Að skilja engan eftir? Unnur Helga Óttarsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 20. maí 2023 15:00 Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árni Múli Jónasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar