Kjartan Atli kveður Körfuboltakvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2023 16:21 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í setti fyrir oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/bára Eftir átta ár hefur Kjartan Atli Kjartansson ákveðið að segja skilið við Subway Körfuboltakvöld. Hann stýrir Álftanesi í Subway deild karla á næsta tímabili. Kjartan Atli tók við stjórnartaumunum í Körfuboltakvöldi þegar þátturinn var settur á laggirnar 2015 og hefur stýrt honum alla tíð síðan. „Ef ég ætti að lýsa þessum átta árum með einu orði væri það skemmtilegt. Teymið í kringum þættina varð fljótlega að vinahópi frekar en hópi af samstarfsfélögum,“ sagði Kjartan sem tók við þjálfun Álftaness fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Þjálfarinn Kjartan Atli verður í bílstjórasætinu næsta vetur en sjónvarpsmaðurinn í aftursætinu.vísir/hulda margrét „Verkefnið á Álftanesi er líka spennandi og þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja Körfuboltakvöldi horfir maður björtum augum á framtíðina,“ sagði Kjartan. „Ég hlakka til að vera hinum megin við borðið og mun eiga auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem spyrja spurninga og gagnrýna.“ Kjartan kveður Subway Körfuboltakvöld með söknuði og þakklæti eftir átta góð ár. „Þetta eru ákveðin tímamót því Körfuboltakvöld hefur skipað stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldunnar síðustu ár og maður er auðvitað þakklátur að hafa fengið tækifæri til að stýra þættinum,“ sagði Kjartan. Kjartan Atli á sínum gamla heimavelli í Ásgarði í Garðabæ.vísir/vilhelm „Ég er þakklátur fyrir hversu vel áhorfendur hafa tekið þættinum öll þessi átta ár og sömuleiðis þakklátur fjölskyldunni að taka þátt í verkefninu með mér. Öll fimmtudags- og föstudagskvöld hafa verið dekkuð hjá mér undanfarin átta ár.“ Kjartan og félagar á Álftanesi eru stórhuga fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Þeir hafa meðal annars samið við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. „Við erum að skrifa körfuboltasöguna á Álftanesi og okkar markmið er að halda áfram að búa til öflugt körfuboltafélag. Það er mikill vöxtur í yngri flokkunum og okkar langtímamarkmið er að halda áfram að efla allt starfið,“ sagði Kjartan. Hann hefur fulla trú að Körfuboltakvöld haldi sínu striki þrátt fyrir að hann sé horfinn úr brúnni. „Að mínu mati kemur alltaf maður í manns stað og það er mikilvægt að sá sem tekur við fái að stýra þættinum eftir sínu höfði. Ég óska eftirmanni mínum alls hins besta og veit að íslenskur körfubolti og íslenskt íþróttasjónvarp mun halda áfram að vaxa,“ sagði Kjartan að lokum. Tímamót Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Kjartan Atli tók við stjórnartaumunum í Körfuboltakvöldi þegar þátturinn var settur á laggirnar 2015 og hefur stýrt honum alla tíð síðan. „Ef ég ætti að lýsa þessum átta árum með einu orði væri það skemmtilegt. Teymið í kringum þættina varð fljótlega að vinahópi frekar en hópi af samstarfsfélögum,“ sagði Kjartan sem tók við þjálfun Álftaness fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Þjálfarinn Kjartan Atli verður í bílstjórasætinu næsta vetur en sjónvarpsmaðurinn í aftursætinu.vísir/hulda margrét „Verkefnið á Álftanesi er líka spennandi og þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja Körfuboltakvöldi horfir maður björtum augum á framtíðina,“ sagði Kjartan. „Ég hlakka til að vera hinum megin við borðið og mun eiga auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem spyrja spurninga og gagnrýna.“ Kjartan kveður Subway Körfuboltakvöld með söknuði og þakklæti eftir átta góð ár. „Þetta eru ákveðin tímamót því Körfuboltakvöld hefur skipað stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldunnar síðustu ár og maður er auðvitað þakklátur að hafa fengið tækifæri til að stýra þættinum,“ sagði Kjartan. Kjartan Atli á sínum gamla heimavelli í Ásgarði í Garðabæ.vísir/vilhelm „Ég er þakklátur fyrir hversu vel áhorfendur hafa tekið þættinum öll þessi átta ár og sömuleiðis þakklátur fjölskyldunni að taka þátt í verkefninu með mér. Öll fimmtudags- og föstudagskvöld hafa verið dekkuð hjá mér undanfarin átta ár.“ Kjartan og félagar á Álftanesi eru stórhuga fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Þeir hafa meðal annars samið við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. „Við erum að skrifa körfuboltasöguna á Álftanesi og okkar markmið er að halda áfram að búa til öflugt körfuboltafélag. Það er mikill vöxtur í yngri flokkunum og okkar langtímamarkmið er að halda áfram að efla allt starfið,“ sagði Kjartan. Hann hefur fulla trú að Körfuboltakvöld haldi sínu striki þrátt fyrir að hann sé horfinn úr brúnni. „Að mínu mati kemur alltaf maður í manns stað og það er mikilvægt að sá sem tekur við fái að stýra þættinum eftir sínu höfði. Ég óska eftirmanni mínum alls hins besta og veit að íslenskur körfubolti og íslenskt íþróttasjónvarp mun halda áfram að vaxa,“ sagði Kjartan að lokum.
Tímamót Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira