Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 13:54 Rutger Bregman, hollenskur rithöfundur og fræðimaður, er töluvert ósáttur við ákvörðun BBC um að fjarlægja línu um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr fyrirlestri. Getty/Paco Freire, SOPA Images Hollenski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Rutger Bregman segir forsvarsmenn breska ríkisútvarpsins (BBC) hafa ritskoðað sig. Þeir hafi látið fjarlægja línu úr einum fyrirlestri hans þar sem Bregman gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Bregman var í haust fenginn til að halda Reith-fyrirlestra ársins hjá BBC og bera fyrirlestrarnir titilinn Moral Revolution, eða „Siðferðisbylting“. Þeir fjölluðu, samkvæmt upplýsingum á vef BBC, um „öld siðleysis“, breytingar í stjórnmálum og hvernig hægt væri að færa hlutina til betra horfs. Um er að ræða fjóra fyrirlestra en Reith Lectures, eins og fyrirlestraröðin kallast, eru árlegir fyrirlestrar sem fluttir eru í útvarpi á vegum BBC. Fyrsti fyrirlesturinn var fluttur árið 1948 af heimspekingnum Bertrand Russel. Í fyrsta fyrirlestrinum af fjórum sagði Bregman að Donald Trump væri „opinberlega spilltasti forseti í sögu Bandaríkjanna“. Nú segir hann að sú lína hafi verið fjarlægð úr fyrirlestrinum, sem tekinn var upp fyrir mánuði og fyrir framan um 500 manns í húsakynnum BBC. Í færslum á samfélagsmiðlum segir Bregman að þetta hafi verið gert gegn vilja hans og að honum hafi verið sagt að ákvörðunin hafi verið tekin á hæstu stigum BBC. This sentence was taken out of a lecture they commissioned, reviewed through the full editorial process, and recorded four weeks ago in front of 500 people in the BBC Radio Theatre. I was told the decision came from the highest levels within the BBC. /2— Rutger Bregman (@rutgerbregman.com) 25 November 2025 at 09:26 Bregman segist miður sín yfir ákvörðuninni. Ekki af því að fólk megi ekki vera ósammála skoðunum hans og orðum heldur vegna þessarar sjálfsritskoðunar sem sé til komin vegna ótta stjórnenda BBC við Trump. Hann segir að það ætti að vekja áhyggjur hjá öllum. „Þetta er sérstaklega kaldhæðnislegt því fyrirlesturinn er nákvæmlega um þennan „lamandi heigulshátt“ hjá valdastétt dagsins í dag. Um það hvernig háskólar, fyrirtæki og fjölmiðlar lúffa fyrir valdstjórn,“ skrifaði Bregman í þráð á Bluesky. Í frétt Guardian segir að forsvarsmenn BBC hafi fjarlægt setninguna að ráðleggingu lögmanna. Fyrirlestrarnir eru spilaðir á BBC World Service, sem er meðal annars sent út í Bandaríkjunum. Fyrsti fyrirlesturinn var sendur út í dag og í honum varar Bregman við upprisu fasisma á Vesturlöndum. Birtu klippta útgáfu af ræðu Trumps Eins og frægt er hefur Donald Trump hótað að höfða mál gegn BBC vegna Panorama-fréttaskýringarþáttar sem sýndur var í fyrra. Sá þáttur fjallaði um árásina á þinghús Bandaríkjanna árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember 2020. Trump tapaði þeim kosningum fyrir Joe Biden en áður en stuðningsmenn hans réðust á þinghúsið héldu Trump og samstarfsmenn hans og stuðningsmenn, ræður í Washington DC, þar sem þeir staðhæfðu meðal annars að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum. Í áðurnefndum Panorama-þætti var ræða Trumps klippt svo hann virtist segja stuðningsmönnum sínum berum orðum að ráðast á þinghúsið. Trump hefur notað lögsóknir, hótanir um lögsóknir og hið opinbera kerfi gegn fjölmiðlum, fyrirtækjum og háskólum vestanhafs sem hafa ekki þóknast honum. Segist ætla að höfða mál Forsvarsmenn BBC báðust afsökunar á óvönduðum vinnubrögðum og tveir yfirmanna ríkisútvarpsins sögðu af sér. Þeir sögðust þó ekki ætla að greiða Trump bætur, eins og hann hafði farið fram á. Forsetinn hefur hótað því að höfða samt mál gegn BBC. Sjá einnig: Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Panorama-þáttinn ársgamla hafa íhaldssamir menn vestanhafs og víðar haldið á lofti sem sýnidæmi um meinta vinstrislagsíðu fjölmiðla og ritskoðun. Bretland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Bregman var í haust fenginn til að halda Reith-fyrirlestra ársins hjá BBC og bera fyrirlestrarnir titilinn Moral Revolution, eða „Siðferðisbylting“. Þeir fjölluðu, samkvæmt upplýsingum á vef BBC, um „öld siðleysis“, breytingar í stjórnmálum og hvernig hægt væri að færa hlutina til betra horfs. Um er að ræða fjóra fyrirlestra en Reith Lectures, eins og fyrirlestraröðin kallast, eru árlegir fyrirlestrar sem fluttir eru í útvarpi á vegum BBC. Fyrsti fyrirlesturinn var fluttur árið 1948 af heimspekingnum Bertrand Russel. Í fyrsta fyrirlestrinum af fjórum sagði Bregman að Donald Trump væri „opinberlega spilltasti forseti í sögu Bandaríkjanna“. Nú segir hann að sú lína hafi verið fjarlægð úr fyrirlestrinum, sem tekinn var upp fyrir mánuði og fyrir framan um 500 manns í húsakynnum BBC. Í færslum á samfélagsmiðlum segir Bregman að þetta hafi verið gert gegn vilja hans og að honum hafi verið sagt að ákvörðunin hafi verið tekin á hæstu stigum BBC. This sentence was taken out of a lecture they commissioned, reviewed through the full editorial process, and recorded four weeks ago in front of 500 people in the BBC Radio Theatre. I was told the decision came from the highest levels within the BBC. /2— Rutger Bregman (@rutgerbregman.com) 25 November 2025 at 09:26 Bregman segist miður sín yfir ákvörðuninni. Ekki af því að fólk megi ekki vera ósammála skoðunum hans og orðum heldur vegna þessarar sjálfsritskoðunar sem sé til komin vegna ótta stjórnenda BBC við Trump. Hann segir að það ætti að vekja áhyggjur hjá öllum. „Þetta er sérstaklega kaldhæðnislegt því fyrirlesturinn er nákvæmlega um þennan „lamandi heigulshátt“ hjá valdastétt dagsins í dag. Um það hvernig háskólar, fyrirtæki og fjölmiðlar lúffa fyrir valdstjórn,“ skrifaði Bregman í þráð á Bluesky. Í frétt Guardian segir að forsvarsmenn BBC hafi fjarlægt setninguna að ráðleggingu lögmanna. Fyrirlestrarnir eru spilaðir á BBC World Service, sem er meðal annars sent út í Bandaríkjunum. Fyrsti fyrirlesturinn var sendur út í dag og í honum varar Bregman við upprisu fasisma á Vesturlöndum. Birtu klippta útgáfu af ræðu Trumps Eins og frægt er hefur Donald Trump hótað að höfða mál gegn BBC vegna Panorama-fréttaskýringarþáttar sem sýndur var í fyrra. Sá þáttur fjallaði um árásina á þinghús Bandaríkjanna árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember 2020. Trump tapaði þeim kosningum fyrir Joe Biden en áður en stuðningsmenn hans réðust á þinghúsið héldu Trump og samstarfsmenn hans og stuðningsmenn, ræður í Washington DC, þar sem þeir staðhæfðu meðal annars að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum. Í áðurnefndum Panorama-þætti var ræða Trumps klippt svo hann virtist segja stuðningsmönnum sínum berum orðum að ráðast á þinghúsið. Trump hefur notað lögsóknir, hótanir um lögsóknir og hið opinbera kerfi gegn fjölmiðlum, fyrirtækjum og háskólum vestanhafs sem hafa ekki þóknast honum. Segist ætla að höfða mál Forsvarsmenn BBC báðust afsökunar á óvönduðum vinnubrögðum og tveir yfirmanna ríkisútvarpsins sögðu af sér. Þeir sögðust þó ekki ætla að greiða Trump bætur, eins og hann hafði farið fram á. Forsetinn hefur hótað því að höfða samt mál gegn BBC. Sjá einnig: Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Panorama-þáttinn ársgamla hafa íhaldssamir menn vestanhafs og víðar haldið á lofti sem sýnidæmi um meinta vinstrislagsíðu fjölmiðla og ritskoðun.
Bretland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira