Reyna að bjarga Colorado-fljóti Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2023 14:01 Lítið vatn er í Lake Mead, uppistöðulóni Hoover Dam í Nevada, um þessar mundir. Getty/RJ Sangosti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. Um fjörutíu milljónir manna í sjö ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó drekka vatn úr fljótinu og það er notað til að veita vatni á um 2,2 milljónir hektara af ræktunarlandi. Fljótið sér einnig milljónum heimila og fyrirtækja fyrir rafmagni. Samkomulagið var opinberað í gær en forsvarsmenn ríkjanna hafa deilt um samkomulagið í nokkur ár. Það felur í sér að alríkisstjórn Bandaríkjanna mun verja 1,2 milljarði dala í áveitur og aðra innviði í skiptum fyrir það að dregið verði úr vatnsnotkun í byggðum bólum landshlutans. New York Times segir að draga eigi úr vatnsnotkun um þrettán prósent og það muni að öllum líkindum leiða til verulegra takmarkana á notkun vatns í bæjum og við landbúnað. Wall Street Journal segir suðvesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum tveggja áratuga langt þurrkatímabil og ástandið hafi líklega ekki verið verra í um 1.200 ár, samkvæmt vísindamönnum. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en vandinn hefur verið rakinn til Klettafjallanna og þess að dregið hefur úr snjókomu þar og hún minna áreiðanleg en áður. Mest allt vatn Colorado-fljóts kemur úr þeim fjöllum. Hér að neðan má sjá svokallað timelapse sem sýnir gervihnattamyndir af Lake Meade, sem er annað uppistöðulón Colorado-fljóts og er nærri Las Vegas. Myndirnar ná frá 1984 til 2020 og sýna glögglega að vatnshæð í lóninu hefur lækkað töluvert. Ástandið hefur versnað frá 2020. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Um fjörutíu milljónir manna í sjö ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó drekka vatn úr fljótinu og það er notað til að veita vatni á um 2,2 milljónir hektara af ræktunarlandi. Fljótið sér einnig milljónum heimila og fyrirtækja fyrir rafmagni. Samkomulagið var opinberað í gær en forsvarsmenn ríkjanna hafa deilt um samkomulagið í nokkur ár. Það felur í sér að alríkisstjórn Bandaríkjanna mun verja 1,2 milljarði dala í áveitur og aðra innviði í skiptum fyrir það að dregið verði úr vatnsnotkun í byggðum bólum landshlutans. New York Times segir að draga eigi úr vatnsnotkun um þrettán prósent og það muni að öllum líkindum leiða til verulegra takmarkana á notkun vatns í bæjum og við landbúnað. Wall Street Journal segir suðvesturhluta Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum tveggja áratuga langt þurrkatímabil og ástandið hafi líklega ekki verið verra í um 1.200 ár, samkvæmt vísindamönnum. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en vandinn hefur verið rakinn til Klettafjallanna og þess að dregið hefur úr snjókomu þar og hún minna áreiðanleg en áður. Mest allt vatn Colorado-fljóts kemur úr þeim fjöllum. Hér að neðan má sjá svokallað timelapse sem sýnir gervihnattamyndir af Lake Meade, sem er annað uppistöðulón Colorado-fljóts og er nærri Las Vegas. Myndirnar ná frá 1984 til 2020 og sýna glögglega að vatnshæð í lóninu hefur lækkað töluvert. Ástandið hefur versnað frá 2020.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira