Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2023 12:22 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Sigurjón Ólason Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær hvort leiðtogafundurinn hefði í reynd verið nýttur til að réttlæta stóraukinn vígbúnað íslensku lögreglunnar. „Já, þetta var einhver Pírataþingmaður sem var að spyrja um þetta. Það er nú oft sem maður verður var við úr þeirri áttinni að menn hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar og segir fundinn hafa verið eitt allra stærsta verkefni sem lögreglan hefði tekist á við. Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu með kíkisriffil.Vísir/Vilhelm „Það fylgdu þessu eðlilega mikil kaup á hinum fjölbreytta búnaði, bæði fatnaði, öryggisbúnaði, eins og vestum og öllu slíku. Og eitthvað af skotvopnum var keypt, mótorhjól og annað. Ég hef ekki skiptingu á þessum kostnaði,“ segir Jón. Í frétt Vísis í gær kom fram að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri um 350 milljónir króna. Ráðherrann hafnar því að fundurinn hafi verið notaður til að lauma auknum vopnabúnaði til lögreglunnar. „Það er ekkert verið að nota hann til að lauma þessu inn til landsins. Þetta var nauðsynlegur búnaður til að geta tekist á við þetta viðamikla verkefni.“ Fleiri lögreglumótorhjól voru keypt vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm „Eftir þetta erum við með lögreglulið sem er búið að fara í gegnum mikla viðbótarmenntun í vetur, mikla viðbótarþjálfun, lögreglumenn allsstaðar að af landinu. Við höfum náð að bæta búnað lögreglunnar á fjölbreyttu sviði. Þannig að eftir stöndum við með miklu öflugra lögreglulið að öllu leyti. Betur þjálfað, betur menntað og þjálfað og betur búið. Og ég fagna því og treysti lögreglunni fullkomlega til þess að fara með það, samkvæmt þeirri ábyrgð sem þeir sýna,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hér má sjá viðtal við ráðherrann um málið í heild: Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38 Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær hvort leiðtogafundurinn hefði í reynd verið nýttur til að réttlæta stóraukinn vígbúnað íslensku lögreglunnar. „Já, þetta var einhver Pírataþingmaður sem var að spyrja um þetta. Það er nú oft sem maður verður var við úr þeirri áttinni að menn hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar og segir fundinn hafa verið eitt allra stærsta verkefni sem lögreglan hefði tekist á við. Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu með kíkisriffil.Vísir/Vilhelm „Það fylgdu þessu eðlilega mikil kaup á hinum fjölbreytta búnaði, bæði fatnaði, öryggisbúnaði, eins og vestum og öllu slíku. Og eitthvað af skotvopnum var keypt, mótorhjól og annað. Ég hef ekki skiptingu á þessum kostnaði,“ segir Jón. Í frétt Vísis í gær kom fram að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri um 350 milljónir króna. Ráðherrann hafnar því að fundurinn hafi verið notaður til að lauma auknum vopnabúnaði til lögreglunnar. „Það er ekkert verið að nota hann til að lauma þessu inn til landsins. Þetta var nauðsynlegur búnaður til að geta tekist á við þetta viðamikla verkefni.“ Fleiri lögreglumótorhjól voru keypt vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm „Eftir þetta erum við með lögreglulið sem er búið að fara í gegnum mikla viðbótarmenntun í vetur, mikla viðbótarþjálfun, lögreglumenn allsstaðar að af landinu. Við höfum náð að bæta búnað lögreglunnar á fjölbreyttu sviði. Þannig að eftir stöndum við með miklu öflugra lögreglulið að öllu leyti. Betur þjálfað, betur menntað og þjálfað og betur búið. Og ég fagna því og treysti lögreglunni fullkomlega til þess að fara með það, samkvæmt þeirri ábyrgð sem þeir sýna,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hér má sjá viðtal við ráðherrann um málið í heild:
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38 Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38
Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45
Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27