Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. maí 2023 09:00 Við lestur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar vekur athygli hve ómarkvisst og lítið ríkisstjórnin berst gegn verðbólgunni. Þann slag eiga aðrir að taka. Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun: „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti.“ Hér er beðið um hjálp frá ríkisstjórninni og stefnu í ríkisfjármálunum í baráttuni gegn verðbólgunni. Fjármálaráðherra skilar auðu varðandi aðgerðir gegn verðbólgu. Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu að fjármálaáætlun sem gerir lítið til að sporna gegn verðbólgu, boðar hnignun velferðarkerfisins og hunsar vaxandi vanda okkar fátækustu samfélagshópa, eldri borgara og öryrkja. Að leggjast á sveif með Seðlabankanum gegn verðbólgunni Í fjármálaáætlun fjallar fjármálaráðherra um baráttuna sem sameiginlegt verkefni. Þar segir: „Til skemmri tíma er fjármálaáætlun því ætlað að leggjast á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu sem fyrst aftur að markmiði.“ Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leggjast á sveif með Seðlabankanum í baráttunni gegn verðbólgunni? Hækka á tekjuskatt lögaðila um eitt prósent, einungis á árinu 2024. Ekki á að hækka bankaskattinn, þrátt fyrir tugmilljarða hagnað bankanna í samkeppnislausu rekstrarumhverfi. (Ríkið, stærsti bankaeigandinn, er þar stefnulaust.) Hækka á veiðigjaldið á seinni árum áætlunarinnar, enginn veit hvenær eða hve mikið. Lækka á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði úr 60% í 35%. Aðhaldskrafa er hækkuð úr einu í tvö prósent, sem er varla aðgerð sem slær á verðbólguna. Leggja á 0,5% aðhaldskröfu á skóla, sem er varhugavert í ljósi þess hve höllum fæti menntakerfið stendur á alþjóðavísu. Allar aðrar aðgerðir eru þegar boðaðar aðgerðir sem nú eru kynntar sem úrræði gegn verðbólgunni. Það eru hækkun fiskeldisgjalds; samdráttur í stuðningi við rafbílavæðingu og fækkun fermetra Stjórnarráðsins. Þetta eru áform sem hafa legið fyrir frá kosningum og slá varla á verðbólguna. Sameining stofnana er í raun löngu fyrirhuguð og kemur fram í stjórnarsáttmálanum og með stafrænni umbreytingu er ýjað að því að einungis þurfi að endurráða í helming þeirra stöðugilda hjá ríkinu sem losna við eftirlaunaaldur á næstu fimm árum. Er stór hluti ríkisstarfsmanna í raun óþarfur? Augljóst er að þessar aðgerðir gera ekkert í baráttunni gegn verðbólgunni enda ekki til sá dómbæri aðili sem telur þær skipta einhverju máli. ASÍ, SA og fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysið sem felst í fjármálaáætlun og skal engan undra. Félagslegar hörmungar handan við hornið Við verðum að ná verðbólgunni niður strax á þessu ári ef við ætlum að ná að vernda fjölskyldur í landinu. Að öðrum kosti munu lífskjör stórlega rýrna hjá stórum hópum í samfélaginu, fátækt mun aukast og hætta er á að fjölskyldur missi heimili sín með þeim félagslegu hörmungum sem því fylgja. Ríkisstjórn, sem gerir ekkert til að berjast gegn verðbólgu, ber að fara frá. Flokkur fólksins hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi aðgerða gegn verðbólgu en ríkisstjórnin þráast við og ætlar að sitja aðgerðalaus andspænis verðbólgunni. Flokkur fólksins hefur lagt til fjölda aðgerða sem myndu vinna gegn verðbólgunni en því miður hafa ríkisstjórnarflokkarnir lítinn áhuga á hugmyndum annarra. Við höfum lagt til frystingu á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána, hækkun bankaskatts, hækkun veiðigjalda, húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, leigubremsu, frystingu krónutöluskatta, átak í uppbyggingu húsnæðis og fleiri atriði má nefna. Stefnuleysi stjórnvalda er ógn við almenning Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum, sem vekur spurningar um hvað hún ætli sér, annað en að sitja við völd valdanna vegna. Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans bitna verst á skuldsettum heimilum, fólki sem er að greiða af húsnæðislánum sínum. Þar er byrðunum misskipt. Eignaminna fólk, millitekjuhópar og þeir tekjulægstu, taka á sig byrðar verðbólgunnar. Það er kostnaðurinn sem almenningur þarf að bera af stefnulausri ríkisstjórn á verðbólgutímum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lestur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar vekur athygli hve ómarkvisst og lítið ríkisstjórnin berst gegn verðbólgunni. Þann slag eiga aðrir að taka. Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun: „Við því þurfum við að bregðast. Öll hjálp sem við fáum frá fjárlögum ríkisins er vel þegin en við erum ekki að bíða eftir því, með neinum hætti.“ Hér er beðið um hjálp frá ríkisstjórninni og stefnu í ríkisfjármálunum í baráttuni gegn verðbólgunni. Fjármálaráðherra skilar auðu varðandi aðgerðir gegn verðbólgu. Hann hefur lagt fram á Alþingi tillögu að fjármálaáætlun sem gerir lítið til að sporna gegn verðbólgu, boðar hnignun velferðarkerfisins og hunsar vaxandi vanda okkar fátækustu samfélagshópa, eldri borgara og öryrkja. Að leggjast á sveif með Seðlabankanum gegn verðbólgunni Í fjármálaáætlun fjallar fjármálaráðherra um baráttuna sem sameiginlegt verkefni. Þar segir: „Til skemmri tíma er fjármálaáætlun því ætlað að leggjast á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu sem fyrst aftur að markmiði.“ Hvernig ætlar ríkisstjórnin að leggjast á sveif með Seðlabankanum í baráttunni gegn verðbólgunni? Hækka á tekjuskatt lögaðila um eitt prósent, einungis á árinu 2024. Ekki á að hækka bankaskattinn, þrátt fyrir tugmilljarða hagnað bankanna í samkeppnislausu rekstrarumhverfi. (Ríkið, stærsti bankaeigandinn, er þar stefnulaust.) Hækka á veiðigjaldið á seinni árum áætlunarinnar, enginn veit hvenær eða hve mikið. Lækka á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði úr 60% í 35%. Aðhaldskrafa er hækkuð úr einu í tvö prósent, sem er varla aðgerð sem slær á verðbólguna. Leggja á 0,5% aðhaldskröfu á skóla, sem er varhugavert í ljósi þess hve höllum fæti menntakerfið stendur á alþjóðavísu. Allar aðrar aðgerðir eru þegar boðaðar aðgerðir sem nú eru kynntar sem úrræði gegn verðbólgunni. Það eru hækkun fiskeldisgjalds; samdráttur í stuðningi við rafbílavæðingu og fækkun fermetra Stjórnarráðsins. Þetta eru áform sem hafa legið fyrir frá kosningum og slá varla á verðbólguna. Sameining stofnana er í raun löngu fyrirhuguð og kemur fram í stjórnarsáttmálanum og með stafrænni umbreytingu er ýjað að því að einungis þurfi að endurráða í helming þeirra stöðugilda hjá ríkinu sem losna við eftirlaunaaldur á næstu fimm árum. Er stór hluti ríkisstarfsmanna í raun óþarfur? Augljóst er að þessar aðgerðir gera ekkert í baráttunni gegn verðbólgunni enda ekki til sá dómbæri aðili sem telur þær skipta einhverju máli. ASÍ, SA og fleiri hafa gagnrýnt aðgerðaleysið sem felst í fjármálaáætlun og skal engan undra. Félagslegar hörmungar handan við hornið Við verðum að ná verðbólgunni niður strax á þessu ári ef við ætlum að ná að vernda fjölskyldur í landinu. Að öðrum kosti munu lífskjör stórlega rýrna hjá stórum hópum í samfélaginu, fátækt mun aukast og hætta er á að fjölskyldur missi heimili sín með þeim félagslegu hörmungum sem því fylgja. Ríkisstjórn, sem gerir ekkert til að berjast gegn verðbólgu, ber að fara frá. Flokkur fólksins hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi aðgerða gegn verðbólgu en ríkisstjórnin þráast við og ætlar að sitja aðgerðalaus andspænis verðbólgunni. Flokkur fólksins hefur lagt til fjölda aðgerða sem myndu vinna gegn verðbólgunni en því miður hafa ríkisstjórnarflokkarnir lítinn áhuga á hugmyndum annarra. Við höfum lagt til frystingu á höfuðstól verðtryggðra íbúðalána, hækkun bankaskatts, hækkun veiðigjalda, húsnæðisliðinn út úr vísitölunni, leigubremsu, frystingu krónutöluskatta, átak í uppbyggingu húsnæðis og fleiri atriði má nefna. Stefnuleysi stjórnvalda er ógn við almenning Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum, sem vekur spurningar um hvað hún ætli sér, annað en að sitja við völd valdanna vegna. Gríðarlegar vaxtahækkanir Seðlabankans bitna verst á skuldsettum heimilum, fólki sem er að greiða af húsnæðislánum sínum. Þar er byrðunum misskipt. Eignaminna fólk, millitekjuhópar og þeir tekjulægstu, taka á sig byrðar verðbólgunnar. Það er kostnaðurinn sem almenningur þarf að bera af stefnulausri ríkisstjórn á verðbólgutímum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar