„Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson skrifar 23. maí 2023 16:00 Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel. Mikilvægt er þó að gæta að því að mismunandi útfærslur henta eftir vinnustöðum. Á sumum vinnustöðum er tiltölulega einfalt að fækka vinnustundum án viðbótarkostnaðar eða fleiri starfsmanna, svo sem í ýmsum skrifstofu- og þjónustustörfum. Það er vandasamara, svo sem þar sem um er að ræða vaktavinnu eða störf í leik- og grunnskólum og getur falið það í sér að bæta þurfi við starfsfólki, en er sannarlega þess virði fyrir alla þegar vel tekst til. Þannig verða vinnustaðirnir betri bæði fyrir börn og starfsfólk. Öll viljum við vera á góðum vinnustað þar sem okkur líður vel og þar sem er einnig er svigrúm til að geta notið fleiri stunda með ástvinum okkar. Það hefur víða verið vandi að fá fólk til starfa á leikskólum, ekki síður í grunnskólum landsins og njóta þeirra starfskrafta og reynslu til lengri tíma. Með styttri vinnuviku fækkar veikindadögum og fleiri geta sótt heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu í vinnustyttingu án þess að taka til þess frí frá vinnu. Með styttingu vinnuvikunnar er vinnustaðurinn og starfsumhverfið einmitt gert enn frekar aðlaðandi og starfsmannavelta minnkar. Með öðrum orðum, fleiri vilja eyða stærri hluta starfsævinnar á þeim vinnustað. Sveitarfélagið Skagafjörður var á meðal þeirra fyrstu sem tóku slík skref með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Ekki síst fyrir frumkvæði Vinstri grænna og óháðra í Sveitarstjórn Skagafjarðar, sem gerðu styttingu vinnuvikunnar að einu sínu stærsta kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Góð samstaða náðist síðan í sveitarstjórninni um að stíga skref til styttingar vinnuvikunnar. Almennt fór það verkefni vel á stað og hnökrar sem upp komu í upphafi, svo sem vegna undir mönnunar voru leystir. Ávinningur sveitarfélagsins af styttingu vinnuvikunnar hefur verið að auðveldara er að fá starfsfólk, sem aukinheldur er líklegra til að horfa á það starf sem sinn framtíðar vinnustað. Á mörgum vinnustöðum er enn verið að finna bestu útfærsluna til styttingar vinnuvikunnar, á öðrum er að verða til farsæl reynsla sem vert er að fleiri horfi til. Stytting vinnuvikunnar er sannarlega að sanna sig sem góð leið til að auka ánægju meðal starfsfólks, sem bæði verða fyrir vikið betri starfsmenn og njóta betra lífs með fjölskyldum sínum og vinum. Það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel. Mikilvægt er þó að gæta að því að mismunandi útfærslur henta eftir vinnustöðum. Á sumum vinnustöðum er tiltölulega einfalt að fækka vinnustundum án viðbótarkostnaðar eða fleiri starfsmanna, svo sem í ýmsum skrifstofu- og þjónustustörfum. Það er vandasamara, svo sem þar sem um er að ræða vaktavinnu eða störf í leik- og grunnskólum og getur falið það í sér að bæta þurfi við starfsfólki, en er sannarlega þess virði fyrir alla þegar vel tekst til. Þannig verða vinnustaðirnir betri bæði fyrir börn og starfsfólk. Öll viljum við vera á góðum vinnustað þar sem okkur líður vel og þar sem er einnig er svigrúm til að geta notið fleiri stunda með ástvinum okkar. Það hefur víða verið vandi að fá fólk til starfa á leikskólum, ekki síður í grunnskólum landsins og njóta þeirra starfskrafta og reynslu til lengri tíma. Með styttri vinnuviku fækkar veikindadögum og fleiri geta sótt heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu í vinnustyttingu án þess að taka til þess frí frá vinnu. Með styttingu vinnuvikunnar er vinnustaðurinn og starfsumhverfið einmitt gert enn frekar aðlaðandi og starfsmannavelta minnkar. Með öðrum orðum, fleiri vilja eyða stærri hluta starfsævinnar á þeim vinnustað. Sveitarfélagið Skagafjörður var á meðal þeirra fyrstu sem tóku slík skref með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Ekki síst fyrir frumkvæði Vinstri grænna og óháðra í Sveitarstjórn Skagafjarðar, sem gerðu styttingu vinnuvikunnar að einu sínu stærsta kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Góð samstaða náðist síðan í sveitarstjórninni um að stíga skref til styttingar vinnuvikunnar. Almennt fór það verkefni vel á stað og hnökrar sem upp komu í upphafi, svo sem vegna undir mönnunar voru leystir. Ávinningur sveitarfélagsins af styttingu vinnuvikunnar hefur verið að auðveldara er að fá starfsfólk, sem aukinheldur er líklegra til að horfa á það starf sem sinn framtíðar vinnustað. Á mörgum vinnustöðum er enn verið að finna bestu útfærsluna til styttingar vinnuvikunnar, á öðrum er að verða til farsæl reynsla sem vert er að fleiri horfi til. Stytting vinnuvikunnar er sannarlega að sanna sig sem góð leið til að auka ánægju meðal starfsfólks, sem bæði verða fyrir vikið betri starfsmenn og njóta betra lífs með fjölskyldum sínum og vinum. Það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun