Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2023 16:23 Fram hefur komið að sjúklingurinn var með lungnabólgu en var sendur aftur á geðdeild af bráðamóttöku í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Steinu Árnadóttur, 62 ára gömlum hjúkrunarfræðingi, sem er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn var haldið áfram í dag. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk með þeim afleiðingum að hún kafnaði 16. ágúst árið 2021. Fram hefur komið að sjúklingurinn var með lungnabólgu en var sendur aftur á geðdeild af bráðamóttöku í Fossvogi. Starfsfólk geðdeildar var óánægt með þá ákvörðun og gerði svokallaða atvikaskráningu sem er gert þegar óvænt atviki koma upp á spítalanum. Steina var jafnframt eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt þegar konan lést en miðað var við að þeir ættu að vera tveir á kvöldvakt. Með henni voru þrír lítt reyndir starfsmenn. Alvarlega veik, bæði andlega og líkamlega Sérnámslæknir sem annaðist konuna á geðdeild þennan dag lýsti því fyrir dómi að konan hefði verið mjög alvarlega veik, bæði andlega og líkamlega. Hún hefði verið þungt haldin af geðklofa, verið horuð og því illa í stakk búin til þess að takast á við lungnabólgu sem hún greindist með að morgni dagsins sem hún lést. Sjúklingurinn var því sendur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með ósk um að hann yrði lagður inn á lyflækningadeild. Sérnámslæknirinn sagðist hafa imprað sérstaklega á því að konan þyrfti að komast þangað inn vegna þess hve alvarlega veik hún væri. Læknir sem tók á móti konunni á bráðadeild sagði að hún hefði fengið sýklalyf í æð, vökva og súrefni þar. Hún hafi að mati lækna þar ekki verið talin bráðveik. Læknum á lyflækningadeild hafi ekki þótt ástæða til að leggja hana inn þar og þeir lagt til að hún yrði aftur flutt á geðdeildina. Ýmsir aðrir þættir höfðu áhrif á ákvörðunina að senda konuna aftur á geðdeild, að sögn bráðalæknisins. Konunni hefði liðið ömurlega á bráðamóttökunni þar sem hún var í svokölluðu bráðastæði þar sem voru flóurljós og hávaði. Hún hafi grátbeðið um að vera flutt aftur á geðdeildina. Staðan á lyflækningadeild hefði þýtt að konan hefði þurft að dvelja í að minnsta kosti sólarhring í viðbót á bráðamóttökunni. Þá hafi konan að auki verið nauðungarvistuð vegna sjálfsvígshættu sem þýddi að sitja hefði þurft yfir henni á bráðamóttökunni. „Þetta spilaði allt saman ákveðið hlutverk,“ sagði læknirinn á bráðadeild. Hafi undirstrikað mikilvægi að lesa yfir fyrirmæli Sérnámslæknirinn á geðdeildinni sagði að þeim hafi þótt alvarlegt að konan væri flutt aftur þangað. Læknar þar hafi þó reynt að bregðast við í samráði við sérfræðing og setja upp áætlun um umönnun konunnar. Áætlunin fólst í sýklalyfjagjöf, þéttum mælingum og lágum þröskuldi að flytja konuna annað, mögulega á gjörgæslu. Hafði læknirinn sérstaklega á orði að það væri afar óvanalegt að áætlun væri um að flytja mögulega sjúkling af geðdeild á gjörgæslu. Hjúkrunarfræðingur sem annaðist sjúklinginn á morgunvaktinni daginn örlgagaríka sagði fyrir dómi í morgun að konan hefði átt að vera á lyflækningadeild en því var borið við að ekki væri hægt að færa konuna þangað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún og annar hjúkunarfræðingur á vaktinni hafi ekki verið sáttar við að sjúklingurinn væri á deildinni því hann fengi ekki þá meðferð sem hann þyrfti á að halda. Konan hafi þurft mikið eftirlit samkvæmt ítarlegum fyrirmælum læknis. Við vaktaskipti sagði hjúkrunarfræðingurinn að hann hefði byrjað að lesa fyrirmælin fyrir Steinu en gefist upp þar sem ekki væri hægt að meðtaka þau öll munnlega. Undirstrikaði hún við Steinu mikilvægi þess að lesa vel yfir fyrirmælin. „Ég myndi ekki kalla þetta agalegt“ Töluvert hefur verið rætt um mönnun á kvöldvaktinni á geðdeildinni kvöldið sem konan lést. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt jafnvel þó að miðað væri við að þeir væru tveir á kvöldvaktinni. Samstarfskonur hennar þrjár á vaktinni; sjúkraliði, sjúkraliðanemi og stuðningsfulltrúi, voru reynslulitlar. Á morgunvaktina vantaði einnig hjúkrunarfræðing. Aðstoðardeildarstjóri 33A sagðist hafa reynt að fá mannskap á kvöldvaktina en það hafi ekki gengið. Kjörmönnun hafi ekki náðst en deildin hafi ekki verið full og alla jafna hefði mönnunin átt að duga. „Ég myndi ekki kalla þetta agalegt,“ sagði þáverandi aðstoðardeildarstjórinn. Sigríður Gunnarsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Landspítalanum, sagði engar reglur um lágmarksmönnun í hjúkrun. Mönnun væri stillt upp eftir fjárveitingum til spítalans og framboði á hjúkrunarfræðingum. Það síðarnefnda hefði yfirleitt reynst takmarkandi þátturinn í að mönnun. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, kom fyrir dóminn.Vísir/Egill Daglegt mat færi fram á álagi á hjúkrun á deildum. „Þennan dag sem um ræðir var mönnun á rauðu samkvæmt þessum mælingum,“ sagði Sigríður og átti við dagvaktina, áður en Steina kom á vaktina. „Það þýðir að mönnunin, sá mannafli sem er að störfum, er talinn ófullnægjandi fyrir þau hjúkrunarverkefni sem þarf að framkvæma á deildinni,“ sagði hún. Henni þætti líklegt að framboð á starfsfólki hafi komið í veg fyrir að hægt hefði verið að fullmanna kvöldvaktina þennan dag. Þegar þetta gerðist hafi sumarleyfi enn verið í gangi auk þess sem spítalinn var á hættustigi vegna kórónuveirunnar. Mikið álag hafi verið á spítalanum. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. 24. maí 2023 08:33 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Steinu Árnadóttur, 62 ára gömlum hjúkrunarfræðingi, sem er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn var haldið áfram í dag. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk með þeim afleiðingum að hún kafnaði 16. ágúst árið 2021. Fram hefur komið að sjúklingurinn var með lungnabólgu en var sendur aftur á geðdeild af bráðamóttöku í Fossvogi. Starfsfólk geðdeildar var óánægt með þá ákvörðun og gerði svokallaða atvikaskráningu sem er gert þegar óvænt atviki koma upp á spítalanum. Steina var jafnframt eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt þegar konan lést en miðað var við að þeir ættu að vera tveir á kvöldvakt. Með henni voru þrír lítt reyndir starfsmenn. Alvarlega veik, bæði andlega og líkamlega Sérnámslæknir sem annaðist konuna á geðdeild þennan dag lýsti því fyrir dómi að konan hefði verið mjög alvarlega veik, bæði andlega og líkamlega. Hún hefði verið þungt haldin af geðklofa, verið horuð og því illa í stakk búin til þess að takast á við lungnabólgu sem hún greindist með að morgni dagsins sem hún lést. Sjúklingurinn var því sendur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með ósk um að hann yrði lagður inn á lyflækningadeild. Sérnámslæknirinn sagðist hafa imprað sérstaklega á því að konan þyrfti að komast þangað inn vegna þess hve alvarlega veik hún væri. Læknir sem tók á móti konunni á bráðadeild sagði að hún hefði fengið sýklalyf í æð, vökva og súrefni þar. Hún hafi að mati lækna þar ekki verið talin bráðveik. Læknum á lyflækningadeild hafi ekki þótt ástæða til að leggja hana inn þar og þeir lagt til að hún yrði aftur flutt á geðdeildina. Ýmsir aðrir þættir höfðu áhrif á ákvörðunina að senda konuna aftur á geðdeild, að sögn bráðalæknisins. Konunni hefði liðið ömurlega á bráðamóttökunni þar sem hún var í svokölluðu bráðastæði þar sem voru flóurljós og hávaði. Hún hafi grátbeðið um að vera flutt aftur á geðdeildina. Staðan á lyflækningadeild hefði þýtt að konan hefði þurft að dvelja í að minnsta kosti sólarhring í viðbót á bráðamóttökunni. Þá hafi konan að auki verið nauðungarvistuð vegna sjálfsvígshættu sem þýddi að sitja hefði þurft yfir henni á bráðamóttökunni. „Þetta spilaði allt saman ákveðið hlutverk,“ sagði læknirinn á bráðadeild. Hafi undirstrikað mikilvægi að lesa yfir fyrirmæli Sérnámslæknirinn á geðdeildinni sagði að þeim hafi þótt alvarlegt að konan væri flutt aftur þangað. Læknar þar hafi þó reynt að bregðast við í samráði við sérfræðing og setja upp áætlun um umönnun konunnar. Áætlunin fólst í sýklalyfjagjöf, þéttum mælingum og lágum þröskuldi að flytja konuna annað, mögulega á gjörgæslu. Hafði læknirinn sérstaklega á orði að það væri afar óvanalegt að áætlun væri um að flytja mögulega sjúkling af geðdeild á gjörgæslu. Hjúkrunarfræðingur sem annaðist sjúklinginn á morgunvaktinni daginn örlgagaríka sagði fyrir dómi í morgun að konan hefði átt að vera á lyflækningadeild en því var borið við að ekki væri hægt að færa konuna þangað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún og annar hjúkunarfræðingur á vaktinni hafi ekki verið sáttar við að sjúklingurinn væri á deildinni því hann fengi ekki þá meðferð sem hann þyrfti á að halda. Konan hafi þurft mikið eftirlit samkvæmt ítarlegum fyrirmælum læknis. Við vaktaskipti sagði hjúkrunarfræðingurinn að hann hefði byrjað að lesa fyrirmælin fyrir Steinu en gefist upp þar sem ekki væri hægt að meðtaka þau öll munnlega. Undirstrikaði hún við Steinu mikilvægi þess að lesa vel yfir fyrirmælin. „Ég myndi ekki kalla þetta agalegt“ Töluvert hefur verið rætt um mönnun á kvöldvaktinni á geðdeildinni kvöldið sem konan lést. Steina var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt jafnvel þó að miðað væri við að þeir væru tveir á kvöldvaktinni. Samstarfskonur hennar þrjár á vaktinni; sjúkraliði, sjúkraliðanemi og stuðningsfulltrúi, voru reynslulitlar. Á morgunvaktina vantaði einnig hjúkrunarfræðing. Aðstoðardeildarstjóri 33A sagðist hafa reynt að fá mannskap á kvöldvaktina en það hafi ekki gengið. Kjörmönnun hafi ekki náðst en deildin hafi ekki verið full og alla jafna hefði mönnunin átt að duga. „Ég myndi ekki kalla þetta agalegt,“ sagði þáverandi aðstoðardeildarstjórinn. Sigríður Gunnarsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Landspítalanum, sagði engar reglur um lágmarksmönnun í hjúkrun. Mönnun væri stillt upp eftir fjárveitingum til spítalans og framboði á hjúkrunarfræðingum. Það síðarnefnda hefði yfirleitt reynst takmarkandi þátturinn í að mönnun. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, kom fyrir dóminn.Vísir/Egill Daglegt mat færi fram á álagi á hjúkrun á deildum. „Þennan dag sem um ræðir var mönnun á rauðu samkvæmt þessum mælingum,“ sagði Sigríður og átti við dagvaktina, áður en Steina kom á vaktina. „Það þýðir að mönnunin, sá mannafli sem er að störfum, er talinn ófullnægjandi fyrir þau hjúkrunarverkefni sem þarf að framkvæma á deildinni,“ sagði hún. Henni þætti líklegt að framboð á starfsfólki hafi komið í veg fyrir að hægt hefði verið að fullmanna kvöldvaktina þennan dag. Þegar þetta gerðist hafi sumarleyfi enn verið í gangi auk þess sem spítalinn var á hættustigi vegna kórónuveirunnar. Mikið álag hafi verið á spítalanum.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. 24. maí 2023 08:33 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52
Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. 24. maí 2023 08:33
„Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54