Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. maí 2023 15:28 Phillip Schofield hefur lengi verið vinsælasti sjónvarpsmaður Bretlands. Spjót slúðurblaðanna beinast nú að honum. Getty/Max Mumby Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Mikið hefur farið fyrir Schofield, sem stýrði morgunþættinum vinsæla This morning á ITV, á forsíðum bresku slúðurblaðanna síðustu daga, eða frá því að hann viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við mun yngri samstarfsmann á stöðinni. Schofield er sjálfur 61 árs. Hann skildi við eiginkonu sína til margra ára fyrir tveimur árum þegar hann kom út úr skápnum. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í blaðinu Daily mail þar sem hann gekkst við sambandinu og viðurkenndi að hafa logið að öðrum samstarfsmönnum og vinnuveitenda, sem hafði rannsakað sambandið í kjölfar ábendinga. Hann hefur nú sent ITV lausnarbeiðni. Kynntist táningi Samkvæmt Sky news átti Schofield í sambandi við mann sem var táningur þegar þeir Schofield kynntust fyrst. Sá hafi ekki viljað að samband þeirra yrði opinbert. Í yfirlýsingu sagði Schofield að báðir hafi verið samþykkir sambandinu. „Öfugt við getgátur kynntist ég honum þegar hann var enn táningur og ég var beðinn um að ryðja brautina fyrir hann innan bransans. Það var ekki fyrr en hann hóf störf við þáttagerðina sem sambandið varð meira en vinasamband,“ segir í yfirlýsingu Schofield. „Þetta samband var heimskulegt, en ekki ólöglegt. Það er nú búið.“ Lygari með ranghugmyndir Eamonn Holmes sem stýrði morgunþættinum með Schofield gaf einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar Schofield lygara og að hann væri „tregur til að gefa lygaranum meira umtal.“ Yfirlýsinguna sendi Holmes frá sér vegna orða Schofield um að gagnrýnendur hans væru aðeins „nokkrir einstaklingar sem hafa lengi haft horn í síðu mér,“ eins og hann orðaði það. Holmes taldi orðunum beint að sér og svaraði fullum hálsi: „Þú valdir ranga manneskju... ef þú ert að leita þér að slag.“ Félagarnir og fyrrum samstarfsmennirnir Eamonn og Phillip þegar allt lék í lyndi við stjórn morgunþáttarins.Skjáskot Bretland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir Schofield, sem stýrði morgunþættinum vinsæla This morning á ITV, á forsíðum bresku slúðurblaðanna síðustu daga, eða frá því að hann viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við mun yngri samstarfsmann á stöðinni. Schofield er sjálfur 61 árs. Hann skildi við eiginkonu sína til margra ára fyrir tveimur árum þegar hann kom út úr skápnum. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í blaðinu Daily mail þar sem hann gekkst við sambandinu og viðurkenndi að hafa logið að öðrum samstarfsmönnum og vinnuveitenda, sem hafði rannsakað sambandið í kjölfar ábendinga. Hann hefur nú sent ITV lausnarbeiðni. Kynntist táningi Samkvæmt Sky news átti Schofield í sambandi við mann sem var táningur þegar þeir Schofield kynntust fyrst. Sá hafi ekki viljað að samband þeirra yrði opinbert. Í yfirlýsingu sagði Schofield að báðir hafi verið samþykkir sambandinu. „Öfugt við getgátur kynntist ég honum þegar hann var enn táningur og ég var beðinn um að ryðja brautina fyrir hann innan bransans. Það var ekki fyrr en hann hóf störf við þáttagerðina sem sambandið varð meira en vinasamband,“ segir í yfirlýsingu Schofield. „Þetta samband var heimskulegt, en ekki ólöglegt. Það er nú búið.“ Lygari með ranghugmyndir Eamonn Holmes sem stýrði morgunþættinum með Schofield gaf einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar Schofield lygara og að hann væri „tregur til að gefa lygaranum meira umtal.“ Yfirlýsinguna sendi Holmes frá sér vegna orða Schofield um að gagnrýnendur hans væru aðeins „nokkrir einstaklingar sem hafa lengi haft horn í síðu mér,“ eins og hann orðaði það. Holmes taldi orðunum beint að sér og svaraði fullum hálsi: „Þú valdir ranga manneskju... ef þú ert að leita þér að slag.“ Félagarnir og fyrrum samstarfsmennirnir Eamonn og Phillip þegar allt lék í lyndi við stjórn morgunþáttarins.Skjáskot
Bretland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira