Sport

Segir það að vinna gullið muni ekki laga vandamálið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Peaty hefur unnið mörg gullverðlaun á ferli sínum þar af þrjú þeirra á Ólympíuleikunum.
Adam Peaty hefur unnið mörg gullverðlaun á ferli sínum þar af þrjú þeirra á Ólympíuleikunum. Getty/Elsa

Breski Ólympíumeistarinn Adam Peaty hefur verið að glíma við andleg veikindi og dró sig meðal annars úr keppni á breska meistaramótinu í apríl.

Peaty hefur orðið þrisvar sinnum Ólympíumeistari, vann eitt gull í Ríó 2016 og tvö til viðbótar í Tókýó 2021. Hann hefur einnig unnið átta heimsmeistaratitla og sautján Evrópumeistaratitla en sérsvið hans er bringusund.

Peaty hefur verið tilbúinn að ræða þunglyndi sitt og vandamál með áfengi. Hann sagði nýverið að hann hafi verið á sjálfseyðingarspíral eins og hann orðaði það (self-destructive spiral).

„Góður vinur minn sagði að gullverðlaunin séu það kaldasta sem þú munir nokkurn tímann klæðast,“ sagði Adam Peaty í þættinum BBC Breakfast.

„Það er það kaldasta að því að þú heldur að það muni leysa öll þín vandamál en það gerir það ekki,“ sagði Peaty.

Peaty ætlar sér að koma aftur á Ólympíuleikana í París á næsta ári en hann segir að vandamálið með áfengið hafi versnað þegar hann glímdi við meiðsli á síðasta ári. Hann var líka í erfiðleikum með að finna sér innblástur og þá voru sambandsslit hans og barnamóður hans einnig erfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×