„Toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 14:16 Strákarnir í Handkastinu ræddu um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. Tæpir hundrað dagar eru liðnir síðan þjálfaraleitin hófst, en nú virðist stefna í að Snorri Steinn Guðjónsson verði kynntur til leiks sem þjálfari liðsins í næstu viku. „Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar. Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar.
Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn