Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 10:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir nauðsynlegt að ríkið og vinnumarkaðurinn stígi upp í baráttunni við verðbólgu og verðbólguvæntingar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Þar sátu fyrir svörum Ásgeir Jónsson auk Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. Um var að ræða þrettándu hækkun stýrivaxta Seðlabankans í röð. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 2010. Telur Seðlabankann einan á báti Á fundinum var Ásgeir meðal annars spurður hvort hann teldi að hið opinbera taki nægilega ábyrgð á hækkandi verðbólgu og hvort að Seðlabankinn væri einn á báti í þeirri baráttu. „Svarið er já,“ sagði Ásgeir þá en bætti því við að í núverandi ríkisfjármálaætlun séu stigin fyrstu skref í átt að því að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni. Þá segir hann að vinnumarkaðurinn þurfi einnig að stíga upp. „Það er stundum orðað þannig að ef það er vandi að þá þurfi fyrst að viðurkenna vandann og síðan taka ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð sína og að hann átti sig á því að það að ætla að hækka nafnlaun hjálpar ekki endilega fólki, heldur eykur verðbólguna sem þýðir að þá þarf að hækka stýrivexti.“ Rannveig rifjaði upp að byrjað hefði verið að tala um þjóðarsátt í fyrra gegn verðbólgunni. „Núna eftir á er ljóst að sú þjóðarsátt var þá greinilega bara um það að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. Kjarasamningar voru dýrir og framkvæmd þeirra mjög dýr og fjármálaætlun hefði getað verið mun metnaðarfyllri,“ segir Rannveig. „Þannig að vonandi verður umræða um þjóðarsátt núna ekki á þeim nótum að Seðlabankinn haldi áfram einn að hækka vexti heldur komi aðrir aðilar inn í þá þjóðarsátt.“ Áhrifamáttur peningastefnunnar mikill óháð verðtryggingu Þá vék Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundinum í kynningu sinni á ákvörðun peningastefnunefndar að umræðunni um að fjölgun heimila með verðtryggð lán þýði að peningastefna Seðlabankans hafi ekki lengur áhrif. „Ólíkt því sem haldið er fram í almennri umræðu skiptir þetta engu máli. Áhrifamáttur peningastefnunnar er alveg eins hvort sem hluti verðtryggðra lána er mikill eða lítill,“ segir Þórarinn. „Fullyrðingar um að peningastefnan ýti fólki í verðtryggð lán er rétt. Fullyrðingar um að hún hafi áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar er röng.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Þar sátu fyrir svörum Ásgeir Jónsson auk Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. Um var að ræða þrettándu hækkun stýrivaxta Seðlabankans í röð. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 2010. Telur Seðlabankann einan á báti Á fundinum var Ásgeir meðal annars spurður hvort hann teldi að hið opinbera taki nægilega ábyrgð á hækkandi verðbólgu og hvort að Seðlabankinn væri einn á báti í þeirri baráttu. „Svarið er já,“ sagði Ásgeir þá en bætti því við að í núverandi ríkisfjármálaætlun séu stigin fyrstu skref í átt að því að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni. Þá segir hann að vinnumarkaðurinn þurfi einnig að stíga upp. „Það er stundum orðað þannig að ef það er vandi að þá þurfi fyrst að viðurkenna vandann og síðan taka ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð sína og að hann átti sig á því að það að ætla að hækka nafnlaun hjálpar ekki endilega fólki, heldur eykur verðbólguna sem þýðir að þá þarf að hækka stýrivexti.“ Rannveig rifjaði upp að byrjað hefði verið að tala um þjóðarsátt í fyrra gegn verðbólgunni. „Núna eftir á er ljóst að sú þjóðarsátt var þá greinilega bara um það að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. Kjarasamningar voru dýrir og framkvæmd þeirra mjög dýr og fjármálaætlun hefði getað verið mun metnaðarfyllri,“ segir Rannveig. „Þannig að vonandi verður umræða um þjóðarsátt núna ekki á þeim nótum að Seðlabankinn haldi áfram einn að hækka vexti heldur komi aðrir aðilar inn í þá þjóðarsátt.“ Áhrifamáttur peningastefnunnar mikill óháð verðtryggingu Þá vék Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundinum í kynningu sinni á ákvörðun peningastefnunefndar að umræðunni um að fjölgun heimila með verðtryggð lán þýði að peningastefna Seðlabankans hafi ekki lengur áhrif. „Ólíkt því sem haldið er fram í almennri umræðu skiptir þetta engu máli. Áhrifamáttur peningastefnunnar er alveg eins hvort sem hluti verðtryggðra lána er mikill eða lítill,“ segir Þórarinn. „Fullyrðingar um að peningastefnan ýti fólki í verðtryggð lán er rétt. Fullyrðingar um að hún hafi áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar er röng.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira