Mótið hefst síðdegis á morgun og verða alls sautján lið frá tólf félögum með á mótinu. Þar á meðal eru lið frá meginlandi Evrópu, Ástralíu og Norður-Ameríku.
Leikið verður á tveimur völlum í innilaug Laugardalslaugar og er aðgangur að áhorfendapöllum ókeypis fyrir þá sem vilja kynna sér þessa skemmtilegu ólympíuíþrótt, sem Íslendingar tóku þátt í á Ólympíuleikunum í Berlín 1936.
Mótið í Laugardalnum er haldið af sundknattleiksdeild Ármanns, undir stjórn Glenns Moyle, fyrrverandi landsliðsmanns Nýja-Sjálands. Glenn hefur þjálfað Ármann síðustu 12 ár og hefur fjöldi félagsmanna margfaldast á seinni árum og umfang starfsins aukist mjög í samræmi við það.

Spilað verður á fimmtudaginn milli klukkan 17 og 20. Hlé verður á föstudag en keppt á laugardag og sunnudag á milli klukkan 12 og 18.