Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Sæberg skrifa 14. maí 2023 14:45 Stuðningsmenn Tindastóls létu snjókomuna ekki stoppa sig. Aðsend Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15. Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15.
Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira