í blaðamennskunni? „Nei, eða, það er nú bara einn leikur búinn. Ég er ekki farinn að hugsa svo langt. Ef ég tek eitthvað að mér og ég hef á tilfinningunni að það sé ekki alveg að ganga upp hjá mér, kem ég mér undan því á einhvern hátt. En þetta er mjög gaman og þetta er mitt aðal áhugamál. Kannski að þetta viðtal komi einhverju í gang,“ segir Tryggvi á léttum nótum, spurður hvort hann sé farinn að leita hófana hjá stærri fréttastofum. En er engin hætta á því að þú verðir bullandi hlutdrægur í sínum skrifum um leiki ÍBV? „Nei, alls ekki. Það er bannað í þessu. Ég er bara þarna sem blaðamaður og skrifa það hvernig ég upplifi leikinn. Ég þarf að velja besta leikmanninn, þann næstbesta og svo einhvern sem átti mjög vondan dag. Ég bara skrifa um það sem ég sé. Svo á ég son í deildinni, sem spilar fyrir Val. Ég er strax farinn að hlakka til að skrifa um ÍBV-Valur. Og svo er ekki langt í ÍBV-FH, ég hef líka taugar til Fimleikafélagsins. En það er ekki hægt að hugsa svona, Ég þykist hafa eitthvað vit á þessu og skrifa bara um leikina eins og þeir koma mér fyrir sjónir.“
Besta deild karla Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira