„Hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 09:19 Kjartan Henry Finnbogason útskýrir olnbogaskotið fyrir fórnarlambinu Nikolaj Hansen. S2 Sport Það var mikill hiti í mönnum í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og eftir leikinn töluðu báðir þjálfarar liðanna, Arnar Gunnlaugsson og Heimir Guðjónsson, um grófan leik andstæðinganna. Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira