Eru lögfræðingar sérfræðingar í sársaukaskyni dýra? Ólafur Valsson skrifar 25. maí 2023 07:31 Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið. Matvælaráðherra og MAST vísa til ákvæða laga og bera fyrir sig lögfræðinga sem telja sig ekki þess búna að kveða á um hvenær dauðastríð langreyða sé innan marka laga sem segja að veiðar skuli valda villltum dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taka sem skemmstan tíma. Ljóst er að dýrin sem um ræðir eru með jafn þróað sársaukaskyn og við mannfólkið. Þetta vita flestir. Það liggur alveg ljóst fyrir að dýrin kveljast svona álíka einsog ef spjóti væri skutlað í okkur og svo togað í af afli. Vel kann að vera að lögfræðingarnir sem vitnað er til hafi einmitt áttað sig á að það er ekki þeirra að setja tímamörk á hvenær „sem skemmstur tími“ er nógu stuttur og hafi þessvegna ekki viljað eða getað sett fram ákveðin tímamörk sem eigi að gilda um langreyði. Það er nefnilega þeirra sem fagþekkinguna hafa að meta, að setja mörkin. Margra klukkutíma dauðastríð, og reyndar þó ekki væri nema nokkurra mínútna dauðastríð, er algjörlega óásættanlegt og það vitum við öll sem eitthvað þekkjum til sársaukaskyns dýra. Dýrið á að drepast samstundis og aðferðin verður að ná því í nánast öllum tilfellum, ella er hún ekki tæk. Ef aðferðir sem notaðar eru drepa ekki öll dýr sem skotin eru því sem næst samstundis þá uppfylla þær einfaldlega ekki skilyrði laga um dýravelferð og af því einu leiðir að drápin ætti að banna tafarlaust. Það er kominn tími til að sérfræðingar í dýrum setji mörkin um hve lengi og mikið veiddur hvalur má þjást. Við sem sérfræðingar verðum að slá í borðið. Ég geri það hér með. Margra klukkutíma dauðastríð rúmast vitaskuld alls ekki innan þess sem kallað er „sem skemmstur tími“. Drápsaðferðin uppfyllir á engan hátt ákvæði um að valda sem minnstum sársauka og er með öllu óásættanleg. Ég skora á ráðherra Svandísi Svavarsdóttur að banna veiðar strax. Það er ósómi af því dýraníði sem hér viðgengst. Hræðsla virðist við skaðabótamál. Kanski, en það má ekki verða til þess að murkað sé lífið úr tugum ef ekki hundruðum hvala á villimannslegan hátt. Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til. Hvernig væri að láta hvalina njóta vafans! Höfundur er dýralæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið. Matvælaráðherra og MAST vísa til ákvæða laga og bera fyrir sig lögfræðinga sem telja sig ekki þess búna að kveða á um hvenær dauðastríð langreyða sé innan marka laga sem segja að veiðar skuli valda villltum dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taka sem skemmstan tíma. Ljóst er að dýrin sem um ræðir eru með jafn þróað sársaukaskyn og við mannfólkið. Þetta vita flestir. Það liggur alveg ljóst fyrir að dýrin kveljast svona álíka einsog ef spjóti væri skutlað í okkur og svo togað í af afli. Vel kann að vera að lögfræðingarnir sem vitnað er til hafi einmitt áttað sig á að það er ekki þeirra að setja tímamörk á hvenær „sem skemmstur tími“ er nógu stuttur og hafi þessvegna ekki viljað eða getað sett fram ákveðin tímamörk sem eigi að gilda um langreyði. Það er nefnilega þeirra sem fagþekkinguna hafa að meta, að setja mörkin. Margra klukkutíma dauðastríð, og reyndar þó ekki væri nema nokkurra mínútna dauðastríð, er algjörlega óásættanlegt og það vitum við öll sem eitthvað þekkjum til sársaukaskyns dýra. Dýrið á að drepast samstundis og aðferðin verður að ná því í nánast öllum tilfellum, ella er hún ekki tæk. Ef aðferðir sem notaðar eru drepa ekki öll dýr sem skotin eru því sem næst samstundis þá uppfylla þær einfaldlega ekki skilyrði laga um dýravelferð og af því einu leiðir að drápin ætti að banna tafarlaust. Það er kominn tími til að sérfræðingar í dýrum setji mörkin um hve lengi og mikið veiddur hvalur má þjást. Við sem sérfræðingar verðum að slá í borðið. Ég geri það hér með. Margra klukkutíma dauðastríð rúmast vitaskuld alls ekki innan þess sem kallað er „sem skemmstur tími“. Drápsaðferðin uppfyllir á engan hátt ákvæði um að valda sem minnstum sársauka og er með öllu óásættanleg. Ég skora á ráðherra Svandísi Svavarsdóttur að banna veiðar strax. Það er ósómi af því dýraníði sem hér viðgengst. Hræðsla virðist við skaðabótamál. Kanski, en það má ekki verða til þess að murkað sé lífið úr tugum ef ekki hundruðum hvala á villimannslegan hátt. Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til. Hvernig væri að láta hvalina njóta vafans! Höfundur er dýralæknir.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun