Málefnaleg mjólkurumræða Margrét Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 09:30 Undanfarna daga hefur verðlagning á mjólk og mjólkurvörum verið nokkuð til umræðu. Því miður hefur skort að málin séu skoðuð út frá raungögnum og hefur umræðan fremur einkennst af vanþekkingu, röngum tölum og jafnvel popúlisma, þar sem íslensk mjólkurframleiðsla virðist gerð að hinum sameiginlega óvini, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér og skilað bættum ávinningi til bæði neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði. Rangfærslur á rangfærslur ofan Grein sem formaður Viðreisnar birti á Vísi 15. maí sl. er gott dæmi um slíkt óvandað innlegg í umræðuna. Rangfærslurnar þar eru margar. Þar segir m.a. að „Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra”. Það er einfaldlega rangt. Auðhumla skilaði hagnaði upp á 461 m.kr. í fyrra sem var samdráttur um 50% frá árinu áður. Þessu er auðveldlega hægt að fletta upp í samstæðuársreikningi samvinnufélagsins. Því er einnig haldið fram að Auðhumla hafi „í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi.“ Þetta er líka rangt. Öllum er frjálst að safna mjólk á Íslandi og ekkert kemur í veg fyrir að aðrar afurðastöðvar eigi bein viðskipti við bændur í stað þess að versla hrámjólk frá Auðhumlu. Auðhumla ber hins vegar þá skyldu að safna allri mjólk sem óskað er eftir. Þá segir í greininni að verðlagsnefnd búvara sé „ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“ Þetta er einnig rangt. Verðlagsnefnd ákveður vissulega heildsöluverð á ákveðnum mjólkurvörum, byggt á verðhækkunum til bænda og rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði, en svo er það smásalans að ákveða álagningu og þar með endanlegt útsöluverð vörunnar. Enn er haldið áfram og heldur formaðurinn því fram að hún treysti bændum “til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér”. Það er reyndar nákvæmlega það sem bændur eru að gera með því að reka sameiginlega félag sitt Auðhumlu, sem á svo 80% í Mjólkursamsölunni á móti Kaupfélagi Skagfirðinga, sem m.a. skagfirskir kúabændur eru aðilar að. Þannig er seint hægt að tala um Auðhumlu og Mjólkursamsöluna sem milliliði því þessi fyrirtæki eru í eigu bændanna sjálfra og þeirra tæki til að gera einmitt nákvæmlega það sem Viðreisn vill treysta bændum fyrir að gera. Það er synd að fyrrum landbúnaðarráðherra þekki málin ekki betur en umrædd grein ber með sér. Mikilvægi verðlagsnefndar Inntak og eðli starfsumhverfis mjólkurframleiðslu á Íslandi miðar -líkt og í öðrum löndum- að því að innanlandseftirspurn eftir mjólkurvörum sé fyrst og fremst haldið uppi af íslenskum framleiðendum, um 500 fyrirtækjum um land allt. Mjólkurframleiðslan er burðarás í íslenskum landbúnaði og byggðafestu víða um land og leikur verðlagsnefndin stórt hlutverk í þeirri stöðu. Ákvarðanir nefndarinnar tryggja að allir kúabændur, hvar sem þeir eru staddir á landinu, fá greitt sama verð fyrir sína mjólkurframleiðslu og á sama hátt að kaupendur mjólkurvara greiði sama heildsöluverð hvar sem þeir eru á landinu. Verð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst á Íslandi Það er vissulega rétt að smásöluverð í flokknum mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 12,1% sl. 12 mánuði, á sama tíma og verðbólga á Íslandi stendur í 9,9%. En það má halda því fram að verðlagsnefndin hafi einmitt haldið aftur af verðhækkunum á mjólk hérlendis. Sé litið til tímabilsins frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkurframleiðenda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkurframleiðenda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðarhækkanir sama eðlis. Þá er það líka staðreynd að hvergi innan ESB hafa mjólkurvörur hækkað minna en á Íslandi sl. 12 mánuði. En hvers vegna er verð á mjólk að hækka og hvers vegna umfram almennt verðlag á Íslandi? Jú, vegna þess að verð á helstu aðföngum sem þarf til mjólkurframleiðslu hafa hækkað langt umfram verðbólgu á Íslandi. Og það eru þær kostnaðarverðshækkanir sem verðlagsnefnd tekur mið af við ákvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi áhrif á heildsöluverð mjólkurvara. Samkvæmt verðlagsgrundvelli er sem dæmi metin hækkun á kjarnfóðri sl. 12 mánuði 17,1% og dísilolíu 37,4%. Sé litið til verðþróunar frá desember 2021 hefur áburður hækkað um 86%, kjarnfóður um 21%, olía um 40% og rekstrarkostnaður um 22,5%. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir miklar hækkanir á lágmarksverði til bænda sl. ár hafa þær ekki haldið í við þessar kostnaðarhækkanir. Rétt skal vera rétt Sé ætlunin að eiga í málefnalegri og sanngjarnri umræðu um starfsumhverfi mjólkurframleiðslu á Íslandi, þar sem verðlagsnefnd hefur mikilvægu hlutverki að gegna, er grundvallaratriði að skoða málið heildstætt, bera saman sambærilega þætti og byggja gagnrýni á fyrirliggjandi gögnum og réttum upplýsingum. Það gerir engum greiða að fara með rangt mál eða líta fram hjá lykilþáttum í verðmyndun mjólkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Margrét Gísladóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verðlagning á mjólk og mjólkurvörum verið nokkuð til umræðu. Því miður hefur skort að málin séu skoðuð út frá raungögnum og hefur umræðan fremur einkennst af vanþekkingu, röngum tölum og jafnvel popúlisma, þar sem íslensk mjólkurframleiðsla virðist gerð að hinum sameiginlega óvini, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hefur leitt af sér og skilað bættum ávinningi til bæði neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði. Rangfærslur á rangfærslur ofan Grein sem formaður Viðreisnar birti á Vísi 15. maí sl. er gott dæmi um slíkt óvandað innlegg í umræðuna. Rangfærslurnar þar eru margar. Þar segir m.a. að „Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafi skilað methagnaði í fyrra”. Það er einfaldlega rangt. Auðhumla skilaði hagnaði upp á 461 m.kr. í fyrra sem var samdráttur um 50% frá árinu áður. Þessu er auðveldlega hægt að fletta upp í samstæðuársreikningi samvinnufélagsins. Því er einnig haldið fram að Auðhumla hafi „í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi.“ Þetta er líka rangt. Öllum er frjálst að safna mjólk á Íslandi og ekkert kemur í veg fyrir að aðrar afurðastöðvar eigi bein viðskipti við bændur í stað þess að versla hrámjólk frá Auðhumlu. Auðhumla ber hins vegar þá skyldu að safna allri mjólk sem óskað er eftir. Þá segir í greininni að verðlagsnefnd búvara sé „ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“ Þetta er einnig rangt. Verðlagsnefnd ákveður vissulega heildsöluverð á ákveðnum mjólkurvörum, byggt á verðhækkunum til bænda og rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði, en svo er það smásalans að ákveða álagningu og þar með endanlegt útsöluverð vörunnar. Enn er haldið áfram og heldur formaðurinn því fram að hún treysti bændum “til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér”. Það er reyndar nákvæmlega það sem bændur eru að gera með því að reka sameiginlega félag sitt Auðhumlu, sem á svo 80% í Mjólkursamsölunni á móti Kaupfélagi Skagfirðinga, sem m.a. skagfirskir kúabændur eru aðilar að. Þannig er seint hægt að tala um Auðhumlu og Mjólkursamsöluna sem milliliði því þessi fyrirtæki eru í eigu bændanna sjálfra og þeirra tæki til að gera einmitt nákvæmlega það sem Viðreisn vill treysta bændum fyrir að gera. Það er synd að fyrrum landbúnaðarráðherra þekki málin ekki betur en umrædd grein ber með sér. Mikilvægi verðlagsnefndar Inntak og eðli starfsumhverfis mjólkurframleiðslu á Íslandi miðar -líkt og í öðrum löndum- að því að innanlandseftirspurn eftir mjólkurvörum sé fyrst og fremst haldið uppi af íslenskum framleiðendum, um 500 fyrirtækjum um land allt. Mjólkurframleiðslan er burðarás í íslenskum landbúnaði og byggðafestu víða um land og leikur verðlagsnefndin stórt hlutverk í þeirri stöðu. Ákvarðanir nefndarinnar tryggja að allir kúabændur, hvar sem þeir eru staddir á landinu, fá greitt sama verð fyrir sína mjólkurframleiðslu og á sama hátt að kaupendur mjólkurvara greiði sama heildsöluverð hvar sem þeir eru á landinu. Verð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst á Íslandi Það er vissulega rétt að smásöluverð í flokknum mjólk, ostur og egg hefur hækkað um 12,1% sl. 12 mánuði, á sama tíma og verðbólga á Íslandi stendur í 9,9%. En það má halda því fram að verðlagsnefndin hafi einmitt haldið aftur af verðhækkunum á mjólk hérlendis. Sé litið til tímabilsins frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkurframleiðenda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkurframleiðenda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðarhækkanir sama eðlis. Þá er það líka staðreynd að hvergi innan ESB hafa mjólkurvörur hækkað minna en á Íslandi sl. 12 mánuði. En hvers vegna er verð á mjólk að hækka og hvers vegna umfram almennt verðlag á Íslandi? Jú, vegna þess að verð á helstu aðföngum sem þarf til mjólkurframleiðslu hafa hækkað langt umfram verðbólgu á Íslandi. Og það eru þær kostnaðarverðshækkanir sem verðlagsnefnd tekur mið af við ákvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi áhrif á heildsöluverð mjólkurvara. Samkvæmt verðlagsgrundvelli er sem dæmi metin hækkun á kjarnfóðri sl. 12 mánuði 17,1% og dísilolíu 37,4%. Sé litið til verðþróunar frá desember 2021 hefur áburður hækkað um 86%, kjarnfóður um 21%, olía um 40% og rekstrarkostnaður um 22,5%. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir miklar hækkanir á lágmarksverði til bænda sl. ár hafa þær ekki haldið í við þessar kostnaðarhækkanir. Rétt skal vera rétt Sé ætlunin að eiga í málefnalegri og sanngjarnri umræðu um starfsumhverfi mjólkurframleiðslu á Íslandi, þar sem verðlagsnefnd hefur mikilvægu hlutverki að gegna, er grundvallaratriði að skoða málið heildstætt, bera saman sambærilega þætti og byggja gagnrýni á fyrirliggjandi gögnum og réttum upplýsingum. Það gerir engum greiða að fara með rangt mál eða líta fram hjá lykilþáttum í verðmyndun mjólkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun