Jafnaðarstefnan er Evrópustefna Dagbjört Hákonardóttir skrifar 24. maí 2023 07:00 Á Íslandi er eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða, stöndugu almannatryggingarkerfi sem grípur þau sem þurfa á að halda og öflugu velferðarkerfi sem stendur öllum til boða óháð efnahag. Framangreindu stendur stöðug ógn af aukinni stéttaskiptingu sem verður til í kjölfar áframhaldandi misskiptingar auðs í íslensku þjóðfélagi og um allan heim. Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands – berst gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum, með frjálslynda félagshyggju að vopni, að norrænni sem og alþjóðlegri fyrirmynd. Það er og verður forgangsverkefni fyrir stjórnmálaflokk sem vill umfram annað hlúa að kjörum þeirra sem stendur mest ógn af markvissum niðurskurði í almannaþjónustu, að sýna þjóðinni fram á metnaðarfulla stefnumörkun í málaflokkum velferðarsamfélagsins. Samfylkingin hefur nú í áratugi barist öðrum flokkum fremur af alefli fyrir því að færa Ísland enn nær Evrópu í formi Evrópusambandsaðilar og stöðugri efnahag samhliða upptöku evrunnar. Þessa viðureign flokksins við íslenskt íhald og sérhagsmunaöfl væri hægt að rekja í enn lengri grein en þeirri sem hér er rituð, en í stuttu máli þarf ekki nokkur einstaklingur að draga sannfæringu íslenskra jafnaðarmanna í Evrópumálum í efa. Þar hafa fulltrúar Samfylkingar aldrei látið stjórnast af skoðanakönnunum og hefur baráttan oft á tíðum verið einmanaleg og fáa var hægt að fá til liðs við hana frá öðrum stjórnmálaflokkum þegar á reyndi. Samfylkingin er og verður Evrópusinnaður flokkur sem hefur það á stefnu sinni að láta íslensku þjóðina ganga til atkvæða um aðildarsamning við Evrópusambandið með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Um þessar mundir birtast enn fleiri skoðanakannanir, og sumar þeirra gefa til kynna að mörg séu áhugasöm um þær leiðir sem jafnaðarfólk hefur upp á að bjóða. Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, þótti tilefni til að skrifa grein í gær 23. maí á Vísi um niðurstöðu könnunar sem sýnir yfirgnæfandi stuðning almennings við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Frá sjónarhóli Viðreisnar er eflaust freistandi að búa sér til andstæðing úr Samfylkingu sem eins konar stein í götu þeirra sem vilja sjá fram á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þær áhyggjur eru hins vegar jafn fáránlegar og þær eru ástæðulausar. Samfylkingin hefur í gegnum tíðina jafnan nefnt kosti við Evrópusambandsaðild til stuðnings við markmið sín í þágu velferðarmála hér á landi. Því verður ekki neitað að Evrópusambandsaðild gæti haft gríðarleg áhrif til góðs fyrir strjálbýlt smáríki sem notið gæti ríflegrar aðstoðar frá sjóðum þess sem markvisst eru ætlaðir til að styrkja slík svæði á sviði samgangna og landbúnaðar, svo dæmi séu tekin. Það hefur hins vegar sýnt sig að mörgum þykja slíkar lausnir of fjarlægar sér til þess að geta talist raunhæf úrlausn við vandamálum sem þarf að leysa og hægt er að ganga í tafarlaust með íslenskan pólitískan vilja að vopni. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað og unnið eftir skýrum áherslum í kjölfar víðfeðms samtals við almenning í landinu þar sem nærsamfélagið er í forgrunni. Á þessum tímum er þörf að leggja áherslu á málaflokka sem brýnt að sinna sem falla margir utan verkefnasviðs yfirþjóðlegs valds í fjarlægum borgum meginlandsins, hvort sem það er heilbrigðisþjónusta í heimabyggð, uppbygging óhagnaðardrifinna leigufélaga og ásetning leiguþaks, bylting barnabótakerfisins eða sanngjörn skattheimta gagnvart þeim sem mestar eignir eiga. Á liðnum mánuðum hefur Samfylkingin boðað metnaðarfullar aðgerðir gegn verðbólgu sem ógnar kjörum venjulegs fólks og stendur nú í öflugu samtali við kjósendur um allt land um heilbrigðismál.Framundan eru sambærileg verkefni á sviði húsnæðismála auk fleiri málaflokka sem brenna á almenningi og verða verkefni íslenskra stjórnvalda. Þetta er jafnaðarstefnan í hnotskurn. Samhliða verulegri aukningu á misskiptingu í íslensku þjóðfélagi er brýnna en nokkru sinni að gera almenningi grein fyrir því að þeim stendur til boða að leiða jafnaðarstefnuna til forystu í félagshyggjustjórn. Gagnrýni frá hægri væng stjórnmálanna í garð þessara áherslubreytinga hjá íslensku jafnaðarfólki sýna umfram annað að velferðarmál eru þar greinilega ekki hátt skrifuð á blaði. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi formaður Ungra Evrópusinna og er enn einlægur Evrópusinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða, stöndugu almannatryggingarkerfi sem grípur þau sem þurfa á að halda og öflugu velferðarkerfi sem stendur öllum til boða óháð efnahag. Framangreindu stendur stöðug ógn af aukinni stéttaskiptingu sem verður til í kjölfar áframhaldandi misskiptingar auðs í íslensku þjóðfélagi og um allan heim. Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands – berst gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum, með frjálslynda félagshyggju að vopni, að norrænni sem og alþjóðlegri fyrirmynd. Það er og verður forgangsverkefni fyrir stjórnmálaflokk sem vill umfram annað hlúa að kjörum þeirra sem stendur mest ógn af markvissum niðurskurði í almannaþjónustu, að sýna þjóðinni fram á metnaðarfulla stefnumörkun í málaflokkum velferðarsamfélagsins. Samfylkingin hefur nú í áratugi barist öðrum flokkum fremur af alefli fyrir því að færa Ísland enn nær Evrópu í formi Evrópusambandsaðilar og stöðugri efnahag samhliða upptöku evrunnar. Þessa viðureign flokksins við íslenskt íhald og sérhagsmunaöfl væri hægt að rekja í enn lengri grein en þeirri sem hér er rituð, en í stuttu máli þarf ekki nokkur einstaklingur að draga sannfæringu íslenskra jafnaðarmanna í Evrópumálum í efa. Þar hafa fulltrúar Samfylkingar aldrei látið stjórnast af skoðanakönnunum og hefur baráttan oft á tíðum verið einmanaleg og fáa var hægt að fá til liðs við hana frá öðrum stjórnmálaflokkum þegar á reyndi. Samfylkingin er og verður Evrópusinnaður flokkur sem hefur það á stefnu sinni að láta íslensku þjóðina ganga til atkvæða um aðildarsamning við Evrópusambandið með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Um þessar mundir birtast enn fleiri skoðanakannanir, og sumar þeirra gefa til kynna að mörg séu áhugasöm um þær leiðir sem jafnaðarfólk hefur upp á að bjóða. Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, þótti tilefni til að skrifa grein í gær 23. maí á Vísi um niðurstöðu könnunar sem sýnir yfirgnæfandi stuðning almennings við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Frá sjónarhóli Viðreisnar er eflaust freistandi að búa sér til andstæðing úr Samfylkingu sem eins konar stein í götu þeirra sem vilja sjá fram á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þær áhyggjur eru hins vegar jafn fáránlegar og þær eru ástæðulausar. Samfylkingin hefur í gegnum tíðina jafnan nefnt kosti við Evrópusambandsaðild til stuðnings við markmið sín í þágu velferðarmála hér á landi. Því verður ekki neitað að Evrópusambandsaðild gæti haft gríðarleg áhrif til góðs fyrir strjálbýlt smáríki sem notið gæti ríflegrar aðstoðar frá sjóðum þess sem markvisst eru ætlaðir til að styrkja slík svæði á sviði samgangna og landbúnaðar, svo dæmi séu tekin. Það hefur hins vegar sýnt sig að mörgum þykja slíkar lausnir of fjarlægar sér til þess að geta talist raunhæf úrlausn við vandamálum sem þarf að leysa og hægt er að ganga í tafarlaust með íslenskan pólitískan vilja að vopni. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað og unnið eftir skýrum áherslum í kjölfar víðfeðms samtals við almenning í landinu þar sem nærsamfélagið er í forgrunni. Á þessum tímum er þörf að leggja áherslu á málaflokka sem brýnt að sinna sem falla margir utan verkefnasviðs yfirþjóðlegs valds í fjarlægum borgum meginlandsins, hvort sem það er heilbrigðisþjónusta í heimabyggð, uppbygging óhagnaðardrifinna leigufélaga og ásetning leiguþaks, bylting barnabótakerfisins eða sanngjörn skattheimta gagnvart þeim sem mestar eignir eiga. Á liðnum mánuðum hefur Samfylkingin boðað metnaðarfullar aðgerðir gegn verðbólgu sem ógnar kjörum venjulegs fólks og stendur nú í öflugu samtali við kjósendur um allt land um heilbrigðismál.Framundan eru sambærileg verkefni á sviði húsnæðismála auk fleiri málaflokka sem brenna á almenningi og verða verkefni íslenskra stjórnvalda. Þetta er jafnaðarstefnan í hnotskurn. Samhliða verulegri aukningu á misskiptingu í íslensku þjóðfélagi er brýnna en nokkru sinni að gera almenningi grein fyrir því að þeim stendur til boða að leiða jafnaðarstefnuna til forystu í félagshyggjustjórn. Gagnrýni frá hægri væng stjórnmálanna í garð þessara áherslubreytinga hjá íslensku jafnaðarfólki sýna umfram annað að velferðarmál eru þar greinilega ekki hátt skrifuð á blaði. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi formaður Ungra Evrópusinna og er enn einlægur Evrópusinni.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun