Sport

Dagskráin í dag: Besta-deildin, spænski körfuboltinn, golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik tekur á móti nýliðum FH í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Breiðablik tekur á móti nýliðum FH í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar á þessum ágæta miðvikudegi þar sem báðir nýliðar Bestu-deildar kvenna verða meðal annars í eldlínunni.

Við hefjum þó leik á Bank of Hope Match Play mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi klukkan 17:30 á Stöð 2 Sport 4 áður en Real Madrid tekur á móti Real Betis í spænsku ACB-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:20.

Klukkan 19:05 verða svo tveir leikir í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu á dagskrá þegar Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Stöð 2 Sport 5 og FH sækir Breiðablik heim á Stöð 2 Sport. Að þeim leikjum loknum verða Bestu mörkin á sínum stað á Stöð 2 Sport þar sem leikir kvöldsins verða gerðir upp.

Þá láta stelpurnar í Babe Patrol sig ekki vanta og verða með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×