„Munar um hvern einasta hval“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2023 15:15 Vísir/Getty/Rán Flygenring Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi. Myndaþáttinn má sjá hér. „Mitt fyrsta tilhlaup að aktívisma var þegar ég og Anna Sóley, vinkona mín, skrifuðum bréf í Moggann um Keikó.“ Vinkonurnar, þá átta og níu ára gamlar, höfðu frétt að háhyrningurinn væri illa haldinn í Ameríku og skrifuðu grein þar sem þær gagnrýndu gráðuga Ameríkana sem fengu allt sem þeir vildu. Ein af myndum Ránar sem birtust í myndaþættinum í dag.Rán Flygering „Ég sá fyrir mér að þetta yrði svaka hálfsíðugrein, og það væri kannski mynd af okkur og svo framvegis, en svo var þetta ekki nema einhverjar þrettán línur í Velvakanda,“ segir hún hlæjandi. Þó trúir hún að grein vinkvennanna hafi ef til vill verið fyrsta skrefið í átt að björgun háhyrningsins. Langreyðar notaðar í hundamat Rán segist alltaf hafa verið náttúruverndarsinni og látið umhverfismál sig varða. Hún hefur unnið sem teiknari lengi og nýtir gjarnan myndmál til að segja frá málefnum sem hún brennur fyrir. Hún segir frábært að geta tengt þau svið saman þar sem á milli séu allskonar teningar. Hvalur hf. er með leyfi út þetta ár til að stunda hvalveiðar.Rán Flygering „Það er nefnilega margt svo fullkomlega galið í þessum hvalabransa og hann eiginlega kjarnar hversu furðulegt samband við eigum orðið við náttúruna.“ Hún vekur athygli á að langreyðarnar, sem eru næststærsta dýr jarðar, séu notaðar í hundamat hinumegin á hnettinum. Kristján Loftsson er stærsti eigandinn í Hvali. Hann svarar sárasjaldan fyrirspurnum fjölmiðla.Rán Flygering Hún hafi einnig heyrt sögusagnir, þó óstaðfestar, um að hvalafita sé notuð í kynlífstæki á við gervipíkur. „Þetta er orðin svo mikil sturlun að þetta er orðið eins og einhver dystópía á Netflix!“ Segir afturköllun hvalveiðileyfis tímaspursmál Aðspurð hversu tímabær henni finnist vakning á málefnum hvalaveiða segir hún hana í raun koma allt of seint og að hún hefði mátt byrja fyrr. „Þetta er svo gróteskt dæmi um hverju er hægt að ná fram með peningum og frekju.“ Hún fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf. og segir að tími hvalveiða væri löngu liðinn ef ekki væri fyrir yfirgang og frekju í einum karli sem fengi sínu framgengt með ríkidæmi sínu og frekju. Rán segist almennt ekki vera mjög bjartsýn þegar kemur að málum sem tengjast náttúrunni. „En það munar um hvern einasta hval alveg eins og munar um hverja einustu manneskju, þannig að allt sem við gerum skiptir máli.“ Hún segir það þó vonandi tímaspursmál hvenær hvalveiðileyfið, sem stríði gegn alþjóðalögum og skynsemi, verði afturkallað. Hvalveiðar Hvalir Myndlist Tengdar fréttir Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31 Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Myndaþáttinn má sjá hér. „Mitt fyrsta tilhlaup að aktívisma var þegar ég og Anna Sóley, vinkona mín, skrifuðum bréf í Moggann um Keikó.“ Vinkonurnar, þá átta og níu ára gamlar, höfðu frétt að háhyrningurinn væri illa haldinn í Ameríku og skrifuðu grein þar sem þær gagnrýndu gráðuga Ameríkana sem fengu allt sem þeir vildu. Ein af myndum Ránar sem birtust í myndaþættinum í dag.Rán Flygering „Ég sá fyrir mér að þetta yrði svaka hálfsíðugrein, og það væri kannski mynd af okkur og svo framvegis, en svo var þetta ekki nema einhverjar þrettán línur í Velvakanda,“ segir hún hlæjandi. Þó trúir hún að grein vinkvennanna hafi ef til vill verið fyrsta skrefið í átt að björgun háhyrningsins. Langreyðar notaðar í hundamat Rán segist alltaf hafa verið náttúruverndarsinni og látið umhverfismál sig varða. Hún hefur unnið sem teiknari lengi og nýtir gjarnan myndmál til að segja frá málefnum sem hún brennur fyrir. Hún segir frábært að geta tengt þau svið saman þar sem á milli séu allskonar teningar. Hvalur hf. er með leyfi út þetta ár til að stunda hvalveiðar.Rán Flygering „Það er nefnilega margt svo fullkomlega galið í þessum hvalabransa og hann eiginlega kjarnar hversu furðulegt samband við eigum orðið við náttúruna.“ Hún vekur athygli á að langreyðarnar, sem eru næststærsta dýr jarðar, séu notaðar í hundamat hinumegin á hnettinum. Kristján Loftsson er stærsti eigandinn í Hvali. Hann svarar sárasjaldan fyrirspurnum fjölmiðla.Rán Flygering Hún hafi einnig heyrt sögusagnir, þó óstaðfestar, um að hvalafita sé notuð í kynlífstæki á við gervipíkur. „Þetta er orðin svo mikil sturlun að þetta er orðið eins og einhver dystópía á Netflix!“ Segir afturköllun hvalveiðileyfis tímaspursmál Aðspurð hversu tímabær henni finnist vakning á málefnum hvalaveiða segir hún hana í raun koma allt of seint og að hún hefði mátt byrja fyrr. „Þetta er svo gróteskt dæmi um hverju er hægt að ná fram með peningum og frekju.“ Hún fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf. og segir að tími hvalveiða væri löngu liðinn ef ekki væri fyrir yfirgang og frekju í einum karli sem fengi sínu framgengt með ríkidæmi sínu og frekju. Rán segist almennt ekki vera mjög bjartsýn þegar kemur að málum sem tengjast náttúrunni. „En það munar um hvern einasta hval alveg eins og munar um hverja einustu manneskju, þannig að allt sem við gerum skiptir máli.“ Hún segir það þó vonandi tímaspursmál hvenær hvalveiðileyfið, sem stríði gegn alþjóðalögum og skynsemi, verði afturkallað.
Hvalveiðar Hvalir Myndlist Tengdar fréttir Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31 Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31
Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01