Um ólögmæti verðtryggðra lánasamninga Örn Karlsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka. Stjórnvöld, dómstólar, Seðlabankinn, hagfræðideildir háskólanna, Umboðsmaður Alþingis og fjármálastofnanir standa í þeirri meiningu að þannig virki einmitt framkvæmd verðtryggingar á neytendamarkaði Íslands. Almenningur er á öðru máli, hann finnur á eigin skinni að eitthvað er bogið við verðtryggð lán. Alla þessa öld og lengur hefur almenningur þegar hann er spurður í könnunum viljað verðtryggingu feiga. Nálægt 80% almennings svarar að jafnaði með þeim hætti. Nú er spurning hvort elítan eða almenningur hefur rétt fyrir sér? Í fullkomnu lýðræði þyrfti ekki að svara spurningunni, þá réði almenningur og verðtrygging væri fyrir löngu afnumin á neytendamarkaði. En við lifum ekki við slíkt lýðræði og því er nauðsynlegt að kryfja málið til mergjar. Hvað er verðbólga? Hugtakið „verðbólga“ þvælist oft fyrir fólki og stofnunum sem fjalla um þessi mál. Er verðbólga hið peningatengda fyrirbrigði þegar mynt hagkerfis rýrnar í kjölfar þenslu peningamagnsins umfram vöxt hagkerfisins eða er verðbólga allar verðbreytingar sem vísitala neysluverðs nemur? Hér er stór munur á. Ónákvæmni vinnubragða hagfræðimenntaðra manna hefur leitt til að hugtakið verðbólga nær yfir hrærigraut illa skilgreindra fyrirbæra. Það er vaxandi tilhneiging til að skilgreina verðbólgu sem hækkun vísitölu neysluverðs. Úr því svo er komið er nauðsynlegt að greina verðbólguþætti eftir eðli þeirra. Vísitala neysluverðs, sem ákvarðar lögskiptin í verðtryggðum lánasamningum hækkar af þrennum eðlisólíkum orsökum: A vegna klassísku verðbólgunnar þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar. (A verðbólga) B þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (B verðbólga) C vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. (C verðbólga) Auðvitað sósast verðbólguþættirnir saman í raunheimi. Peningahagfræðin viðurkennir að verðbólguþættirnir hafi ólíkt eðli. B verðbólga er óháð breytingum á virði gjaldmiðils á meðan A verðbólga er afleiðing rýrnunar gjaldmiðils. Fyrir seðlabanka er nauðsynlegt að einangra A verðbólguna því hún er mælikvarði á rýrnun gjaldmiðils og grundvallarviðmið í peningastjórn. Í þessum tilgangi eru reiknaðar kjarnavísitölur auk þess sem stærstu seðlabankarnir tölfræðigreina verðbreytingarflóruna til að sigta út hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem er þá jafnframt besta nálgun á rýrnun gjaldmiðilsins. Hvaða verkun hafa verðtryggðir lánasamningar í B verðbólgu? Með ofangreint í huga blasir auðvitað við að við framkvæmd verðtryggingar á Íslandi leiðréttast skuldir ekki í samræmi við rýrnun myntarinnar þegar B verðbólga er ríkjandi. En þurfum við að hafa áhyggjur af því? Er B verðbólgan ekki iðulega lítið brot verðbólgunnar? Jú við þurfum að hafa áhyggjur, því oft er B verðbólga tengd vörum sem hafa mjög mikið vægi í vörukörfu vísitölunnar, t.d. húsnæði og olíuvörum. Rifjum upp að B verðbólga stafar ekki frá rýrnun greiðslumyntarinnar en hún leiðir engu að síður til hækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrif verðtryggingar í B verðbólgu leiða því til hækkunar verðtryggðra skulda að raunvirði. Raunverulegar eignir skuldara eru þá færðar lánadrottnum á silfurfati þvert á tilganginn með verðtryggingu. Í B verðbólgu hætta verðtryggðir lánasamningar að þjóna tilgangi sínum og snúast í andhverfu sína. Hvernig má lýsa verðtryggðum lánasamningum? Í A verðbólgu leiðrétta verðtryggðir lánasamningar rýrnun greiðslumyntar og tryggja lánadrottni sömu verðmæti til baka. Í B verðbólgu breytast verðtryggðir lánasamningar úr leiðréttingarsamningum í afleiðusamninga sem færa lánadrottnum eignir skuldara á silfurfati. Þessi verkun verðtryggðra lánasamninga í B verðbólgu gengur þvert á tilgang laga um vexti og verðtryggingu og stangast jafnframt á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt er jafnframt að benda á að afleiðusamningar eru óheimilir á neytendamarkaði samkvæmt Evrópurétti. Þekkjum við dæmi um B verðbólgu? Upphaf þess verðbólgutímabils sem við lifum nú má rekja til hækkunar húsnæðisverðs. Húsnæðisverðið reis óháð breytingum á virði krónunnar. Húsnæðisverð reis því að raunvirði. Atvikið sem leiddi til hækkunarinnar var vaxtalækkun Seðlabankans. Lítt krefjandi lánþegaskilyrði og lækkun bindiskyldu bankanna studdu jafnframt við mikla eftirspurn og þar með verðhækkun. Á fyrstu misserum núverandi verðbólgutímabils mokaði verðtryggingin því raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Þessi eignaupptaka var að sjálfsögðu ólögleg. Ekkert réttlætir slíka eignaupptöku, sér í lagi er hún ógeðfeld í ljósi þess að hún bitnar verst á fátækustu fjölskyldum samfélagsins. Í raun má líkja íslenskri verðtryggingu við kúgunartæki þegar B verðbólga er partur verðbólgunnar. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Karlsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka. Stjórnvöld, dómstólar, Seðlabankinn, hagfræðideildir háskólanna, Umboðsmaður Alþingis og fjármálastofnanir standa í þeirri meiningu að þannig virki einmitt framkvæmd verðtryggingar á neytendamarkaði Íslands. Almenningur er á öðru máli, hann finnur á eigin skinni að eitthvað er bogið við verðtryggð lán. Alla þessa öld og lengur hefur almenningur þegar hann er spurður í könnunum viljað verðtryggingu feiga. Nálægt 80% almennings svarar að jafnaði með þeim hætti. Nú er spurning hvort elítan eða almenningur hefur rétt fyrir sér? Í fullkomnu lýðræði þyrfti ekki að svara spurningunni, þá réði almenningur og verðtrygging væri fyrir löngu afnumin á neytendamarkaði. En við lifum ekki við slíkt lýðræði og því er nauðsynlegt að kryfja málið til mergjar. Hvað er verðbólga? Hugtakið „verðbólga“ þvælist oft fyrir fólki og stofnunum sem fjalla um þessi mál. Er verðbólga hið peningatengda fyrirbrigði þegar mynt hagkerfis rýrnar í kjölfar þenslu peningamagnsins umfram vöxt hagkerfisins eða er verðbólga allar verðbreytingar sem vísitala neysluverðs nemur? Hér er stór munur á. Ónákvæmni vinnubragða hagfræðimenntaðra manna hefur leitt til að hugtakið verðbólga nær yfir hrærigraut illa skilgreindra fyrirbæra. Það er vaxandi tilhneiging til að skilgreina verðbólgu sem hækkun vísitölu neysluverðs. Úr því svo er komið er nauðsynlegt að greina verðbólguþætti eftir eðli þeirra. Vísitala neysluverðs, sem ákvarðar lögskiptin í verðtryggðum lánasamningum hækkar af þrennum eðlisólíkum orsökum: A vegna klassísku verðbólgunnar þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar. (A verðbólga) B þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (B verðbólga) C vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. (C verðbólga) Auðvitað sósast verðbólguþættirnir saman í raunheimi. Peningahagfræðin viðurkennir að verðbólguþættirnir hafi ólíkt eðli. B verðbólga er óháð breytingum á virði gjaldmiðils á meðan A verðbólga er afleiðing rýrnunar gjaldmiðils. Fyrir seðlabanka er nauðsynlegt að einangra A verðbólguna því hún er mælikvarði á rýrnun gjaldmiðils og grundvallarviðmið í peningastjórn. Í þessum tilgangi eru reiknaðar kjarnavísitölur auk þess sem stærstu seðlabankarnir tölfræðigreina verðbreytingarflóruna til að sigta út hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem er þá jafnframt besta nálgun á rýrnun gjaldmiðilsins. Hvaða verkun hafa verðtryggðir lánasamningar í B verðbólgu? Með ofangreint í huga blasir auðvitað við að við framkvæmd verðtryggingar á Íslandi leiðréttast skuldir ekki í samræmi við rýrnun myntarinnar þegar B verðbólga er ríkjandi. En þurfum við að hafa áhyggjur af því? Er B verðbólgan ekki iðulega lítið brot verðbólgunnar? Jú við þurfum að hafa áhyggjur, því oft er B verðbólga tengd vörum sem hafa mjög mikið vægi í vörukörfu vísitölunnar, t.d. húsnæði og olíuvörum. Rifjum upp að B verðbólga stafar ekki frá rýrnun greiðslumyntarinnar en hún leiðir engu að síður til hækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrif verðtryggingar í B verðbólgu leiða því til hækkunar verðtryggðra skulda að raunvirði. Raunverulegar eignir skuldara eru þá færðar lánadrottnum á silfurfati þvert á tilganginn með verðtryggingu. Í B verðbólgu hætta verðtryggðir lánasamningar að þjóna tilgangi sínum og snúast í andhverfu sína. Hvernig má lýsa verðtryggðum lánasamningum? Í A verðbólgu leiðrétta verðtryggðir lánasamningar rýrnun greiðslumyntar og tryggja lánadrottni sömu verðmæti til baka. Í B verðbólgu breytast verðtryggðir lánasamningar úr leiðréttingarsamningum í afleiðusamninga sem færa lánadrottnum eignir skuldara á silfurfati. Þessi verkun verðtryggðra lánasamninga í B verðbólgu gengur þvert á tilgang laga um vexti og verðtryggingu og stangast jafnframt á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt er jafnframt að benda á að afleiðusamningar eru óheimilir á neytendamarkaði samkvæmt Evrópurétti. Þekkjum við dæmi um B verðbólgu? Upphaf þess verðbólgutímabils sem við lifum nú má rekja til hækkunar húsnæðisverðs. Húsnæðisverðið reis óháð breytingum á virði krónunnar. Húsnæðisverð reis því að raunvirði. Atvikið sem leiddi til hækkunarinnar var vaxtalækkun Seðlabankans. Lítt krefjandi lánþegaskilyrði og lækkun bindiskyldu bankanna studdu jafnframt við mikla eftirspurn og þar með verðhækkun. Á fyrstu misserum núverandi verðbólgutímabils mokaði verðtryggingin því raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Þessi eignaupptaka var að sjálfsögðu ólögleg. Ekkert réttlætir slíka eignaupptöku, sér í lagi er hún ógeðfeld í ljósi þess að hún bitnar verst á fátækustu fjölskyldum samfélagsins. Í raun má líkja íslenskri verðtryggingu við kúgunartæki þegar B verðbólga er partur verðbólgunnar. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun