Óskar eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða byssur voru keyptar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 11:32 Arndís Anna hefur óskað eftir nánari upplýsingum um vopnakaup lögreglunnar vegna leiðtogafundarins í Hörpu. Vísir/Arnar Þingmaður Pírata hefur óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þingmaðurinn segir ekki hægt að veita lögreglu meira vald án aðkomu þjóðarinnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“ Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira