„Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 23:31 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Stöð 2 Íþróttasamband Íslands hefur miklar áhyggjur af ólöglegum veðmálafyrirtækjum sem starfi hér á landi. Áætlað er að 20-30 milljarðar króna fari til slíkra fyrirtækja á hverju ári og mikilvægt að stjórnvöld spyrni við fótum. „Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum. ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira
„Við vorum með íþróttaþing ÍSÍ núna síðustu helgi. Þar var samþykkt ályktun, eða áskorun, til stjórnvalda að bregðast við þessu. Það eru alveg leiðir til að taka ákveðin skref, við sjáum í löndunum í kringum okkur að bæði er hægt að loka á ákveðnar vefsíður, það er hægt að bæta greiðslustreymi á sér stað og jafnvel stöðva greiðslur til ákveðinna aðila,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það sem skiptir máli í þessu er ekki aðeins þetta fjármagn heldur einnig þessi ábyrga spilamennska. Við sjáum til dæmis í Íslenskum getraunum og Íslenskri getspá, þar er verið að bregðast við og reyna uppfylla ákveðna staðla svo þetta sé innan ákveðinna marka. Við erum ekki að sjá það í netspili eða spilakössum. Þar er áhyggjuefnið sem við erum að horfa til, það verður að gera eitthvað í þessu máli.“ Klippa: Andri Stefánsson: Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi Um er að ræða gríðarlega mikla fjármuni. „Það sýnir að það verið að spila fyrir ótrúlegustu upphæðir og þetta er oft ungt fólk. Maður veit ekkert hvað maður á að segja þegar maður heyrir þessar tölur. Í samhengi við það sem íþróttahreyfingin er að gera dagsdaglega er ótrúlegt að svona miklir fjármunir fari í þetta.“ „Ekki þar með sagt að þessir peningar væru allir að fara inn í íþróttastarfið eða íslenskt þjóðfélag. Verða alltaf leiðir til að fara framhjá einhverju en engu að síður, verður að gera eitthvað til að reyna minnka þetta eða koma böndum á þessa hluti.“ „Það á að taka á því sem ólöglegt er á Íslandi. Það á ekki að vera heimild að stunda ólöglega starfsemi, hvernig sem hún er, á Íslandi.“ Hvað er til ráða? „Fyrsta lagi væri hægt að bregðast við þessu með að stöðva þetta með einhverjum hætti. Á sama tíma væri hægt að leyfa því sem er löglegt innan Íslands að bjóða upp á fleiri möguleika. Það eru takmarkanir hvað má bjóða upp á, þekki ekki alveg alla möguleikana þar en engu að síður hefur íþróttahreyfingin ábyrgð. Þetta tengist íþróttaleikjum og við viljum sýna fordæmi og hvetja stjórnvöld til að taka á þessu máli.“ Á Andri von á því að það verði gert? „Ég vona það innilega. Treysti því að þeir sem eru í fararbroddi hugsi um hag þjóðarinnar. Þetta er ekki í lagi og það verður einhver að stíga inn. Það hafa vinnuhópar verið að skoða þessi mál og forseti ÍSÍ (Lárus L. Blöndal) hefur meðal annars sagt skoðun sína á þessu máli, og fleiri. Vona virkilega að stjórnvöld taki næstu skref,“ sagði Andri Stefánsson að lokum.
ÍSÍ Fjárhættuspil Tengdar fréttir Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira
Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. 18. apríl 2023 10:24
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti