„Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson skrifar 23. maí 2023 16:00 Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel. Mikilvægt er þó að gæta að því að mismunandi útfærslur henta eftir vinnustöðum. Á sumum vinnustöðum er tiltölulega einfalt að fækka vinnustundum án viðbótarkostnaðar eða fleiri starfsmanna, svo sem í ýmsum skrifstofu- og þjónustustörfum. Það er vandasamara, svo sem þar sem um er að ræða vaktavinnu eða störf í leik- og grunnskólum og getur falið það í sér að bæta þurfi við starfsfólki, en er sannarlega þess virði fyrir alla þegar vel tekst til. Þannig verða vinnustaðirnir betri bæði fyrir börn og starfsfólk. Öll viljum við vera á góðum vinnustað þar sem okkur líður vel og þar sem er einnig er svigrúm til að geta notið fleiri stunda með ástvinum okkar. Það hefur víða verið vandi að fá fólk til starfa á leikskólum, ekki síður í grunnskólum landsins og njóta þeirra starfskrafta og reynslu til lengri tíma. Með styttri vinnuviku fækkar veikindadögum og fleiri geta sótt heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu í vinnustyttingu án þess að taka til þess frí frá vinnu. Með styttingu vinnuvikunnar er vinnustaðurinn og starfsumhverfið einmitt gert enn frekar aðlaðandi og starfsmannavelta minnkar. Með öðrum orðum, fleiri vilja eyða stærri hluta starfsævinnar á þeim vinnustað. Sveitarfélagið Skagafjörður var á meðal þeirra fyrstu sem tóku slík skref með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Ekki síst fyrir frumkvæði Vinstri grænna og óháðra í Sveitarstjórn Skagafjarðar, sem gerðu styttingu vinnuvikunnar að einu sínu stærsta kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Góð samstaða náðist síðan í sveitarstjórninni um að stíga skref til styttingar vinnuvikunnar. Almennt fór það verkefni vel á stað og hnökrar sem upp komu í upphafi, svo sem vegna undir mönnunar voru leystir. Ávinningur sveitarfélagsins af styttingu vinnuvikunnar hefur verið að auðveldara er að fá starfsfólk, sem aukinheldur er líklegra til að horfa á það starf sem sinn framtíðar vinnustað. Á mörgum vinnustöðum er enn verið að finna bestu útfærsluna til styttingar vinnuvikunnar, á öðrum er að verða til farsæl reynsla sem vert er að fleiri horfi til. Stytting vinnuvikunnar er sannarlega að sanna sig sem góð leið til að auka ánægju meðal starfsfólks, sem bæði verða fyrir vikið betri starfsmenn og njóta betra lífs með fjölskyldum sínum og vinum. Það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel. Mikilvægt er þó að gæta að því að mismunandi útfærslur henta eftir vinnustöðum. Á sumum vinnustöðum er tiltölulega einfalt að fækka vinnustundum án viðbótarkostnaðar eða fleiri starfsmanna, svo sem í ýmsum skrifstofu- og þjónustustörfum. Það er vandasamara, svo sem þar sem um er að ræða vaktavinnu eða störf í leik- og grunnskólum og getur falið það í sér að bæta þurfi við starfsfólki, en er sannarlega þess virði fyrir alla þegar vel tekst til. Þannig verða vinnustaðirnir betri bæði fyrir börn og starfsfólk. Öll viljum við vera á góðum vinnustað þar sem okkur líður vel og þar sem er einnig er svigrúm til að geta notið fleiri stunda með ástvinum okkar. Það hefur víða verið vandi að fá fólk til starfa á leikskólum, ekki síður í grunnskólum landsins og njóta þeirra starfskrafta og reynslu til lengri tíma. Með styttri vinnuviku fækkar veikindadögum og fleiri geta sótt heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu í vinnustyttingu án þess að taka til þess frí frá vinnu. Með styttingu vinnuvikunnar er vinnustaðurinn og starfsumhverfið einmitt gert enn frekar aðlaðandi og starfsmannavelta minnkar. Með öðrum orðum, fleiri vilja eyða stærri hluta starfsævinnar á þeim vinnustað. Sveitarfélagið Skagafjörður var á meðal þeirra fyrstu sem tóku slík skref með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Ekki síst fyrir frumkvæði Vinstri grænna og óháðra í Sveitarstjórn Skagafjarðar, sem gerðu styttingu vinnuvikunnar að einu sínu stærsta kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Góð samstaða náðist síðan í sveitarstjórninni um að stíga skref til styttingar vinnuvikunnar. Almennt fór það verkefni vel á stað og hnökrar sem upp komu í upphafi, svo sem vegna undir mönnunar voru leystir. Ávinningur sveitarfélagsins af styttingu vinnuvikunnar hefur verið að auðveldara er að fá starfsfólk, sem aukinheldur er líklegra til að horfa á það starf sem sinn framtíðar vinnustað. Á mörgum vinnustöðum er enn verið að finna bestu útfærsluna til styttingar vinnuvikunnar, á öðrum er að verða til farsæl reynsla sem vert er að fleiri horfi til. Stytting vinnuvikunnar er sannarlega að sanna sig sem góð leið til að auka ánægju meðal starfsfólks, sem bæði verða fyrir vikið betri starfsmenn og njóta betra lífs með fjölskyldum sínum og vinum. Það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun