Er ekki best að gefa Sjálfstæðisflokknum frí? Skúli Helgason skrifar 9. maí 2023 15:30 Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa bent á að of lítið fjármagn hafi komið frá ríkinu við þessar yfirfærslur og sveitarfélögin sitji því eftir með Svarta Pétur, stórauknar skyldur en of lítið fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim með sómasamlegum hætti. . Miklar fjárfestingar en vaxtakostnaður eykst stórum Afgangur á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var 6 milljarðar í fyrra, 3 milljörðum undir áætlun þar sem frávikið skýrist að stærstum hluta af stórauknum vaxtakostnaði lána sem borgin þarf að búa við rétt eins og heimilin og fyrirtækin í landinu í kjölfarið á snaraukinni verðbólgu og afleiðingum hennar fyrir vaxtastig í landinu. Það segir sína sögu að fjármagnskostnaður borgarinnar jókst um 12 milljarða umfram áætlanir í fyrra. Borgin var rekin með afgangi á árunum 2016-2019 en eftir að COVID faraldurinn braust út hefur A hlutinn verið rekinn með halla m.a. vegna stóraukins kostnaðarauka í skólum og velferðarþjónustu og aukins fjármagnskostnaðar í tengslum við stóraukna verðbólgu og vaxtahækkanir Seðlabankans. Borgin er að taka lán ekki síst til að fjármagna fjárfestingar í grunnþjónustu við börn og aðra borgarbúa. Borgin hefur varið 21, 5 milljarði á síðustu 5 árum í uppbyggingu leikskóla og grunnskóla þar af hafa fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla fimmfaldast frá 2018 úr 571 milljón í 3100 milljónir. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sömuleiðis verið myndarleg nánar tiltekið 15,8 milljarðar á sama tímabili. Ríkið snuðar sveitarfélögin um framlög Stóra myndin í rekstri borgarinnar er að málaflokkar sem færðir hafa verið frá ríkinu eru og hafa verið vanfjármagnaðir um árabil og það er stærsta skýringin á þeim frávikum sem við sjáum í rekstrinum undanfarin misseri. Þarna munar stórum fjárhæðum en samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks frá því hann var færður frá ríki til sveitarfélaganna árið 2011 losar nú 35,6 milljarða króna bara í tilviki Reykjavíkurborgar. Hallinn vex ár frá ári, hann fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2015 var orðinn 4milljarðar 2019 og í fyrra fór hallinn í 9,3 milljarða. Það skýrir meira en helming (60%) af öllum rekstrarhalla borgarinnar í fyrra sem nam 15,6 milljörðum. Þessu til viðbótar eru fleiri mál sem tengjast vanfjármögnun ríkisins, þar munar mestu um mismunun varðandi framlög til grunnskóla og kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Reykjavíkurborg hefur gert kröfu á ríkið um greiðslu jöfnunarframlags vegna reksturs grunnskóla og framlags til kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Það er mat Reykjavíkurborgar að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að útiloka borgina frá jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þarna eru líka miklir hagsmunir undir – nánar tiltekið 5,4 milljarðar króna. Þriðja dæmið lítur að rekstri hjúkrunarheimila en skv. reglugerð eiga daggjöld ríkisins að standa undir 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Í daggjöldum til Reykjavíkurborgar vegna Droplaugarstaða og Seljahlíðar hefur hins vegar ekki fengist viðurkennt að borgarsjóður stóð undir fjárfestingum vegna þessara hjúkrunarheimila en ekki ríkið. Afstaða borgarinnar hefur verið að ríkinu beri þess vegna að, annað tveggja greiða 85% stofnkostnaðar þessara hjúkrunarheimila eins og annarra eða að greiða viðbótardaggjöld vegna þjónustuþeganna. Það hefur ekki gengið eftir og afleiðingin er sú að halli borgarinnar af rekstri þessa málaflokks hefur aukist verulega, náði í fyrsta sinn yfir 500 milljónir króna í fyrra og nemur nú 4,3 milljörðum króna uppsafnað frá árinu 2008. Komið gott? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið för í fjármálaráðuneytinu í 49 ár af síðustu 62 árum frá því viðreisnarstjórnin var mynduð árið 1959 þar af óslitið undanfarin 10 ár og sömuleiðis óslitið allar götur frá 1991 til 2009. Sjálfstæðisflokkurinn ber að mínu mati meginábyrgð á þeirri ómenningu sem einkennt hefur fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undanfarna áratugi þar sem ríkið hefur deilt og drottnað og skammtað úr hnefa of litlu fjármagni til að fjármagna grunnþjónustu sem flust hefur frá ríki til sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lengst af haldið um stjórnartaumana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga allt þar til sl. haust þegar jafnaðarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir náði kjöri sem formaður Sambandsins. Það er gleðilegt að sjá að eftirfylgni hennar, borgarstjóra og formanns borgarráðs auk einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar skilaði þeim árangri að ríkið jók sín framlög til málaflokks fatlaðs fólks um 5 milljarða í lok árs 2022 sem talið er að brúi vanfjármögnunarbilið um þriðjung og standa vonir til þess að það sem eftir stendur verði leyst innan tíðar þegar lokaniðurstaða fæst í greiningu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra á umfangi vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Skúli Helgason Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa bent á að of lítið fjármagn hafi komið frá ríkinu við þessar yfirfærslur og sveitarfélögin sitji því eftir með Svarta Pétur, stórauknar skyldur en of lítið fjármagn frá ríkinu til að mæta þeim með sómasamlegum hætti. . Miklar fjárfestingar en vaxtakostnaður eykst stórum Afgangur á rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar var 6 milljarðar í fyrra, 3 milljörðum undir áætlun þar sem frávikið skýrist að stærstum hluta af stórauknum vaxtakostnaði lána sem borgin þarf að búa við rétt eins og heimilin og fyrirtækin í landinu í kjölfarið á snaraukinni verðbólgu og afleiðingum hennar fyrir vaxtastig í landinu. Það segir sína sögu að fjármagnskostnaður borgarinnar jókst um 12 milljarða umfram áætlanir í fyrra. Borgin var rekin með afgangi á árunum 2016-2019 en eftir að COVID faraldurinn braust út hefur A hlutinn verið rekinn með halla m.a. vegna stóraukins kostnaðarauka í skólum og velferðarþjónustu og aukins fjármagnskostnaðar í tengslum við stóraukna verðbólgu og vaxtahækkanir Seðlabankans. Borgin er að taka lán ekki síst til að fjármagna fjárfestingar í grunnþjónustu við börn og aðra borgarbúa. Borgin hefur varið 21, 5 milljarði á síðustu 5 árum í uppbyggingu leikskóla og grunnskóla þar af hafa fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla fimmfaldast frá 2018 úr 571 milljón í 3100 milljónir. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur sömuleiðis verið myndarleg nánar tiltekið 15,8 milljarðar á sama tímabili. Ríkið snuðar sveitarfélögin um framlög Stóra myndin í rekstri borgarinnar er að málaflokkar sem færðir hafa verið frá ríkinu eru og hafa verið vanfjármagnaðir um árabil og það er stærsta skýringin á þeim frávikum sem við sjáum í rekstrinum undanfarin misseri. Þarna munar stórum fjárhæðum en samanlagður halli af málaflokki fatlaðs fólks frá því hann var færður frá ríki til sveitarfélaganna árið 2011 losar nú 35,6 milljarða króna bara í tilviki Reykjavíkurborgar. Hallinn vex ár frá ári, hann fór í fyrsta sinn yfir milljarð króna árið 2015 var orðinn 4milljarðar 2019 og í fyrra fór hallinn í 9,3 milljarða. Það skýrir meira en helming (60%) af öllum rekstrarhalla borgarinnar í fyrra sem nam 15,6 milljörðum. Þessu til viðbótar eru fleiri mál sem tengjast vanfjármögnun ríkisins, þar munar mestu um mismunun varðandi framlög til grunnskóla og kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Reykjavíkurborg hefur gert kröfu á ríkið um greiðslu jöfnunarframlags vegna reksturs grunnskóla og framlags til kennslu barna með íslensku sem annað tungumál. Það er mat Reykjavíkurborgar að ekki hafi verið lagaheimild fyrir því að útiloka borgina frá jöfnunarframlögum vegna reksturs grunnskóla og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þarna eru líka miklir hagsmunir undir – nánar tiltekið 5,4 milljarðar króna. Þriðja dæmið lítur að rekstri hjúkrunarheimila en skv. reglugerð eiga daggjöld ríkisins að standa undir 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila. Í daggjöldum til Reykjavíkurborgar vegna Droplaugarstaða og Seljahlíðar hefur hins vegar ekki fengist viðurkennt að borgarsjóður stóð undir fjárfestingum vegna þessara hjúkrunarheimila en ekki ríkið. Afstaða borgarinnar hefur verið að ríkinu beri þess vegna að, annað tveggja greiða 85% stofnkostnaðar þessara hjúkrunarheimila eins og annarra eða að greiða viðbótardaggjöld vegna þjónustuþeganna. Það hefur ekki gengið eftir og afleiðingin er sú að halli borgarinnar af rekstri þessa málaflokks hefur aukist verulega, náði í fyrsta sinn yfir 500 milljónir króna í fyrra og nemur nú 4,3 milljörðum króna uppsafnað frá árinu 2008. Komið gott? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið för í fjármálaráðuneytinu í 49 ár af síðustu 62 árum frá því viðreisnarstjórnin var mynduð árið 1959 þar af óslitið undanfarin 10 ár og sömuleiðis óslitið allar götur frá 1991 til 2009. Sjálfstæðisflokkurinn ber að mínu mati meginábyrgð á þeirri ómenningu sem einkennt hefur fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undanfarna áratugi þar sem ríkið hefur deilt og drottnað og skammtað úr hnefa of litlu fjármagni til að fjármagna grunnþjónustu sem flust hefur frá ríki til sveitarfélaga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lengst af haldið um stjórnartaumana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga allt þar til sl. haust þegar jafnaðarkonan Heiða Björg Hilmisdóttir náði kjöri sem formaður Sambandsins. Það er gleðilegt að sjá að eftirfylgni hennar, borgarstjóra og formanns borgarráðs auk einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar skilaði þeim árangri að ríkið jók sín framlög til málaflokks fatlaðs fólks um 5 milljarða í lok árs 2022 sem talið er að brúi vanfjármögnunarbilið um þriðjung og standa vonir til þess að það sem eftir stendur verði leyst innan tíðar þegar lokaniðurstaða fæst í greiningu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra á umfangi vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar