Var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur Kári Mímisson skrifar 22. maí 2023 22:01 Nik, þjálfari Þróttar. Vísir/Vilhelm Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður með dramatískan sigur á Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Dramatískt mark Freyju Karínar Þorvarðsdóttur á loka mínútu leiksins var það sem skildi liðin að í lokin. „Þetta var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur. Ég held að þegar við lítum á heildar leikinn þá áttum við skilið að vinna leikinn. Það er gott að fá þessi þrjú stig hér í dag. Við vildum ekki hafa annan leik eins og á móti Stjörnunni þar sem ég held að við höfum átt skilið að fá þrjú stig en uppskárum bara eitt. Við héldum áfram alveg fram til loka mínútunnar og uppskárum sætan sigur.“ Aðspurður taldi Nik að það gæfi liðinu ekkert aukalega að vinna leikinn svona en neitaði því þó ekki að það væri sætt að klára þetta svona. „Þrjú stig eru þrjú stig. Augljóslega verða allir ánægðari þegar þetta gerist svona. Ég held samt að þetta þýði ekki neitt meira. Það gefur okkur ekki meira sjálfstraust að vinna leikinn svona frekar en að vinna hann 1-0 eins og mér finnst að við hefðum átt að gera. Alltaf gaman samt að ná að skora sigurmark á loka andartökum leiksins og bætir miklu drama í leikinn.“ Þróttur varðist mjög vel í leiknum og áttu norðanstúlkur í miklum erfiðleikum með að skapa sér tækifæri. Kimberley Dóra náði þó að brjóta ísinn með góðu langskoti. Nik sagðist þó vera ánægður með varnarleikinn í dag þó svo að markið hafi auðvitað verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði hvernig við fengum þetta mark á okkur. Mér fannst við sjá vel um Söndru og Huldu í þeirra fremstu línu allan leikinn. Þær áttu engin opin marktækifæri. Mér fannst við verjast mjög vel sem heild í öftustu línu. Það var því mjög mikil vonbrigði hvernig markið kom til en á sama tíma viljum við frekar gefa frá okkur svona mörk og vinna leiki frekar en að fá ekki á okkur svona mörk og tapa stigum.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnaði stórafmæli hér í kvöld. Hún var mjög ógnandi framan af og kom sér í hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Nik tók Ólöfu út af eftir um klukkustundar leik þrátt fyrir að hún hafi verið mjög líkleg. Var það ekkert erfitt að taka hana út af? „Við þurftum að hugsa þetta vel og vandlega. Hún á enn eftir að ná sér að fullu. Hún er að komast í góð færi og mun á endanum skora, það er alveg á hreinu. Hún gaf allt í þetta í 60 mínútur og það er það eina sem ég bið um,“ sagði Nik að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
„Þetta var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur. Ég held að þegar við lítum á heildar leikinn þá áttum við skilið að vinna leikinn. Það er gott að fá þessi þrjú stig hér í dag. Við vildum ekki hafa annan leik eins og á móti Stjörnunni þar sem ég held að við höfum átt skilið að fá þrjú stig en uppskárum bara eitt. Við héldum áfram alveg fram til loka mínútunnar og uppskárum sætan sigur.“ Aðspurður taldi Nik að það gæfi liðinu ekkert aukalega að vinna leikinn svona en neitaði því þó ekki að það væri sætt að klára þetta svona. „Þrjú stig eru þrjú stig. Augljóslega verða allir ánægðari þegar þetta gerist svona. Ég held samt að þetta þýði ekki neitt meira. Það gefur okkur ekki meira sjálfstraust að vinna leikinn svona frekar en að vinna hann 1-0 eins og mér finnst að við hefðum átt að gera. Alltaf gaman samt að ná að skora sigurmark á loka andartökum leiksins og bætir miklu drama í leikinn.“ Þróttur varðist mjög vel í leiknum og áttu norðanstúlkur í miklum erfiðleikum með að skapa sér tækifæri. Kimberley Dóra náði þó að brjóta ísinn með góðu langskoti. Nik sagðist þó vera ánægður með varnarleikinn í dag þó svo að markið hafi auðvitað verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði hvernig við fengum þetta mark á okkur. Mér fannst við sjá vel um Söndru og Huldu í þeirra fremstu línu allan leikinn. Þær áttu engin opin marktækifæri. Mér fannst við verjast mjög vel sem heild í öftustu línu. Það var því mjög mikil vonbrigði hvernig markið kom til en á sama tíma viljum við frekar gefa frá okkur svona mörk og vinna leiki frekar en að fá ekki á okkur svona mörk og tapa stigum.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnaði stórafmæli hér í kvöld. Hún var mjög ógnandi framan af og kom sér í hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Nik tók Ólöfu út af eftir um klukkustundar leik þrátt fyrir að hún hafi verið mjög líkleg. Var það ekkert erfitt að taka hana út af? „Við þurftum að hugsa þetta vel og vandlega. Hún á enn eftir að ná sér að fullu. Hún er að komast í góð færi og mun á endanum skora, það er alveg á hreinu. Hún gaf allt í þetta í 60 mínútur og það er það eina sem ég bið um,“ sagði Nik að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira