Síðasta frétt Gaupa: Með Birki Má á heimavelli í Eskihlíðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 07:32 Guðjón Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson í Eskihlíðinni. stöð 2 Í síðustu frétt sinni fyrir Stöð 2 ræddi Guðjón Guðmundsson, Gaupi, við Valsmanninn Birki Már Sævarsson á heimavelli þeirra beggja í Eskihlíðinni. Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan. Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan.
Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira