Var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur Kári Mímisson skrifar 22. maí 2023 22:01 Nik, þjálfari Þróttar. Vísir/Vilhelm Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður með dramatískan sigur á Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Dramatískt mark Freyju Karínar Þorvarðsdóttur á loka mínútu leiksins var það sem skildi liðin að í lokin. „Þetta var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur. Ég held að þegar við lítum á heildar leikinn þá áttum við skilið að vinna leikinn. Það er gott að fá þessi þrjú stig hér í dag. Við vildum ekki hafa annan leik eins og á móti Stjörnunni þar sem ég held að við höfum átt skilið að fá þrjú stig en uppskárum bara eitt. Við héldum áfram alveg fram til loka mínútunnar og uppskárum sætan sigur.“ Aðspurður taldi Nik að það gæfi liðinu ekkert aukalega að vinna leikinn svona en neitaði því þó ekki að það væri sætt að klára þetta svona. „Þrjú stig eru þrjú stig. Augljóslega verða allir ánægðari þegar þetta gerist svona. Ég held samt að þetta þýði ekki neitt meira. Það gefur okkur ekki meira sjálfstraust að vinna leikinn svona frekar en að vinna hann 1-0 eins og mér finnst að við hefðum átt að gera. Alltaf gaman samt að ná að skora sigurmark á loka andartökum leiksins og bætir miklu drama í leikinn.“ Þróttur varðist mjög vel í leiknum og áttu norðanstúlkur í miklum erfiðleikum með að skapa sér tækifæri. Kimberley Dóra náði þó að brjóta ísinn með góðu langskoti. Nik sagðist þó vera ánægður með varnarleikinn í dag þó svo að markið hafi auðvitað verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði hvernig við fengum þetta mark á okkur. Mér fannst við sjá vel um Söndru og Huldu í þeirra fremstu línu allan leikinn. Þær áttu engin opin marktækifæri. Mér fannst við verjast mjög vel sem heild í öftustu línu. Það var því mjög mikil vonbrigði hvernig markið kom til en á sama tíma viljum við frekar gefa frá okkur svona mörk og vinna leiki frekar en að fá ekki á okkur svona mörk og tapa stigum.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnaði stórafmæli hér í kvöld. Hún var mjög ógnandi framan af og kom sér í hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Nik tók Ólöfu út af eftir um klukkustundar leik þrátt fyrir að hún hafi verið mjög líkleg. Var það ekkert erfitt að taka hana út af? „Við þurftum að hugsa þetta vel og vandlega. Hún á enn eftir að ná sér að fullu. Hún er að komast í góð færi og mun á endanum skora, það er alveg á hreinu. Hún gaf allt í þetta í 60 mínútur og það er það eina sem ég bið um,“ sagði Nik að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
„Þetta var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur. Ég held að þegar við lítum á heildar leikinn þá áttum við skilið að vinna leikinn. Það er gott að fá þessi þrjú stig hér í dag. Við vildum ekki hafa annan leik eins og á móti Stjörnunni þar sem ég held að við höfum átt skilið að fá þrjú stig en uppskárum bara eitt. Við héldum áfram alveg fram til loka mínútunnar og uppskárum sætan sigur.“ Aðspurður taldi Nik að það gæfi liðinu ekkert aukalega að vinna leikinn svona en neitaði því þó ekki að það væri sætt að klára þetta svona. „Þrjú stig eru þrjú stig. Augljóslega verða allir ánægðari þegar þetta gerist svona. Ég held samt að þetta þýði ekki neitt meira. Það gefur okkur ekki meira sjálfstraust að vinna leikinn svona frekar en að vinna hann 1-0 eins og mér finnst að við hefðum átt að gera. Alltaf gaman samt að ná að skora sigurmark á loka andartökum leiksins og bætir miklu drama í leikinn.“ Þróttur varðist mjög vel í leiknum og áttu norðanstúlkur í miklum erfiðleikum með að skapa sér tækifæri. Kimberley Dóra náði þó að brjóta ísinn með góðu langskoti. Nik sagðist þó vera ánægður með varnarleikinn í dag þó svo að markið hafi auðvitað verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði hvernig við fengum þetta mark á okkur. Mér fannst við sjá vel um Söndru og Huldu í þeirra fremstu línu allan leikinn. Þær áttu engin opin marktækifæri. Mér fannst við verjast mjög vel sem heild í öftustu línu. Það var því mjög mikil vonbrigði hvernig markið kom til en á sama tíma viljum við frekar gefa frá okkur svona mörk og vinna leiki frekar en að fá ekki á okkur svona mörk og tapa stigum.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnaði stórafmæli hér í kvöld. Hún var mjög ógnandi framan af og kom sér í hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Nik tók Ólöfu út af eftir um klukkustundar leik þrátt fyrir að hún hafi verið mjög líkleg. Var það ekkert erfitt að taka hana út af? „Við þurftum að hugsa þetta vel og vandlega. Hún á enn eftir að ná sér að fullu. Hún er að komast í góð færi og mun á endanum skora, það er alveg á hreinu. Hún gaf allt í þetta í 60 mínútur og það er það eina sem ég bið um,“ sagði Nik að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira