Valsmenn nýttu ekki alla miða og Króksarar hrósa happi Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 12:00 Stuðningsmenn Tindastóls hafa sett mikinn svip á úrslitakeppnina í körfubolta síðustu ár og gætu í kvöld mögulega fagnað Íslandsmeistaratitli í fyrsta sinn. VÍSIR/VILHELM Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum á leik Tindastóls og Vals í kvöld, þar sem Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn. Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Ljóst er að hvert sæti verður skipað og rúmlega það í Síkinu í kvöld enda uppselt á leikinn líkt og aðra leiki í úrslitaeinvíginu til þessa. Tindastólsmenn seldu miða á leikinn í gær og stóð fólk í langri röð eftir miðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Mun færri fengu miða en vildu, eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. Klippa: Röðin í miðasöluna í Síkinu Í dag hafa hins vegar allir ársmiðahafar sem þess óskuðu fengið miða á leikinn, eftir að Valsmenn nýttu ekki þann miðafjölda sem þeim bauðst. Valsmenn áttu reglum samkvæmt rétt á 30% þeirra miða sem seldir eru og höfðu frest til klukkan 19.15 í gærkvöld til að nýta sér það. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Valsmenn hefðu ekki nýtt alla sína miða og þannig hefði verið hægt að gleðja hluta af þeim Skagfirðingum sem misst hefðu af miðum í gær. Klippa: Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur kvaðst að öðru leyti ekki ætla að ræða við fjölmiðla í dag. Hann gat því ekki svarað því hve margt fólk yrði í Síkinu í kvöld eða hvernig dreifingu miða hefði verið nákvæmlega háttað. Samkvæmt opinberum upplýsingum á vef KKÍ voru 1.500 manns á síðasta leik Tindastóls og Vals í Síkinu, þegar einnig var uppselt á leikinn. Samkvæmt sama vef sáu 2.300 manns þegar Tindastóll vann Val á föstudagskvöld og kom sér í 2-1 í einvíginu. Grímur Atlason, fjölmiðlafulltrúi Vals, sagðist ekki hafa upplýsingar um nákvæmlega hve mikill fjöldi miða hefði staðið Valsmönnum til boða í gær, og þar með hve margir voru ekki nýttir, en sagði að stuðningur við liðið yrði góður í kvöld og mætingin betri en áður á Sauðárkrók. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45 Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44 Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. 14. maí 2023 14:45
Króksarar fjölmenntu á Ölver fyrir leik: „Skagfirsk stemning eins og hún gerist best“ Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastóli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Andri Már Eggertsson fór á stúfana og tók púlsinn á stemningunni fyrir leik. 12. maí 2023 18:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20