98,7 prósenta áhorf á Eurovision Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 10:18 Flestir Evrópumenn vildu sjá Finna sigra keppnina en dómnefndirnar voru ósammála. Getty Nærri allir sem horfðu á sjónvarp laugardagskvöldið 13. maí, milli klukkan 19 og 23, á Íslandi horfðu á Eurovision. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu. Athygli vekur að mun fleiri Íslendingar horfðu á lokakvöld Eurovsion í ár en á síðasta ári, um 160 þúsund manns samanborið við um 130 þúsund í fyrra. Árið 2022 komst íslenska atriðið „Með hækkandi sól“ í úrslitin en „Power“ með Diljá komst ekki upp úr undanriðli í ár. Eins og í fyrra var áhorfið þó mun meira á undankeppnina. 260 þúsund manns fylgdust með henni, samanborið við 240 þúsund í fyrra. Vinsælt í Bretlandi en ekki Úkraínu Óhætt er að segja að Íslendingar séu Eurovision óðasta þjóð Evrópu. Ekkert annað land kemst nálægt sjónvarpshlutdeildinni. Í öðru sæti eru Norðmenn með 87,8 prósent, þá Finnar með 85,6 og Svíar með 82,3. Af stórþjóðum Evrópu hafa Bretar lang mestan áhuga. Þar horfðu 63 prósent á lokakvöld Eurovision, tæplega tíu milljón manns og aukning um ellefu prósent frá fyrra ári. átta milljón Þjóðverja horfðu á lokakvöldið, fimm milljónir Ítala og Spánverja og rúmlega þrjár milljónir Frakka. Fleiri Íslendingar fylgdust með keppninni í ár þrátt fyrir að Diljá hafi ekki komist upp úr undanriðli eins og Systur í fyrra gerðu.Getty Áhorfið í Úkraínu var innan við 20 prósent, alls tæplega 600 þúsund manns. Áhorfið var einnig lítið í Ástralíu, tæplega 400 þúsund horfðu á lokakvöldið þar í landi. Vinsælt hjá ungu fólki Samanlagt horfðu 34 milljónir á undankeppnina í sjónvarpi og rúmlega 53 milljónir á lokakvöldið, aukning um eina milljón frá árinu áður. Heildaráhorfið í Evrópu var tæplega 41 prósent. Keppnin var sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki, frá 15 til 24 ára, þar sem áhorfið var 53,5 prósent. Þá horfðu rúmlega tíu milljón manns á keppnina á opinberri Youtube rás EBU, sambandið evrópskra sjónvarpsstöðva. 45 milljón manns frá 232 löndum og svæðum horfðu á eitthvað efni af rásinni á meðan keppnin var í gangi. Alls náði keppnin til 162 milljón manns. Eurovision Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40 Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06 Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Athygli vekur að mun fleiri Íslendingar horfðu á lokakvöld Eurovsion í ár en á síðasta ári, um 160 þúsund manns samanborið við um 130 þúsund í fyrra. Árið 2022 komst íslenska atriðið „Með hækkandi sól“ í úrslitin en „Power“ með Diljá komst ekki upp úr undanriðli í ár. Eins og í fyrra var áhorfið þó mun meira á undankeppnina. 260 þúsund manns fylgdust með henni, samanborið við 240 þúsund í fyrra. Vinsælt í Bretlandi en ekki Úkraínu Óhætt er að segja að Íslendingar séu Eurovision óðasta þjóð Evrópu. Ekkert annað land kemst nálægt sjónvarpshlutdeildinni. Í öðru sæti eru Norðmenn með 87,8 prósent, þá Finnar með 85,6 og Svíar með 82,3. Af stórþjóðum Evrópu hafa Bretar lang mestan áhuga. Þar horfðu 63 prósent á lokakvöld Eurovision, tæplega tíu milljón manns og aukning um ellefu prósent frá fyrra ári. átta milljón Þjóðverja horfðu á lokakvöldið, fimm milljónir Ítala og Spánverja og rúmlega þrjár milljónir Frakka. Fleiri Íslendingar fylgdust með keppninni í ár þrátt fyrir að Diljá hafi ekki komist upp úr undanriðli eins og Systur í fyrra gerðu.Getty Áhorfið í Úkraínu var innan við 20 prósent, alls tæplega 600 þúsund manns. Áhorfið var einnig lítið í Ástralíu, tæplega 400 þúsund horfðu á lokakvöldið þar í landi. Vinsælt hjá ungu fólki Samanlagt horfðu 34 milljónir á undankeppnina í sjónvarpi og rúmlega 53 milljónir á lokakvöldið, aukning um eina milljón frá árinu áður. Heildaráhorfið í Evrópu var tæplega 41 prósent. Keppnin var sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki, frá 15 til 24 ára, þar sem áhorfið var 53,5 prósent. Þá horfðu rúmlega tíu milljón manns á keppnina á opinberri Youtube rás EBU, sambandið evrópskra sjónvarpsstöðva. 45 milljón manns frá 232 löndum og svæðum horfðu á eitthvað efni af rásinni á meðan keppnin var í gangi. Alls náði keppnin til 162 milljón manns.
Eurovision Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40 Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06 Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. 14. maí 2023 09:40
Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. 12. maí 2023 09:06
Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. 11. maí 2023 21:09