Feginn að vera laus við nikótínið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2023 19:01 Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. Sjálfur notaði hann þá í 20 ár. Getty/Han Myung-Gu „Hefði ég staðið mig betur án snus? Ég held það,“ segir Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og vísar þar í notkun á nikótínpúðum. Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“ Fótbolti Heilsa Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“
Fótbolti Heilsa Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira