Lýst eftir fjármálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 20. maí 2023 12:00 Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er. Skilaboðin þaðan er að það sé nauðsynlegt sé að auka aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis að verja stöðu þeirra sem lakast standa. Allir umsagnaraðilar um fjármálaáætlun fjármálaráðherra segja það sama en fjármálaráðherra virðist vera í fríi frá þessu verkefni. Frá Seðlabankanum sjálfum er gagnrýnin eins skýr og getur orðið. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri nefnir að of lítið aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankinn beri þyngri byrði í baráttunni við verðbólguna en eðlilegt væri. Baráttan við verðbólgu væri auðveldari ef það væri í forgangi hjá ríkissjóði að auka aðhald í ríkisfjármálum. Í síðasta fjárlagafrumvarpi blasti við að fjármálaráðherra ætlaði ekki að bregðast við verðbólgu að neinu marki. Viðreisn lagði fram tillögur með það að markmiði að bregðast við, m.a. að skuldir ríkisins yrðu lækkaðar um 20 milljarða á árinu. Tillögur um fækkun ráðuneyta, hækkun veiðigjalda og hækkun kolefnisgjalds. Allar voru þessar tillögur felldar og fjárlögin enduðu í 120 milljarða halla. Leikþreyta í hópnum Í nýrri fjármálaáætlun eru síðan enn engin merki um að ríkisstjórnin ætli að taka sér neitt hlutverk um það að ná árangri gegn verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta að greiða niður skuldir og ná niður vaxtabyrði íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar fjallað um að vond vaxtakjör ríkisins. Fá Evrópuríki eru reyndar með þyngri vaxtabyrði en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Ríkið er þar í svipaðri stöðu og heimilin. Lánin eru dýrari. Ríkisstjórnin sem er haldin leikþreytu talar bara um að „halda skuldavexti í lágmarki.” Stærri eru markmiðin ekki. Hallarekstur ríkissjóðs verður áfram staðreynd að minnsta kosti út árið 2027 og hefur þá varað í tæp 10 ár. Lengra tímabil og hærri vextir Þessi leikþreyta í ríkisfjármálum eru vondar fréttir fyrir þjóðina einfaldlega vegna þess að leikþreytan þýðir lengra verðbólgutímabil og fleiri vaxtahækkanir. Fólk er eðlilega með hugann við heimilisbókhaldið sitt þessa dagana, í mikilli verðbólgu og ástandi þar sem vextir hækka ótt og títt. Húsnæðislán verða áfram mjög dýr en í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021 þegar vextir voru sögulega lágir. Sömuleiðis á að hafa í huga að um 27% lántakenda hafa tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga. Þetta er ungt fólk og barnafjölskyldur. Við þennan hóp bætast 4500 heimili í ár. Fasteignamarkaðurinn og byggingamarkaðurinn eru á leið í frost. Fólk sem ekki hefur keypt sér fyrstu íbúð kemst svo ekki inn á markaðinn. Betra bókhald seinna Vegna þess að ekkert er tekið til í útgjöldum ríkisins þarf að afla tekna og nú ætlar ríkisstjórnin að leggja 1% skattahækkun á fyrirtæki landsins. Það þarf pólitíska hugmyndafræði þegar stefna er mótuð um útgjöld, tekjur og heildarafkomu. Hana vantar sem og reyndar grunnforsendur um að tekjur verða að duga fyrir útgjöldum. Allar óvæntar tekjur fara í ný útgjöld en ekki í að borga skuldir. Fjármálaráð gaukar einmitt því heilræði að fjármálaráðherra, að skynsamlegra hefði verið nýta tekjuauka ríkissjóðs til að bæta afkomu ríkissjóðs í staðinn fyrir að auka bara útgjöld. Hagfræðingar eru sammála um að ekki sé verið að bregðast við verðbólgunni heldur sé fjármálaáætlunin full af óljósum fyrirætlunum um betra bókhald seinna. Og hvort sem litið er til BHM, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins eða Viðskiptaráðs þá ganga þessir aðilar nú hönd í hönd um það að lýsa eftir fjármálaráðherra. En ríkisstjórn sem ekki er sammála um hugmyndafræði og ekki er sammála um leikskipulag bregst aftur og aftur við á sama hátt: með því að gera ekki neitt. Á Íslandi búa núna tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Sífelldar vaxtahækkanir hafa þess vegna ekki áhrif á þessi fyrirtæki en mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru eftir inni í krónuhagkerfinu. Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Óbreytt ástand mun sömuleiðis þýða þungt högg fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og fyrstu kaupendur. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er. Skilaboðin þaðan er að það sé nauðsynlegt sé að auka aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis að verja stöðu þeirra sem lakast standa. Allir umsagnaraðilar um fjármálaáætlun fjármálaráðherra segja það sama en fjármálaráðherra virðist vera í fríi frá þessu verkefni. Frá Seðlabankanum sjálfum er gagnrýnin eins skýr og getur orðið. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri nefnir að of lítið aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankinn beri þyngri byrði í baráttunni við verðbólguna en eðlilegt væri. Baráttan við verðbólgu væri auðveldari ef það væri í forgangi hjá ríkissjóði að auka aðhald í ríkisfjármálum. Í síðasta fjárlagafrumvarpi blasti við að fjármálaráðherra ætlaði ekki að bregðast við verðbólgu að neinu marki. Viðreisn lagði fram tillögur með það að markmiði að bregðast við, m.a. að skuldir ríkisins yrðu lækkaðar um 20 milljarða á árinu. Tillögur um fækkun ráðuneyta, hækkun veiðigjalda og hækkun kolefnisgjalds. Allar voru þessar tillögur felldar og fjárlögin enduðu í 120 milljarða halla. Leikþreyta í hópnum Í nýrri fjármálaáætlun eru síðan enn engin merki um að ríkisstjórnin ætli að taka sér neitt hlutverk um það að ná árangri gegn verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta að greiða niður skuldir og ná niður vaxtabyrði íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar fjallað um að vond vaxtakjör ríkisins. Fá Evrópuríki eru reyndar með þyngri vaxtabyrði en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Ríkið er þar í svipaðri stöðu og heimilin. Lánin eru dýrari. Ríkisstjórnin sem er haldin leikþreytu talar bara um að „halda skuldavexti í lágmarki.” Stærri eru markmiðin ekki. Hallarekstur ríkissjóðs verður áfram staðreynd að minnsta kosti út árið 2027 og hefur þá varað í tæp 10 ár. Lengra tímabil og hærri vextir Þessi leikþreyta í ríkisfjármálum eru vondar fréttir fyrir þjóðina einfaldlega vegna þess að leikþreytan þýðir lengra verðbólgutímabil og fleiri vaxtahækkanir. Fólk er eðlilega með hugann við heimilisbókhaldið sitt þessa dagana, í mikilli verðbólgu og ástandi þar sem vextir hækka ótt og títt. Húsnæðislán verða áfram mjög dýr en í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021 þegar vextir voru sögulega lágir. Sömuleiðis á að hafa í huga að um 27% lántakenda hafa tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga. Þetta er ungt fólk og barnafjölskyldur. Við þennan hóp bætast 4500 heimili í ár. Fasteignamarkaðurinn og byggingamarkaðurinn eru á leið í frost. Fólk sem ekki hefur keypt sér fyrstu íbúð kemst svo ekki inn á markaðinn. Betra bókhald seinna Vegna þess að ekkert er tekið til í útgjöldum ríkisins þarf að afla tekna og nú ætlar ríkisstjórnin að leggja 1% skattahækkun á fyrirtæki landsins. Það þarf pólitíska hugmyndafræði þegar stefna er mótuð um útgjöld, tekjur og heildarafkomu. Hana vantar sem og reyndar grunnforsendur um að tekjur verða að duga fyrir útgjöldum. Allar óvæntar tekjur fara í ný útgjöld en ekki í að borga skuldir. Fjármálaráð gaukar einmitt því heilræði að fjármálaráðherra, að skynsamlegra hefði verið nýta tekjuauka ríkissjóðs til að bæta afkomu ríkissjóðs í staðinn fyrir að auka bara útgjöld. Hagfræðingar eru sammála um að ekki sé verið að bregðast við verðbólgunni heldur sé fjármálaáætlunin full af óljósum fyrirætlunum um betra bókhald seinna. Og hvort sem litið er til BHM, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins eða Viðskiptaráðs þá ganga þessir aðilar nú hönd í hönd um það að lýsa eftir fjármálaráðherra. En ríkisstjórn sem ekki er sammála um hugmyndafræði og ekki er sammála um leikskipulag bregst aftur og aftur við á sama hátt: með því að gera ekki neitt. Á Íslandi búa núna tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Sífelldar vaxtahækkanir hafa þess vegna ekki áhrif á þessi fyrirtæki en mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru eftir inni í krónuhagkerfinu. Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Óbreytt ástand mun sömuleiðis þýða þungt högg fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og fyrstu kaupendur. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun