Persónuvernd hefur til skoðunar uppflettingar upplýsinga tveggja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 06:32 Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilhæfulausar uppflettingar í lyfjagátt. Það mál er þó ekki sama mál og það sem Persónuvernd er að skoða. Persónuvernd hefur til meðferðar eitt kvörtunarmál er varðar uppflettingar starfsmanns lyfjaverslunar á upplýsingum um tvo einstaklinga í lyfjagátt. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið. Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Þar segir að Persónuvernd hafi einnig hafið frumkvæðisathugun á því hvort Embætti landlæknis, sem starfrækir lyfjagáttina samkvæmt lyfjalögum, tryggi upplýsingaöryggi í gáttinni til samræmis við ákvæði persónuverndarlaga. Ástæðan sé sú að ekki virðist vera hægt að rekja uppflettingar til einstakra starfsmanna lyfjaverslana. „Frumkvæðisathugunin beinist ekki að tilteknum uppflettingum heldur almennt að upplýsingaöryggi gáttarinnar. Málið er í andmælaferli sem stendur,“ segir í svörum Persónuverndar. Þar segir einnig að Persónuvernd hafi átt fund með Embætti landlæknis og Lyfjastofnun þann 3. febrúar síðastliðinn þar sem upplýsingaöryggi lyfjagáttarinnar var til umræðu. Voru stofnanirnar upplýstar um að Persónuvernd myndi framhaldinu meta þörf á eftirlitsaðgerðum. Þær væru nú hafnar með áðurnefndri frumkvæðisathugun. Brot á lögbundinni þagnarskyldu Vísir greindi frá því í gær að fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefði verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Morgunblaðið sagðist þá hafa gögn sem sýndu að starfsmaðurinn hefði flett upp upplýsingum um þjóðþekkta einstaklinga. Það mál er ekki málið sem Persónuvernd hefur til skoðunar. Það var tekið til athugunar eftir að kvartanir bárust frá þeim sem var flett upp en stofnuninni hefur enn sem komið er ekki borist formleg kvörtun vegna Lyfjumálsins. „Lyfju barst erindi sem snýr að tilefnislausum uppflettingum fyrrum starfsmanns í lyfjaávísanagátt fyrir þó nokkru síðan en samdægurs upplýsti Lyfja Persónuvernd um málið og óskaði eftir aðstoð embættis Landlæknis við rannsókn þess,“ segir í svörum Lyfju við fyrirspurn Vísis. „Tilefnislaus uppfletting í lyfjaávísanagátt er brot á lögbundinni þagnarskyldu, en slík brot heyra undir viðeigandi eftirlitsstofnanir. Lyfja beinir slíkum málum í lögbundinn farveg, þar á meðal með kæru til lögreglu og tilkynningu til Lyfjastofnunar, viðkomandi stofnanir taka síðan ákvörðun um framhald málsins.“ Í svörunum segir að öryggi viðskiptavina skipti Lyfju öllu máli og mikið sé lagt upp úr því að gæta trúnaðar. Stuðst sé við öryggisráðstafanir sem séu í sífelldri þróun til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og allir starfsmenn undirriti trúnaðaryfirlýsingar þegar þeir hefja störf. „Aðgangur að lyfjaávísanagátt er nauðsynlegur svo starfsmenn Lyfju geti sinnt hlutverki sínu, en slíkur aðgangur er takmarkaður, aðgangsstýrður og uppflettingar eru skjalfestar. Lyfja lítur málið alvarlegum augum, en áréttar að um einangrað tilvik virðist vera að ræða og getur ekki tjáð sig um málefni einstakra fyrrverandi starfsmanna, umfram framangreint.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurnir á Embætti landlæknis og Lyfjastofnun og óskað svara um fjölda áþekkra mála sem hafa verið tilkynnt, fjölda þeirra einstaklinga sem hefur verið flett upp og til hvaða ráðstafana, ef einhverra, verður gripið.
Heilbrigðismál Lyf Persónuvernd Lögreglumál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira