Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 22:12 Pavel með bikarinn í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. „Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls. Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
„Bara frábærlega, auðvitað, sagði Pavel í viðtali þegar Stefán Árni Pálsson hvernig tilfinningin væri í leikslok. „Ég er þakklátur fyrir að sjá þetta, ég vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna. Egósentríska hugsunin mín var að sjá þetta. Ég var að horfa á konuna mína uppi í Lollastúku, hún er búin að vera algjör hetja í gegnum þetta. Ég er svolítið þar núna,“ sagði Pavel í viðtali við Stefán Árna Pálsson strax að leik loknum í kvöld. Pavel var hálf klökkur í viðtalinu við Stefán Árna en minntist á fólkið í Skagafirði sem væri búið að bíða eftir titlinum. „Tindastóll, ég er bara farþegi og mig langar bara að upplifa og vera þeirra megin í þessu. Allir þeir sem spiluðu í ár og þessi tíu ára saga, það eru þeir sem eiga skilið að eiga þessa stund.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru magnaðir í kvöld og stemmningin í Origo-höllinni var stórkostleg. Er hægt að tapa með svona stuðningi? „Það er alveg hægt að tapa en það er ótrúlega gaman að vinna fyrir svona stuðning. Ég held að það sé meira hvetjandi en hitt. Það er bara þannig að þetta er rosalega einlægur stuðningur. Þetta fólk er búið að vera í einn og hálfan mánuð að taka sér frí frá vinnu, vera þreytt, reyna og gera og ég hlakka til að leyfa þeim að njóta.“ Keyshawn Woods setti niður þrjú vítaskot á ögurstundu í kvöld og Pavel var sáttur við að leikurinn myndi ráðast á þann hátt. „Ég var ekki rólegur að hann myndi setja skotin niður en mér leið vel að leikurinn væri þarna, mér leið vel að leikurinn réðist á þessu. Annaðhvort liðið vinnur, kúl. Það leið mér vel með. Guð blessi hann, þetta var hart, mjög hart hjá honum.“ Að endingu var Pavel spurður að því hvort hann yrði áfram þjálfari Tindastóls en hann tók við þjálfun liðsins í janúar. Hann sagði það óljóst. „Ég verð áfram hér í kvöld, ég veit það ekki. Ég þarf bara að gera upp við mig hvort þetta sé eitthvað sem ég vill halda áfram í,“ sagði þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira