Leitin að fullkomnun Skúli Bragi Geirdal skrifar 30. maí 2023 08:31 Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina. Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig. Ég rúlla gegnum hvern listann á fætur öðrum yfir bestu staðina í borginni og ég átta mig fljótlega á því að ég muni á endanum neyðast til þess að þurfa að taka ákvörðun sjálfur um hverskonar mat mig langi í. Vandinn er bara sá að ég veit það ekki og það er erfitt að líta inn á við og treysta á innsæið, sérstaklega þegar að maður er svangur. Ég tek smá útúrdúr á samfélagsmiðlum og sé þar alla vera að lifa lífinu til fulls í filteraðri fullkomnun, ég hlýt að geta það líka með símann að vopni. Mig langar bara ekki að þurfa að taka þessa sjálfstæðu ákvörðun og fer því að lesa ummæli fyrrum viðskiptavina af þeim stöðum sem eru álitlegastir miðað við myndir. Hver staðurinn á fætur öðrum dettur út eftir lestur á hryllingssögum og upplifunum á óheyrilegum dónaskap. Eftir sit ég einn, með ærandi garnagaul, svengri en þegar að ég lagði af stað í rannsóknarvinnuna og ennþá ekki búinn að finna þann rétta. Þvert á móti komst ég að því að hinn fullkomni staður fyrir mig er ekki til! Hvað er eiginlega að mér, af hverju vel ég ekki bara einn af þessum stöðum sem er í kringum mig? En hvað ef maturinn þar er ekki nógu góður og girnilega fram reiddur? Eina sem ég vil er staður sem lítur vel út, eldar góðan mat sem hentar mínum smekk, sem leggur sig fram við að þjóna mínum þörfum, er með flekklaust orðspor, ekki langt í burtu og helst ekki of dýr. Ég bið ekki um of mikið, eða hvað? Er þetta ekki einmitt staðurinn sem við erum öll að leita af? Við ættum nú alveg að geta fundið hann sítengd og með þetta ótakmarkaða aðgengi að upplýsingum öllum stundum. Eða hvað? Erum við kannski bara öll týnd í skóginum og sjáum hann ekki fyrir trjánum? DING! Ég fæ tilkynningu um „match“ á stefnumótamiðli. Það er einhverjum sem líkar við mig. Hver ætli þetta sé? Æi nei myndirnar eru eitthvað pínu skrítnar, ég ætla frekar að bíða eftir næsta... Samt er ég kominn á samfélagsmiðla að fletta viðkomandi upp og finn þar fleiri litlar ástæður fyrir því að viðkomandi er ekki nógu fullkomin fyrir mig. Ég veit alveg að ég er ekki fullkominn sjálfur, en samt þurfa aðrir að vera það. Tíminn er dýrmætur og þótt ég sitji einn í útlöndum, fastur í símanum, þá ætla ég ekki að sóa honum í slæmar upplifanir. Maturinn, drykkurinn, félagsskapurinn og allar upplifanir verða að vera þess virði. Leitin heldur því áfram.. Ohh batteríið er að klárast því ég er búinn að vera svo mikið í símanum. Ég ætti kannski að kaupa mér nýjan síma hérna úti. Saman höldum við Google af stað í leit að nýjum síma handa mér sem verður að tikka í öll boxin til þess að vera þess virði að fjárfesta í honum. Eftir dágóða leit er ég aftur engu nær og man að ég er enn ekki búinn að borða neitt því ég var ekki búinn að finna fullkomna veitingastaðinn... Ég held því áfram að nota gamla símann. Skjárinn er vissulega smá brotinn, komnar smá rispur á bakið og endingin á batteríinu ekki eins góð og hún var hérna áður fyrr. Hann stendur samt sem áður fyrir sínu. Pínu eins og ég sjálfur. Þrátt fyrir að vera ekki fullkominn þá er hann samt alveg nógu góður. Hvaðan kemur þessi stöðuga pressa? Síminn slekkur á sér og ég horfi á svartan skjáinn þar sem ég finn mína eigin spegilmynd. Ert það kannski þú sem ert alltaf að búa til þessa pressu hjá mér? Er ég kannski minn versti óvinur? Í staðinn fyrir að sitja hér í fríi í Osló að stara á símann minn í leit af fullkomnun í ófullkomnum heimi ætti ég kannski frekar að líta upp og byrja að upplifa borgina með öllum þeim kostum og göllum sem henni fylgja? Hér hef ég setið fastur í upplýsingaóreiðunni að reyna að elta óraunhæf og yfirborðskennd útlitsviðmið og lífstíl. Eftir sit ég týndur og enn óhamingjusamari en þegar að ég lagði af stað í þetta ferðalag sem ég er búinn að bíða eftir í margar vikur. Þreyttur, svangur og bugaður held ég aftur heim á hótelið mitt. Aftur heim í þægindin á minn samastað í þessari stóru borg sem ég er að heimsækja í fyrsta skipti. Þar fann ég öruggt borð á veitingastaðnum á hótelinu og pantaði rétt dagsins því það var það sem þjónninn mælti með. Þvílíkur léttir og mikið ofboðslega sem það var gott að fá loksins að borða! Saddur og sæll hellist aftur yfir mig valkvíðinn. Hvað ætla ég að gera í kvöld? Hvernig ætla ég að eyða morgundeginum? Í hverju á ég að vera? Hvar ætla ég að borða á morgun og ætli ég þurfi að panta borð? Aftur næ ég í símann og opna leitarvélarnar og öppin til þess að hjálpa mér að skipuleggja fullkomna daginn, í fullkomna dressinu, að borða fullkoma matinn svo ég geti nú sýnt öllum á samfélagsmiðlum hvað ég er frábær og hef það gott. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina. Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig. Ég rúlla gegnum hvern listann á fætur öðrum yfir bestu staðina í borginni og ég átta mig fljótlega á því að ég muni á endanum neyðast til þess að þurfa að taka ákvörðun sjálfur um hverskonar mat mig langi í. Vandinn er bara sá að ég veit það ekki og það er erfitt að líta inn á við og treysta á innsæið, sérstaklega þegar að maður er svangur. Ég tek smá útúrdúr á samfélagsmiðlum og sé þar alla vera að lifa lífinu til fulls í filteraðri fullkomnun, ég hlýt að geta það líka með símann að vopni. Mig langar bara ekki að þurfa að taka þessa sjálfstæðu ákvörðun og fer því að lesa ummæli fyrrum viðskiptavina af þeim stöðum sem eru álitlegastir miðað við myndir. Hver staðurinn á fætur öðrum dettur út eftir lestur á hryllingssögum og upplifunum á óheyrilegum dónaskap. Eftir sit ég einn, með ærandi garnagaul, svengri en þegar að ég lagði af stað í rannsóknarvinnuna og ennþá ekki búinn að finna þann rétta. Þvert á móti komst ég að því að hinn fullkomni staður fyrir mig er ekki til! Hvað er eiginlega að mér, af hverju vel ég ekki bara einn af þessum stöðum sem er í kringum mig? En hvað ef maturinn þar er ekki nógu góður og girnilega fram reiddur? Eina sem ég vil er staður sem lítur vel út, eldar góðan mat sem hentar mínum smekk, sem leggur sig fram við að þjóna mínum þörfum, er með flekklaust orðspor, ekki langt í burtu og helst ekki of dýr. Ég bið ekki um of mikið, eða hvað? Er þetta ekki einmitt staðurinn sem við erum öll að leita af? Við ættum nú alveg að geta fundið hann sítengd og með þetta ótakmarkaða aðgengi að upplýsingum öllum stundum. Eða hvað? Erum við kannski bara öll týnd í skóginum og sjáum hann ekki fyrir trjánum? DING! Ég fæ tilkynningu um „match“ á stefnumótamiðli. Það er einhverjum sem líkar við mig. Hver ætli þetta sé? Æi nei myndirnar eru eitthvað pínu skrítnar, ég ætla frekar að bíða eftir næsta... Samt er ég kominn á samfélagsmiðla að fletta viðkomandi upp og finn þar fleiri litlar ástæður fyrir því að viðkomandi er ekki nógu fullkomin fyrir mig. Ég veit alveg að ég er ekki fullkominn sjálfur, en samt þurfa aðrir að vera það. Tíminn er dýrmætur og þótt ég sitji einn í útlöndum, fastur í símanum, þá ætla ég ekki að sóa honum í slæmar upplifanir. Maturinn, drykkurinn, félagsskapurinn og allar upplifanir verða að vera þess virði. Leitin heldur því áfram.. Ohh batteríið er að klárast því ég er búinn að vera svo mikið í símanum. Ég ætti kannski að kaupa mér nýjan síma hérna úti. Saman höldum við Google af stað í leit að nýjum síma handa mér sem verður að tikka í öll boxin til þess að vera þess virði að fjárfesta í honum. Eftir dágóða leit er ég aftur engu nær og man að ég er enn ekki búinn að borða neitt því ég var ekki búinn að finna fullkomna veitingastaðinn... Ég held því áfram að nota gamla símann. Skjárinn er vissulega smá brotinn, komnar smá rispur á bakið og endingin á batteríinu ekki eins góð og hún var hérna áður fyrr. Hann stendur samt sem áður fyrir sínu. Pínu eins og ég sjálfur. Þrátt fyrir að vera ekki fullkominn þá er hann samt alveg nógu góður. Hvaðan kemur þessi stöðuga pressa? Síminn slekkur á sér og ég horfi á svartan skjáinn þar sem ég finn mína eigin spegilmynd. Ert það kannski þú sem ert alltaf að búa til þessa pressu hjá mér? Er ég kannski minn versti óvinur? Í staðinn fyrir að sitja hér í fríi í Osló að stara á símann minn í leit af fullkomnun í ófullkomnum heimi ætti ég kannski frekar að líta upp og byrja að upplifa borgina með öllum þeim kostum og göllum sem henni fylgja? Hér hef ég setið fastur í upplýsingaóreiðunni að reyna að elta óraunhæf og yfirborðskennd útlitsviðmið og lífstíl. Eftir sit ég týndur og enn óhamingjusamari en þegar að ég lagði af stað í þetta ferðalag sem ég er búinn að bíða eftir í margar vikur. Þreyttur, svangur og bugaður held ég aftur heim á hótelið mitt. Aftur heim í þægindin á minn samastað í þessari stóru borg sem ég er að heimsækja í fyrsta skipti. Þar fann ég öruggt borð á veitingastaðnum á hótelinu og pantaði rétt dagsins því það var það sem þjónninn mælti með. Þvílíkur léttir og mikið ofboðslega sem það var gott að fá loksins að borða! Saddur og sæll hellist aftur yfir mig valkvíðinn. Hvað ætla ég að gera í kvöld? Hvernig ætla ég að eyða morgundeginum? Í hverju á ég að vera? Hvar ætla ég að borða á morgun og ætli ég þurfi að panta borð? Aftur næ ég í símann og opna leitarvélarnar og öppin til þess að hjálpa mér að skipuleggja fullkomna daginn, í fullkomna dressinu, að borða fullkoma matinn svo ég geti nú sýnt öllum á samfélagsmiðlum hvað ég er frábær og hef það gott. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun