Pink Floyd stjarna til rannsóknar vegna búnings Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 09:27 Waters hefur um áratuga skeið klæðst búningnum. Hérna er hann í Zurich í Sviss árið 2013. EPA Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista. Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa. Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa.
Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira