Munu fara fram á himinháar bætur frá Grænlendingum Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2023 13:45 Fyrirhuguð námuvinnsla átti að fara fram í Kvanefledet, ekki langt frá bænum Narsaq á suðvesturströnd Grænlands. Getty Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. Verði ekki farið að kröfum fyrirtækisins verði farið fram á 15 milljarða danskra króna í skaðabætur, rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Danska blaðið Politiken segir frá þessu en málið má rekja til ákvörðunar grænlensku heimastjórnarinnar að banna alla úranvinnslu á Grænlandi. Ástralska fyrirtækið vill meina að ákvörðun heimastjórnarinnar um að stöðva námuvinnslu fyrirtækisins hafi falið í sér brot á reglum. Málið er nú á borði sérstaks dansks gerðardóms en svo kann að fara að málið rati til almennra dómstóla. Fer námuvinnslufyrirtækið fram á að fallið verði frá banninu og að fyrirtækið fái heimild til vinnslunnar, eða þá að fá greiddar himinháar skaðabætur úr hendi danska ríkisins og Grænlands. Politiken segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að dönsk stjórnvöld greiði þriðjung alls lögfræðikostnaðar í málinu. Missir ekki svefn vegna málsins Haft er eftir Jørgen Hammeken-Holm, ráðuneytisstjóra í danska auðlindaráðuneytinu, að málið sé ekki þannig vaxið að hann missi svefn vegna þess. „Það er alþekkt að fyrirtæki líkt og þetta ástralska stefni ríkisstjórnum og fari fram á gegndarlausar skaðabætur. Því hærri upphæð, því meira er því ætlað að láta mótaðilann skjálfa á beinunum.“ Var helsta kosningamálið Námuvinnsluverkefni Greenland Minerals var helsta kosningamálið í grænlensku þingkosningunum 2021 þar sem andstæðingar verkefnisins náðu meirihluta á grænlenska þinginu og lögðu skömmu síðar bann við úranvinnslu sem varð til þess að ekkert varð úr verkefninu. Greenland Minerals hafði þá verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í Kvanefjeldet í Kuannersuit er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur fyrirhugaðrar málmvinnslunnar þar. Grænland Danmörk Námuvinnsla Tengdar fréttir Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15 Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Verði ekki farið að kröfum fyrirtækisins verði farið fram á 15 milljarða danskra króna í skaðabætur, rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Danska blaðið Politiken segir frá þessu en málið má rekja til ákvörðunar grænlensku heimastjórnarinnar að banna alla úranvinnslu á Grænlandi. Ástralska fyrirtækið vill meina að ákvörðun heimastjórnarinnar um að stöðva námuvinnslu fyrirtækisins hafi falið í sér brot á reglum. Málið er nú á borði sérstaks dansks gerðardóms en svo kann að fara að málið rati til almennra dómstóla. Fer námuvinnslufyrirtækið fram á að fallið verði frá banninu og að fyrirtækið fái heimild til vinnslunnar, eða þá að fá greiddar himinháar skaðabætur úr hendi danska ríkisins og Grænlands. Politiken segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að dönsk stjórnvöld greiði þriðjung alls lögfræðikostnaðar í málinu. Missir ekki svefn vegna málsins Haft er eftir Jørgen Hammeken-Holm, ráðuneytisstjóra í danska auðlindaráðuneytinu, að málið sé ekki þannig vaxið að hann missi svefn vegna þess. „Það er alþekkt að fyrirtæki líkt og þetta ástralska stefni ríkisstjórnum og fari fram á gegndarlausar skaðabætur. Því hærri upphæð, því meira er því ætlað að láta mótaðilann skjálfa á beinunum.“ Var helsta kosningamálið Námuvinnsluverkefni Greenland Minerals var helsta kosningamálið í grænlensku þingkosningunum 2021 þar sem andstæðingar verkefnisins náðu meirihluta á grænlenska þinginu og lögðu skömmu síðar bann við úranvinnslu sem varð til þess að ekkert varð úr verkefninu. Greenland Minerals hafði þá verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í Kvanefjeldet í Kuannersuit er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur fyrirhugaðrar málmvinnslunnar þar.
Grænland Danmörk Námuvinnsla Tengdar fréttir Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15 Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06