Stór þáttur í að fá Aron heim en orðið „stutt í snörunni“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 15:35 Sigursteinn Arndal hefur stýrt FH síðustu fjögur ár. Vísir/Hulda Margrét Í nýjasta þætti Handkastsins veltu menn fyrir sér stöðu Sigursteins Arndal, þjálfara karlaliðs FH, eftir fjórða titlalausa tímabil liðsins undir hans stjórn. Ljóst sé að liðinu sé ætlað að vinna titla á næstu árum, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar. Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“ Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“
Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira