Lýðheilsu fórnað fyrir innflutning Anton Guðmundsson skrifar 31. maí 2023 07:31 Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti til Íslands, íslenskir kjúklingabændur hafa gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Innflutningur á samskonar kjöti frá Úkraínu var í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní 2022 lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda. Að mínu mati er slík tollaniðurfelling algjörlega fráleitt, það er vegið að kjúklingabændum með þessum innfluttningi og setur maður spurningar við aðbúnað dýranna í landi sem ríkir stríð. Hlustum á sérfræðinga Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur hefur bent á að þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi á sínum tíma var opnað á aukna áhættu að við færum að fá fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti hingað til lands. Og hefur hann talað um að þetta séu svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti. Slíkar bakteríur séu stórt vandamál víða erlendis og Íslendingar hafi hingað til búið við þau forréttindi að heilnæmi íslenskra landbúnaðar afurða sé einstakur með lítilli notkun sýklalyfja, eða sú minnstu sem gerist í heiminum. En aðra sögu er að seigja frá Úkraínu, þar eru þessar bakteríur sérstakt vandamál, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni. Aukin hætta er á að þessar bakteríur sem við erum að flytja hingað til lands blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Einnig hefur Vilhjálmur bent á að Þegar þær valda sýkingum er það stórmál því að venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir. Bakteríur sem berast í menn Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum og komið með innfluttu kjöti. Vilhjálmur hefur líka talað um flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Mögulegt er þegar við fáum sár eða sýkjumst eins og þvagfærasýkingu getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg Þetta er áhættan. í Úkraínu hefur þetta hlutfall verið hvað hæst og eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu með því að vera að heimila slíkan innflutning í kjúklinga kjöti frá Úkraínu. Varan er seld í flest öllum matvöruverslunum landsins ásamt því að vera notuð í miklu magni inn í veitingahús og mötuneyti landsins og jafnvel selt undir fölsku flaggi og neytendur hafa ekki nokkra vitneskju um uppruna vörunar. Alþingi hefur val Alþingismenn þurfa að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins mun fjalla um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara á næstu dögum, þar skora ég á nefndarmenn að stoppa strax þann innflutning sem á sér stað frá Úkraínu, með þeim formerkjum að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Anton Guðmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti til Íslands, íslenskir kjúklingabændur hafa gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Innflutningur á samskonar kjöti frá Úkraínu var í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní 2022 lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda. Að mínu mati er slík tollaniðurfelling algjörlega fráleitt, það er vegið að kjúklingabændum með þessum innfluttningi og setur maður spurningar við aðbúnað dýranna í landi sem ríkir stríð. Hlustum á sérfræðinga Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur hefur bent á að þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi á sínum tíma var opnað á aukna áhættu að við færum að fá fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti hingað til lands. Og hefur hann talað um að þetta séu svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti. Slíkar bakteríur séu stórt vandamál víða erlendis og Íslendingar hafi hingað til búið við þau forréttindi að heilnæmi íslenskra landbúnaðar afurða sé einstakur með lítilli notkun sýklalyfja, eða sú minnstu sem gerist í heiminum. En aðra sögu er að seigja frá Úkraínu, þar eru þessar bakteríur sérstakt vandamál, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni. Aukin hætta er á að þessar bakteríur sem við erum að flytja hingað til lands blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Einnig hefur Vilhjálmur bent á að Þegar þær valda sýkingum er það stórmál því að venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir. Bakteríur sem berast í menn Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum og komið með innfluttu kjöti. Vilhjálmur hefur líka talað um flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Mögulegt er þegar við fáum sár eða sýkjumst eins og þvagfærasýkingu getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg Þetta er áhættan. í Úkraínu hefur þetta hlutfall verið hvað hæst og eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu með því að vera að heimila slíkan innflutning í kjúklinga kjöti frá Úkraínu. Varan er seld í flest öllum matvöruverslunum landsins ásamt því að vera notuð í miklu magni inn í veitingahús og mötuneyti landsins og jafnvel selt undir fölsku flaggi og neytendur hafa ekki nokkra vitneskju um uppruna vörunar. Alþingi hefur val Alþingismenn þurfa að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins mun fjalla um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara á næstu dögum, þar skora ég á nefndarmenn að stoppa strax þann innflutning sem á sér stað frá Úkraínu, með þeim formerkjum að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun