Verðtryggður flótti í boði Seðlabankans Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 19. maí 2023 11:32 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands situr nú á rökstólum og mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun sína miðvikudaginn 24. maí. Flestir greiningaraðilar spá því að bankinn muni hækka stýrivexti, þrettánda skiptið í röð. Tilhugsunin um frekari hækkanir veldur mörgum kvíða, enda hefur greiðslubyrði lána hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu rokið upp á síðustu misserum. Meginvextir Seðlabankans eru í dag 7,5% og hafa tífaldast á tveimur árum, en í maí 2021 voru þeir 0,75%. Þessar gegndarlausu vaxtahækkanir eru sársaukafullar. Á því leikur enginn vafi. Afstaða Seðlabankans er hins vegar sú að tilgangurinn helgi meðalið – óþægindin sem fylgja hærra vaxtastigi séu skárri en lægra vaxtastig og stjórnlaus verðbólga. Röksemdafærslu þessa skortir trúverðugleika, enda er fátt sem bendir til þess að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi dregið úr verðbólgu, sem hefur staðið óhögguð í kringum tíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Þetta ástand skapar tvöfalt víti fyrir fólkið í landinu, vöruverð fer hækkandi um leið og vaxtagjöld éta upp sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna þess. Það er erfitt að sjá fyrir endann á þessu ófremdarástandi, en verðbólgustig á Íslandi mun að öllum líkindum haldast hátt út árið, annað en í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem lækkanir eru í kortunum. Það eru margar ástæður fyrir því að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans ná ekki að bíta á verðbólguna. Ein þeirra er skortur á viðeigandi aðgerðum frá ríkisstjórninni. Þá ber að vekja sérstaka athygli á hlutverki verðtryggingar í þessu samhengi. Segja má að helsta afleiðing vaxtahækkana hjá Seðlabankanum hafi ekki verið að draga úr verðbólgu, heldur að neyða lántakendur til þess að skipta yfir í verðtryggð lán. Þetta sést m.a. í mánaðarskýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) þar sem fram kemur að mikill meirihluti nýrra (og endurfjármagnaðra) lána eru verðtryggð. Það er ekki erfitt að skilja þessa þróun. Stýrivaxtahækkanir hafa langmest áhrif á óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Fólk sem skuldar mikið ræður því illa við vaxtahækkanir og neyðist því til að endurfjármagna sig og taka verðtryggð lán. Þar eru reglubundnar greiðslur lægri, en verðbólgutaxtanum er aftur á móti skellt ofan á höfuðstólinn, sem hægir verulega á, og étur upp eignamyndun. Aðgerðir Seðlabankans draga þannig ekki úr verðbólgu, heldur skapa sterkan hvata til þess að leita í verðtryggingu, eins og sjá má í eftirfarandi dæmi: Myndin sýnir hvernig greiðslur á óverðtryggðu 30 m.kr. láni til 40 ára hafa breyst í kjölfar stýrivaxtahækkana, samanborið við verðtryggð lán. Heimili með óverðtryggt húsnæðislán greiddi um 136.000 krónur á mánuði, miðað við vaxtastig um mitt ár 2020. Í dag er fastvaxtatímabilinu hjá fjölskyldunni lokið. Fyrir þessa fjölskyldu er tvennt í boðið annars vegar að færa lánið yfir í óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og myndi greiðslan þá verða 208.000 krónur á mánuði, sem hækkar greiðslubyrðina um 72.000 krónur á mánuði eða um 53%. Hins vegar gæti fjölskyldan skipt yfir í verðtryggt lán og lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um 18.000 krónur á mánuði. Ljóst er að mörg heimili í slíkum aðstæðum myndi finna sig knúin til að skipta yfir í verðtryggð lán, til þess að eiga efni á öðrum útgjöldum en húsnæði. Það er líka einmitt það sem hefur gerst, undanfarin tvö ár. Greiðslur af óverðtryggðum lánum eru einfaldlega alltof háar til þess að venjulegt fólk ráði við þær. Þessi þróun er jafnframt líkleg ástæða þess að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa reynst gagnlitlar andspænis verðbólgunni. Forsenda þeirra aðgerða sem Seðlabankinn stendur fyrir er sú að með því að hækka vexti verði hægt að draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja. Hugmyndin er að fólk eyði minna þegar það verður dýrt að borga af lánum og að minni eftirspurn lækki á endanum verð í hagkerfinu. Dæmin hér að ofan sýna hins vegar að þessi forsenda hefur ekki staðist. Stýrivaxtahækkanir leiða frekar til þess að fólk skipti yfir í verðtryggð lán og lækki þannig mánaðarlega greiðslubyrði sína til þess að viðhalda svipuðu neyslustigi. Ávinningurinn af þessum aðgerðum verður þannig sáralítill en kostnaðurinn hár. Seðlabankinn lítur á sig sem lækni sem þarf að koma sjúklingi í gegnum erfiða meðferð. Stundum er vissulega nauðsynlegt að sætta sig við aukaverkanir lyfja eða áhættu sem fylgir skurðaðgerð, til að forðast margfalt verri afleiðingar óhefts sjúkdóms. Þá skiptir öllu máli að vita að meðferðin sé viðeigandi og líkleg til árangurs. Ef læknir sér að íþyngjandi meðferð hefur ekki borið neinn árangur fyrir sjúklinginn, þá ber honum skylda til þess að endurhugsa hana. Eitt grunngildi læknisfræðinnar er einmitt lýst í latneska slagorðinu primum non nocere: framar öllu, ekki skaða. Seðlabankinn mun að öllum líkindum hækka stýrivexti í þrettánda skiptið í röð á fundi sínum í næstu viku. Sú ákvörðun mun ekki draga úr verðbólgu. Hækkun stýrivaxta mun hins vegar ýta undir verðtryggða lántöku. VR hvetur peningastefnunefnd til þess að endurhugsa aðferðafræði sína. Tilgangurinn helgar ekki meðalið ef tilganginum er aldrei náð. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Kjaramál Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands situr nú á rökstólum og mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun sína miðvikudaginn 24. maí. Flestir greiningaraðilar spá því að bankinn muni hækka stýrivexti, þrettánda skiptið í röð. Tilhugsunin um frekari hækkanir veldur mörgum kvíða, enda hefur greiðslubyrði lána hjá heimilum og fyrirtækjum í landinu rokið upp á síðustu misserum. Meginvextir Seðlabankans eru í dag 7,5% og hafa tífaldast á tveimur árum, en í maí 2021 voru þeir 0,75%. Þessar gegndarlausu vaxtahækkanir eru sársaukafullar. Á því leikur enginn vafi. Afstaða Seðlabankans er hins vegar sú að tilgangurinn helgi meðalið – óþægindin sem fylgja hærra vaxtastigi séu skárri en lægra vaxtastig og stjórnlaus verðbólga. Röksemdafærslu þessa skortir trúverðugleika, enda er fátt sem bendir til þess að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi dregið úr verðbólgu, sem hefur staðið óhögguð í kringum tíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Þetta ástand skapar tvöfalt víti fyrir fólkið í landinu, vöruverð fer hækkandi um leið og vaxtagjöld éta upp sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna þess. Það er erfitt að sjá fyrir endann á þessu ófremdarástandi, en verðbólgustig á Íslandi mun að öllum líkindum haldast hátt út árið, annað en í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem lækkanir eru í kortunum. Það eru margar ástæður fyrir því að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans ná ekki að bíta á verðbólguna. Ein þeirra er skortur á viðeigandi aðgerðum frá ríkisstjórninni. Þá ber að vekja sérstaka athygli á hlutverki verðtryggingar í þessu samhengi. Segja má að helsta afleiðing vaxtahækkana hjá Seðlabankanum hafi ekki verið að draga úr verðbólgu, heldur að neyða lántakendur til þess að skipta yfir í verðtryggð lán. Þetta sést m.a. í mánaðarskýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) þar sem fram kemur að mikill meirihluti nýrra (og endurfjármagnaðra) lána eru verðtryggð. Það er ekki erfitt að skilja þessa þróun. Stýrivaxtahækkanir hafa langmest áhrif á óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Fólk sem skuldar mikið ræður því illa við vaxtahækkanir og neyðist því til að endurfjármagna sig og taka verðtryggð lán. Þar eru reglubundnar greiðslur lægri, en verðbólgutaxtanum er aftur á móti skellt ofan á höfuðstólinn, sem hægir verulega á, og étur upp eignamyndun. Aðgerðir Seðlabankans draga þannig ekki úr verðbólgu, heldur skapa sterkan hvata til þess að leita í verðtryggingu, eins og sjá má í eftirfarandi dæmi: Myndin sýnir hvernig greiðslur á óverðtryggðu 30 m.kr. láni til 40 ára hafa breyst í kjölfar stýrivaxtahækkana, samanborið við verðtryggð lán. Heimili með óverðtryggt húsnæðislán greiddi um 136.000 krónur á mánuði, miðað við vaxtastig um mitt ár 2020. Í dag er fastvaxtatímabilinu hjá fjölskyldunni lokið. Fyrir þessa fjölskyldu er tvennt í boðið annars vegar að færa lánið yfir í óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og myndi greiðslan þá verða 208.000 krónur á mánuði, sem hækkar greiðslubyrðina um 72.000 krónur á mánuði eða um 53%. Hins vegar gæti fjölskyldan skipt yfir í verðtryggt lán og lækkað mánaðarlega greiðslubyrði um 18.000 krónur á mánuði. Ljóst er að mörg heimili í slíkum aðstæðum myndi finna sig knúin til að skipta yfir í verðtryggð lán, til þess að eiga efni á öðrum útgjöldum en húsnæði. Það er líka einmitt það sem hefur gerst, undanfarin tvö ár. Greiðslur af óverðtryggðum lánum eru einfaldlega alltof háar til þess að venjulegt fólk ráði við þær. Þessi þróun er jafnframt líkleg ástæða þess að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa reynst gagnlitlar andspænis verðbólgunni. Forsenda þeirra aðgerða sem Seðlabankinn stendur fyrir er sú að með því að hækka vexti verði hægt að draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja. Hugmyndin er að fólk eyði minna þegar það verður dýrt að borga af lánum og að minni eftirspurn lækki á endanum verð í hagkerfinu. Dæmin hér að ofan sýna hins vegar að þessi forsenda hefur ekki staðist. Stýrivaxtahækkanir leiða frekar til þess að fólk skipti yfir í verðtryggð lán og lækki þannig mánaðarlega greiðslubyrði sína til þess að viðhalda svipuðu neyslustigi. Ávinningurinn af þessum aðgerðum verður þannig sáralítill en kostnaðurinn hár. Seðlabankinn lítur á sig sem lækni sem þarf að koma sjúklingi í gegnum erfiða meðferð. Stundum er vissulega nauðsynlegt að sætta sig við aukaverkanir lyfja eða áhættu sem fylgir skurðaðgerð, til að forðast margfalt verri afleiðingar óhefts sjúkdóms. Þá skiptir öllu máli að vita að meðferðin sé viðeigandi og líkleg til árangurs. Ef læknir sér að íþyngjandi meðferð hefur ekki borið neinn árangur fyrir sjúklinginn, þá ber honum skylda til þess að endurhugsa hana. Eitt grunngildi læknisfræðinnar er einmitt lýst í latneska slagorðinu primum non nocere: framar öllu, ekki skaða. Seðlabankinn mun að öllum líkindum hækka stýrivexti í þrettánda skiptið í röð á fundi sínum í næstu viku. Sú ákvörðun mun ekki draga úr verðbólgu. Hækkun stýrivaxta mun hins vegar ýta undir verðtryggða lántöku. VR hvetur peningastefnunefnd til þess að endurhugsa aðferðafræði sína. Tilgangurinn helgar ekki meðalið ef tilganginum er aldrei náð. Höfundur er formaður VR.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun