Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum Bjarni Jónsson skrifar 30. maí 2023 11:30 Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun