Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2023 14:38 Arndís Kristín þakkaði Jóni fyrir skýr svör, það lægi þá fyrir að Leiðtogafundurinn hafi verið nýttur til að vígbúa lögregluna án þess að nokkur umræða hafi farið fram þar um. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira