„Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 22:30 Ederson, Pep Guardiola og Kyle Walker fagna að leik loknum. Mateo Villalba/Getty Images Pep Guardiola viðurkenndi að leikmenn hans myndu fá að fagna því að Manchester City væri komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fagnaðarlætin verða þó ekki of löng þar sem Man City getur tryggt sér enska meistaratitilinn á sunnudag. Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira